Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2016/102 377 Ég hef ekki verið á pillunni í og samt verið yfir 99% örugg um að verða ekki þunguð 2 ár, 3 mánuði og 4 daga 13,5 MG LEVONORGESTREL Ný getnaðarvörn Jaydess® er smálykkja sem veitir örugga vörn gegn þungun í allt að 3 ár Lítil og auðveld í uppsetningu1 Lítið magn hormóna og verkun að mestu staðbundin Rannsökuð hjá konum sem hafa fætt barn sem og þeim sem ekki hafa fætt barn -Jaydess® er ekki fyrsta val fyrir konur sem ekki hafa fætt barn, vegna takmarkaðrar klínískrar reynslu 1. Gemzell-Danielsson K, et al. Fertil steril 2012; (97): 616-622. e3. Upplýsa ber notendur um hættu á utanlegsfóstri og einkenni þess L. IS .0 5 .2 0 14 .0 0 71 Skannaðu QR kóðann eða farðu inn á smalykkjan.is til að nálgast rafrænar upplýsingar R I T S T J Ó R N A R G R E I Nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.09.94 Allt bendir til þess að kosið verði til al- þingis í lok október næstkomandi. Ekki er ólíklegt að staða og framtíð heilbrigðisþjón- ustunnar á Íslandi verði eitt af stóru kosn- ingamálunum og segja má að kominn hafi verið tími til. Miðað við vægi hennar í ís- lensku samfélagi og miðað við þann mikla metnað og samstöðu þjóðarinnar sem ítrekað hefur komið fram á síðustu árum er í raun illskiljanlegt að heilbrigðismálin hafi ekki skipað stærri sess í stjórnmálaumræðu undanfarinna áratuga en raun ber vitni. Á því hlýtur að verða breyting í að- draganda þeirra kosninga sem framundan eru. Um leið er ástæða til að láta í ljós þá von að umræðan verði málefnaleg og upp- byggjandi. Hitt verður þó að játast að þegar umræðuhefðin á vettvangi stjórnmálanna er skoðuð í heild sinni og ennþá frekar þegar horft er til opinberra skoðanaskipta um heilbrigðismál að undanförnu er engin sérstök ástæða til bjartsýni. Í þessum efnum hef ég til dæmis í huga upphrópanakennda umræðu um eflingu heilsugæslunnar og þróun í átt til aukins einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna þeir stjórnmálamenn sem andsnúnir eru slíku rekstrarfyrirkomulagi leyfa sér til dæmis endalausar tilraunir til að setja samasemmerki á milli einkareksturs og einkavæðingar. Ég þekki engan Íslending og ennþá síður lækni sem vill hverfa frá því sterka kerfi almannatrygginga og um leið þeim jöfnuði sem einkennir íslenska heilbrigðisþjónustu. Ég þekki hins vegar marga, og er ein af þeim sjálf, sem telja ólík rekstrarform undir sameiginlegum hatti almannatrygginga og ríkisrekinnar heilbrigðisþjónustu af hinu góða. Einka- rekstur er eitt þeirra. Einkavæðing kemst hins vegar ekki undir þann hatt samkvæmt skilgreiningu fjármálaráðuneytisins á hug- takinu. Svo einfalt er það. Heilbrigðiskerfið sem okkur öllum þyk- ir svo mikilvægt hefur átt undir högg að sækja í langan tíma. Nú virðist langþráð lag til þess að snúa vörn í sókn og fyrstu skref- in í þá átt hafa raunar þegar verið stigin. En betur má ef duga skal og um það virð- ast allir sammála. Þess vegna er svolítið einkennilegt að heyra á sama tíma þær úr- töluraddir að stíga verði varlega til jarðar, ekki megi auka á þenslu í ríkisútgjöldum, vekja upp verðbólgudrauginn og annað álíka. Við höfum hvort tveggja í senn, góð- ar aðstæður og uppsafnaða þörf fyrir veru- legan viðsnúning. Á meðan biðlistar eftir margskonar þjónustu eru langir, á meðan hjúkrunarrýmisþjónustu við aldraða er verulega ábótavant og á meðan greiðslu- þátttaka almennings er langt umfram eðli- leg mörk er engin afsökun til fyrir því að bretta ekki upp ermar. Engin ástæða er þó til að leggja til gjaldfrjálsa þjónustu eins og sum stjórnmálaöfl hafa þegar freistast til að lofa. Eðlileg og hófstillt gjaldtaka með þaki á heildarútgjöldum einstaklinga er það sem þarf. Og það eru fleiri ástæður sem hvetja til aðgerða. Háværar raddir hafa haldið því fram að undanförnu að íslensku heil- brigðiskerfi og ekki síst Landspítalanum væri ógnað af því sérhæfða sjúkrahúsi í eigu einkaaðila sem ef til vill mun rísa hér á næstu árum. Væntanlega er nokkuð til í því. En hvers vegna stafar ógn af tilvist slíks fyrirtækis? Svarið er einfalt: Skortur á samkeppnishæfni. Enda þótt reynt væri að halda því fram að bæði stæði til að flytja inn lækna og sjúklinga blasti það auðvitað við að læknum og öðru heilbrigðisstarfs- fólki á Íslandi yrði boðið að starfa á sjúkra- húsinu. Ef það er talin ógn við heilbrigð- iskerfið að fólki bjóðist störf annars staðar er rétt að skoða það ofan í kjölinn hver hinn raunverulegi vandi er. Talið um að íslenskum læknum myndi ekki bjóðast að starfa þarna var auðvit- að augljós og innihaldslaus fagurgali og rímaði á engan hátt við það alþjóðlega umhverfi sem læknar bæði mennta sig og starfa í. Og það leiðir hugann að því hverjir séu í raun „íslenskir læknar“. Er íslenskur ríkisborgari endilega íslenskur læknir? Er sá sem mætir til leiks með háskólagráður sínar og áralanga sérfræðiþjálfun til dæmis frá Svíþjóð eða Bandaríkjunum íslenskur læknir eða er hann miklu frekar til dæmis sænskur eða bandarískur? Hvað um ind- verska lækninn sem starfað hefur á Íslandi í aldarfjórðung? Er hann íslenskur læknir, indverskur eða franskur af því að hann menntaði sig þar? Mikill meirihluti þeirra lækna sem starfa hér á landi sækir sér- fræðimenntun sína til virtra háskóla utan landsteinanna og standa þeir sjálfir straum af öllum kostnaði ólíkt því sem er í hinu niðurgreidda grunnnámi við Háskóla Ís- lands. Eftir starfskröftum þessara lækna er sóst víða um heim. Það er að mínu viti bæði úrelt hugsun og hættuleg íslenska heil- brigðiskerfinu ef það telur sig geta gengið að einhverjum hópi lækna vísum af því að hann sé „íslenskur“. Allra síst er það hægt ef aðbúnaður og kjör standast ekki alþjóð- legan samanburð og hætta þykir jafnvel á hruni kerfisins ef einkavædd (sem er allt annað en einkarekin!) heilbrigðisstarfsemi ákveður að drepa niður fæti hér á landi. Þess vegna skipta bæði loforð og efndir frambjóðenda og þingmanna miklu máli á næstu mánuðum og misserum. Með hvoru tveggja verður fylgst af athygli. Arna Guðmundsdóttir innkirtlalæknir Formaður Læknafélags Reykjavíkur arnagu@landspitali.is Campaign promises and delivery Arna Guðmundsdóttir, MD Consulting Physician Department of Endocrinology & Metabolism Landspítali - University Hospital Fossvogi 107 Reykjavik Iceland Loforð og efndir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.