Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016 ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Optical Studio Smáralind Optical Studio Keflavík OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ E RT U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ? KAUPAUKI Með öllum marg skiptum glerjum** fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sól - gleraugu eða varagleraugu. ** Lindberg umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index. ** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler. Módel: Hrönn Johannsen Gleraugu: Lindberg Verslaðu á hagstæðara verði. Allt að 50% ódýrari en sam bærileg vara á meginlandi Evrópu.* Vinkonurnar Guðrún Diljá Agnarsdóttir og Þórdís Dóra Jakobsdóttir eru í 10. bekk í Laugalækjaskóla. Guðrún Diljá æfir á fiðlu og stefnir á að komast í MR. Hún vill verða læknir, sálfræðingur eða fiðluleikari. Dísa stefnir á að komast í Versló eða MR, hún vill verða læknir eða listakona. Þær segja tölur um aukinn kvíða unglings- stúlkna ekki koma sér á óvart. Pressan sé svakaleg. Koma tölur um aukinn kvíða stúlkna ykkur á óvart? Guðrún Diljá: „Nei, ég get ekki sagt það. Standardar, kröfur og öll hæfniviðmið hafa hækkað svo mikið og það hefur mikil áhrif á það hvernig okkur líður.“ Dísa: „Já, það eru svo rosalega margir í kringum mig sem eru með mikinn kvíða eða kvíða sem blandast við þunglyndi. Kannski er fólk í dag meðvitaðra um þessi mál en áður því það er verið að tala um þau í samfélaginu.“ Hafið þið sjálfar fundið fyrir kvíða? Guðrún Diljá: „Já, ég hef fund­ ið fyrir kvíða, sérstaklega þar sem ég er í miklu fiðlunámi með skólanum og það er mjög mikið að gera í 10. bekk. Stundum finnst manni að það sé ekki nægur tími til að klára allt.“ Dísa: „Innritunin í framhalds­ skóla og þetta nýja einkunnakerfi veldur líka kvíða. Við vitum ekkert hvað þetta þýðir. Nú á allt í einu að gefa sex mögulega bókstafi í stað hundrað mögulegra tölustafa. Og maður veit ekkert hvað þarf að hafa til að komast inn. Sumir segja að þú þurfir 9 til að komast inn í Versló en ég þekki eina stelpu sem komst ekki inn á 9,1.“ Guðrún Diljá: „Okkur finnst ruglandi og stressandi að vita ekki hvað við erum að stefna á og það hefur verið illa að þessum breytingum staðið.“ En af hverju skiptir máli í hvaða skóla þið farið? Dísa: „Ég veit að það er fárán­ legt því ég veit að hinir skólarnir eru góðir en það er samt því mið­ ur þannig í samfélaginu að það er litið upp til þessara skóla. En mig langar að verða læknir og þá er MR besti skólinn fyrir mig. Svo er líka gott félagslíf þar.“ Guðrún Diljá: „Já, sama hér. Ég veit að lífið væri ekki búið en ég myndi brotna niður ef ég kæm­ ist ekki í skólann sem mig langar í. Það er líka svo mikil skömm því fólk heldur að maður hafi ekki staðið sig, þó maður sé með 9 í einkunn. Mér finnst aðalvanda­ málið í kringum okkur vera próf­ kvíði. Það er svo mikil pressa í skólanum að fá hátt til að komast í menntaskóla. Þá byrjar smá kvíði sem eykst bara og eykst.“ Dísa: „Fullorðnir gera sér ekki grein fyrir því hvað það er kvíða­ valdandi að geta ekki orðið það sem maður vill verða, að komast ekki i skólann sem mann langar í.“ Eru stelpur meira að spá í ein- kunnir en strákar? Dísa: „Þetta er frekar persónu­ bundið en kynjabundið held ég.“ Guðrún Diljá: „Jú, ég held að það sé meiri metnaður í stelpum, mér finnst þær stefna hærra og taka prófin alvarlegar en strák­ arnir.“ Dísa: „Já, kannski en auðvitað eru strákar sem taka þessu al­ varlega og stelpur sem gera það ekki. En jú, það eru örugglega fleiri stelpur en strákar sem hafa áhyggjur af einkunnum.“ Hvað með samfélagsmiðlana, er pressa þar líka? Guðrún Diljá: „Það er daglegt brauð hjá unglingsstelpum að skrolla niður facebook og insta­ gram þar sem við sjáum hvernig við „eigum“ að vera. Ég byrjaði 13 ára á facebook og var aðallega að spila leiki en í dag fylgist ég meira með. Auðvitað ætti ekki að skipta máli hversu mörg „læk“ þú færð en það vilja svo margir vera vinsælir. Ef einhver póstar mynd sem fær fullt af „lækum“ þá gæti ég fengið minnimáttarkennd yfir að fá ekki jafn mörg læk. Út frá þessu getur þróast félagsfælni því standardinn hvernig þú átt að vera verður alltaf hærri og hærri.“ Dísa: „Þetta snýst auðvitað mikið um samkeppni, fullt af fólki er að bera sig saman við einhverjar óraunhæfar myndir á samfélagsmiðlum og mamma hefur áhyggjur af því að ég sé of upptekin af þessu. En ég veit al­ veg að þetta er ekki alvöru og ég ber mig miklu frekar saman við eitthvað í raunveruleikanum. En það er samt fullt af fólki sem áttar sig ekki á þessum mun.“ | hh Pressan er svakaleg Þórdís Dóra Jakobsdóttir og Guðrún Diljá Agnarsdóttir hafa miklar áhyggjur af því að komast ekki í réttan skóla. „Ég veit að það er fárán- legt því ég veit að hinir skólarnir eru góðir en það er samt því miður þannig í samfélaginu að það er litið upp til þessara skóla.“ Mynd | Rut ÉG MYNDI BROTNA NIÐUR EF ÉG KÆMIST EKKI Í SKÓLANN SEM MIG LANGAR Í. Guðrún Diljá Agnarsdóttir, nemandi í Laugalækjarskóla. FULLORÐNIR GERA SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ HVAÐ ÞAÐ ER KVÍÐAVALDANDI AÐ GETA EKKI ORÐIÐ ÞAÐ SEM MAÐUR VILL VERÐA. Þórdís Þóra Jakobsdóttir, nemandi í Laugalækjarskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.