Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 22.04.2016, Side 34

Fréttatíminn - 22.04.2016, Side 34
Yndislegu foreldrar. Bestu þakkir fyrir bréfið og ég sé að þið eruð yndislegir foreldrar sem látið ykkur umhugað um þroska dóttur ykkar og viljið leggja ykkur fram. Því skuluð þið aldrei hætta og dóttir ykkar er lánsöm að eiga ykkur að. Hins vegar er þekking á þroska barna ekki meðfædd og því er óendanlega mikilvægt að leita sér upplýsinga og aðstoðar eins og þið eruð að gera núna. Hvað er „eðlilegt“ Svörin frá leikskólanum ykkar eru hárrétt. Þriggja ára barn er oftast komið með flest málhljóðin en alls ekki öll. Þau eru mörg og miserfið og hljóðin sem fylgja R-S-Þ eru þau sem börn ná síðast tökum á eins og þið hafið séð hjá dóttur ykkar. Allt upp undir fimm ára aldurinn er fullkomlega aldurssvarandi að barn sé enn að glíma við þau hljóð og R-ið getur meira að segja verið ókomið hjá fimm ára börnum. Loks er HN framburður almennt ekki kominn hjá leikskólabörnum og fjölmargir unglingar segja meira að segja N í staðinn fyrir HN. Sem sagt, það er engin hætta á ferðum með framburðinn hennar en fylgist áfram með og verið í samráði við leikskólann sem ræður ykkur heilt. Hvað er málþroski? Svo skiptir máli að muna að fram- burðurinn einn og sér er aðeins hluti málþroskans. Orðaforðinn, skilningur á töluðu máli og áhugi á að tjá sig eru ásamt mörgu öðru hluti málþroskans og dóttir ykkar er greinilega á réttu róli hvað þetta varðar. Munið bara að máltöku- skeiðið stendur frá fæðingu og upp að kynþroskaaldri. Ykkur er full- komlega óhætt að treysta þess- um stórkostlega, innbyggða hæfileika sem máltakan er og öll börn, alls staðar í heim- inum, fylgja reglum mál- tökunnar. Við þvingum ekkert fram, hvorki í framburði né „réttri“ málnotkun. Á ákveðnum aldri segja þau „sofaði“ en ekki „svaf“ og „fótar“ í stað „fætur“ – þarna er máltökuaflið að kenna grunnreglur og því breytum við ekki. Leiðréttum ekki Tjáning barnsins skiptir sköpum. Leiðréttingar grafa undan sjálfs- trausti barnsins og það verður hrætt við að nota orðin sín. Eins hjálpar lítið að leiðrétta „í felum“ með að endurtaka orð og setningar barnsins á „réttan“ hátt. Hrósið barninu og skiljið hvað það meinar þótt að tjáningin sé takmörkuð og njótið bæði framburðar og mál- notkunar hvers stigs enda er fátt meira heillandi að morgni en smá- mælt barn sem „ðofaði ðvo vel í ðúminu ðínu“. Til málörvunar er svo besta leið foreldra að vera góð- ar málfyrirmyndir, tala við barnið, beygja sig niður til barnsins og ná augnsambandi við það, lesa bæði einfaldar og flóknar bækur með og fyrir barnið, endursegja sögur og spjalla og syngja og þylja þulur. Þannig hafa börn numið mál frá örófi alda og gera enn. Hættið nú að hafa áhyggjur og einbeitið ykkur að því að njóta þessarar yndislegu stúlku sem lífið hefur fært ykkur. Magga Pála Uppeldisáhöldin Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum. „ðofaði ðvo vel í ðúminu ðínu“ Hæ kæra Magga Pála! Dóttir okkar á við dálitla framburðarörðugleika að stríða. Hún er þriggja ára og talar frekar vel að öðru leyti, hefur góðan orðaforða og gerir sig vel skiljanlega. En það eru r-in og s-in sem hljóma eigin- lega eins. Það má því segja að hún sé nokkurn veginn smámælt, því bæði s og r hljóma hjá henni eins og ð. Við höfum ráðgast við leik- skólann sem segir að hún sé ung og að þetta séu erfiðustu hljóðin svo að það borgi sig að gefa þessu 1-2 ár í viðbót áður en við förum að hugsa um talkennslu eða slíkt. En málið er að við hjónin erum ekki alveg samtaka um hvernig sé best að taka á þessu heima. Ég vil helst ekki að þetta fari á sálina á henni, að hún sé eitthvað mál- hölt, og er því að reyna að gera leik úr tunguæfingunum og því sem leikskólakennarinn hennar ráðlagði og reyna að veita henni þessa þjálfun svona hálfgert án þess að hún viti af því. En pabbi hennar hins vegar leiðréttir hana í sífellu til að reyna að fá hana til að heyra munin á ðððð-hljóði og rrrr-hljóði. Við höfum rifist um þetta og hans sjónarmið er að fullorðnir eigi að leiðbeina börnum þegar þau gera rangt og ég er í sjálfu sér sammála því að öðru leyti en þessu, því ég vil ekki að henni finnist hún sífellt vera að gera rangt af því að hún ræður ekki við einhver málhljóð. Hvaða sýn hefur þú á þetta, kæra Magga Pála? Mikið úrval af trjáklippum og greinaklippum. Einnig fyrirliggjandi trjákurlarar - hentugir í garðinn og í sumarbústaðinnn. Trjáklippur - greinaklippur ÞÓR FH AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða og netverslun: www.thor.is REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.