Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 22.04.2016, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 22.04.2016, Qupperneq 36
Garðar Dagný Skarphéðinsdóttir nýtur sín í garðinum heima í Kópavogi og sækir sér fróðleik um garðyrkju á Facebook „Við erum mikið garðfólk. Mað- urinn minn smíðar og slær grasið og ég dúllast í öllu hinu. Svo eru börnin með okkur í þessu, sex ára dóttir mín veit alveg hvað lyngrós og garðalúpína er,“ segir Dagný Skarphéðinsdóttir, yfirhönnuður á auglýsingastofunni Árnasynir. Dagný og f jölskylda hennar fluttu á Digranesheiði í Kópavogi fyrir tveimur árum og hafa látið til sín taka í garðinum. „Þetta er fyrsti alvöru garðurinn sem ég á. Hann var í órækt þegar við tókum við honum, þarna voru risastór úr sér vaxin tré og grasið var ójafnt. Við byrjuðum á því að jafna lóðina, rifum upp gras, hækkuðum undir- lag og lögðum þökur og sáðum. Þá tókum við niður tvö flennistór tré sem voru á miðri lóðinni og bætt- um við plöntum eins og enginn væri morgundagurinn.“ Dagný segir að framkvæmdir haldi áfram hjá fjölskyldunni í sumar og nú eigi að setja upp heitan pott og smíða pall. „Þetta tekur allt sinn tíma, það er mikilvægt að læra á garðinn og sjá hvar besta skjólið er, hvaða plöntum líður best hvar. Það er heljarinnar kúnst að finna réttu staðina og ég er dugleg að færa plöntur.“ Dagný er ein 22 þúsund Íslend- inga sem er meðlimur í Facebook- hópnum Ræktaðu garðinn þinn. Hún segir þennan hóp einstaklega gagnlegan. „Ég elska þessa síðu og fer þarna inn daglega. Maður veðr- ast allur upp við lesturinn, þarna er fólk að deila plöntum sín á milli og andrúmsloftið er rosa gott.“ Hvaðan kemur þessi garðyrkjuáhugi hjá þér? „Þetta hefur alltaf verið í kringum mig. Alveg síðan ég var krakki. Mamma átti fullt hús af plöntum og amma og dætur hennar voru með gróðurhús þegar ég var lítil með allskonar rósum og fleiru. Ég fékk sjálf ekki almennilegan áhuga fyrr en ég eignaðist garð en þá kolféll ég líka. Ég elska þetta í dag. Og stofu- plöntur líka, ég er sjúk í þær. Ég reyni líka að lengja sumarið með því að forrækta inni hjá mér. Nú er ég að forrækta bóndarósir og fúsí- ur.“ Hvað er það sem heillar þig við garð- ræktina? „Ég elska mest að sjá eitthvað blómstra. Blómstrandi plöntur eru í uppáhaldi, ég er ekki sjúk í það sem er sígrænt en ég er „sökker“ fyrir öllu sem blómstrar. Það verður svo litrík og lifandi – og fallegt.“ | hdm Elska að sjá garðplönturnar blómstra Dagný Skarphéðinsdóttir bíður þess nú, eins og landsmenn allir, að sumarið komi en þá getur hún látið til sín taka í garðinum. Hún er hrifnust af plöntum sem blómstra. Í sumar er stefnan sett á að smíða pall og koma upp heitum potti. Myndir | Rut „Þetta tekur allt sinn tíma, það er mikilvægt að læra á garðinn og sjá hvar besta skjólið er, hvaða plöntum líður best hvar.“ 36 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.