Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 36
404 LÆKNAblaðið 2016/102 Leit að núvitund? En það er greinilegt að það er slökunin og þessi hreinsun hugans að geta gleymt öllu amstri dagsins sem helst laðar þá félaga að kórsöng. Eiríkur: Ég hef velt fyrir mér þessu með slökunina og því að maður leggur sálina í púkkið og hættir að vera einstakl- ingur þennan tíma sem verið er að æfa og syngja, verður hluti af hópnum. Í því er mikil hvíld og það er mjög frelsandi að af- sala sér þessu persónulega rými. Að þessu leyti geri ég ekki greinarmun á æfingum og tónleikum. Sverrir: Tónleikarnir eru nú ekki eins slakandi og æfingarnar, oft mikið stress í kringum þá, þeir eru allt öðruvísi. Æf- ingarnar eru bara góður tími sem maður á með félögunum. Jón Steinar: Þessu er ég sammála, maður verður hluti af eigin rödd og fær stuðning frá henni og verður svo hluti af öllum kórnum. Ég las einhvern tíma í grein um núvitund að hugleiðslu mætti stunda víðar en lokaður af einn í herbergi. Til dæmis er hægt að íhuga og ná fram slökun úti á göngu og í kór. Svo las ég grein þar sem sagt var frá því að kórsöng- ur virtist styrkja ónæmiskerfið. Þetta var þó ekki vísindaleg rannsókn en ákveðin vísbending. Mér finnst ég líka sjá það þegar ég lít yfir þennan stóra hóp að hann virðist vera ansi frískur, þannig að slök- un af þessu tagi gæti haft jákvæð áhrif á heilsuna. Sverrir: Í Búddatrú kyrja menn mikið og það er þetta sama í raun og veru, eitt form af sefjun. Þetta á líka við um íþróttir eins og golf, leikirnir taka fjóra-fimm tíma og maður hittir fullt af fólki sem er allt á sömu línunni. Maður kúplar sig alveg út og síminn er gleymdur. Það eina sem truflaði mig var ef ég var á bakvakt. Þetta er ekkert ósvipað og að fara á kóræfingu. Jón Steinar: Þessi upplifun að gleyma sér er ekki bundin við þetta hobbí. Mað- ur fer í eitthvað sem er núna og gleymir öllu öðru, ekkert sem getur truflað það. Kannski er þetta kjarninn, leit að einhverri núvitund. Kórsöngur hefur þó áreiðanlega dálítið annan karakter en golf eða skot- veiði. Eiríkur: Já, maður er löglega afsakaður. Að sumu leyti er þetta eins og að vera í aðgerð á skurðstofu, maður er lokaður af frá öllu utanaðkomandi áreiti. Það er ekki hægt að hringja í mann. Prósessinn tekur af þér ráðin á þægilegan hátt. Sverrir: Já, mér finnst kóræfing einmitt vera þannig. Í spjallinu kom fram að þeir séu stoltir af því að fá að syngja í þessum 100 ára gamla kór sem sé merkileg stofnun í samfélaginu. Haldið verður upp á afmæli kórsins með tónleikum í Eldborg í Hörpu í lok nóvember. Þar gefst þeim tækifæri til að verða veitendur í salnum þar sem margir læknar njóta þess að vera þiggj- endur þeirra gjafa sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er svo örlát á. Að því loknu fá þeir klapp á bakið eins og vera ber. Hann er vörpulegur Fóstbræðrakórinn þegar hann stillir sér upp í Hörpu – og hljómurinn rosalegur. Ljósmynd Karl Petersen.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.