Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 20. des. í 13 nætur eða 22. des. í 10 nætur Flugsæti frá kr.79.900 Báðar leiðir Síðustu sætin í sólina um jólin GRAN CANARIA / LA PALMA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Ég gengst við því að vera það sem þú kallar höfundur jólabragðsins,“ segir Guðmundur Mar Magnússon bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Þar á bæ eru vélarnar nú keyrðar stans- laust og appelsín og malt framleitt í stórum skömmtum. Þessir tveir drykkir, blandaðir í jöfnum hlut- föllum, eru íslenska jólablandið. Það þekkja allir enda hefur það verið í framleiðslu í 61 ár. Hjá Ölgerðinni áætla menn að magnið af malti og appelsíni sem fer á markað á yfirstandandi jóla- vertíð sé á aðra milljón lítra. „Framleiðsla eins og þessi á sér hvergi hliðstæðu erlendis, segir Guðmundur sem kveðst öðru hverju fá erindi frá neytendum. Sumir vilji koma þakklæti á framfæri en aðrir beri upp spurningar. Hvort áfengi sé í jólablandinu sé klassísk spurn- ing og svarið sé að það sé áfengi í malti og sé það um 1% af rúmmáli. Öllu ætti því að vera óhætt. „Ég helli appelsíninu á undan maltinu í glasið eða könnuna, því þá eru minni líkur á því að froðan af maltinu rjúki upp og fljóti út af. Þetta er þýðingarmikið atriði, segir Guðmundur Mar Magnússon að síð- ustu. sbs@mbl.is Appelsínið sé á undan Morgunblaðið/Sigurður Bogi Annir í Ölgerðinni og jólablandið lagað í milljónum lítra Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Aukinnar bjartsýni gætir meðal launþega í Flóafélögunum svo- nefndu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallup-könnunar ef borið er saman við eldri kannanir. Aldrei hafa færri mælst án atvinnu eða á upp- sagnarfresti en þrátt fyrir aukna spennu á vinnumarkaði lengist vinnutími fólks ekki almennt. Könnunin var gerð meðal félags- manna í fjórum stéttarfélögum á suð- vesturhorni landsins með samanlagt tæplega 31 þúsund félagsmenn en þau eru Efling, Hlíf, VSFK í Kefla- vík og Stéttarfélag Vesturlands. Fram kemur að meirihluti félags- manna telur að svigrúm sé til að hækka launin enn frekar. Um þriðj- ungur svarenda fór í launaviðtal á síðasta ári og af þeim sögðu um 60% að það hefði skilað sér í launahækkun umfram kjarasamningsbundnar hækkanir. Í samantekt Eflingar um nið- urstöðurnar er á það bent að ein- ungis 43% félagsmanna Eflingar búa í eigin húsnæði og tæplega 63% svar- enda safna séreignarsparnaði núna. „Þrátt fyrir almenna bjartsýni eru einnig neikvæðar niðurstöður í könn- uninni og má þar benda á að fjórir af hverjum fimm fá hvorki vaxtabætur né húsaleigubætur og hópur leik- skólastarfsmanna sker sig úr fyrir óánægju með kjör sín.“ 9,2% félagsmanna í Eflingu og 8,8% félagsmanna í Hlíf segjast safna skuldum og 8,3% Eflingar- félaga segja enda nást saman með naumindum. Ríflega þriðjungur seg- ir heimilið nota sparifé til að ná end- um saman. Frá vinnu vegna veikinda Þegar spurt var hvort svarendur hefðu verið frá vinnu einn dag eða lengur vegna eigin veikinda á síðustu 3 mánuðum kemur í ljós að hlutfallið er stærst meðal starfsmanna í fisk- vinnslu en 67,3% þeirra voru frá vinnu vegna veikinda einn dag eða lengur á seinustu 3 mánuðum. Lægst var hlutfallið meðal skrifstofufólks og sérfræðinga sem voru sjaldnar frá vinnu af þessum sökum en aðrir hópa eða 31,6%. Dregið hefur úr fjárhags- áhyggjum launþega í stéttarfélög- unum á umliðnum árum Núna segj- ast 14% hafa mjög miklar fjárhagsáhyggjur samanborið við um 20% í könnunum á liðnum árum og 24,7% segjast nú hafa frekar miklar áhyggjur. 15,5% hafa hins vegar mjög litlar eða engar áhyggjur og hefur sá hópur tvöfaldast að stærð frá könnun 2014. Heildarlaun karla eru að meðaltali 119 þúsund kr. hærri en heildarlaun kvenna fyrir fullt starf og fram kem- ur að starfsmenn á leikskólum eru með lægstu heildarlaunin að með- altali fyrir fullt starf eða 330.000 kr. Bjartsýnni og færri án vinnu  Félagar í Flóafélögunum segja svigrúm til launahækkana skv. nýrri launakönnun  60% þeirra sem fóru í launaviðtal fengu launahækkun umfram kjarasamninga „Afkoma ríkissjóðs hefur batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfn- un var stöðvuð með fjárlögum árs- ins 2014,“ sagði Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráðherra, er hann mælti fyrir fjárlagafrum- varpi ársins 2017 við 1. umræðu um það á Alþingi í gær. Bætti hann við að þetta væri fjórða árið í röð sem gert væri ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. „Leiðarstef ríkisstjórnarinnar hefur verið að viðhalda efnahags- legum stöðugleika og treysta um- gjörð opinberra fjármála,“ sagði Bjarni og tók fram að stefnan hefði verið að einfalda skattkerfið, draga úr undanþágum og auka jafnræði. „Það sem við höfum í höndunum er fjárlagafrumvarp sem lagt er fram þegar vel árar hjá Íslend- ingum. Tekjur eru að vaxa og við erum að fá aukið svigrúm til að gera betur á flestum stigum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna hvort skynsamlegt væri að ráðast í skattalækkanir á sama tíma og uppsöfnuð þörf væri á auknum framlögum til rekstrar og opin- berrar fjárfestingar. Jafnframt væru merki um vaxandi þenslu í hagkerfinu. Bjarni sagði að ákveðið hefði verið að hafa skattabreytingar þrepaskiptar til að áhrifin kæmu ekki fram öll í einu. „Ég tel að það hafi verið ábyrg nálgun,“ sagði hann. Nefndi hann að lækkun neðsta þreps væri mikilvæg kjarabót, einnig brottfall miðþrepsins. Hann sagði ráðstafanirnar hafa 3,8 millj- arða áhrif á fjárlögin og það væru „algjör lágmarksáhrif í stóra sam- hengi hlutanna“. Katrín greindi frá því að sam- gönguáætlun væri ekki hluti af fjárlögunum og spurði hvernig ætti að afla tekna fyrir þeirri fjárfest- ingu. „Við erum að leggja til að krónu- tölugjöld hækki á næsta ári um- fram verðlag. Í því felst mótvægis- aðgerð. Við verðum að kunna okkur magamál í útgjöldum. Við getum ekki gert allt í einu,“ sagði Bjarni. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við fjárlagaumræðurnar, sem voru eina málið á þingfundi Al- þingis í gær. »6 Stöðugleiki er leiðarstefið Morgunblaðið/Golli Þingstörfin í gang Nýkjörnir al- þingismenn ræddu fjárlög næsta árs.  Miklar umræður um fjárlagafrum- varpið á Alþingi Þak er sett á kostnað fólks við heil- brigðisþjónustu, samkvæmt drögum að reglugerð sem velferðarráðu- neytið hefur birt. Almennir not- endur munu greiða að hámarki 50 til 70 þúsund krónur á ári og börn, aldraðir og öryrkjar á bilinu 33 til 46 þúsund. Í reglugerðinni, sem sett er sam- kvæmt lögum sem samþykkt voru í júní sl., er nákvæmlega kveðið á um gjaldskrár fyrir veitta heilbrigð- isþjónustu. Við innleiðingu á nýju kerfi munu greiðslur fólks fyrir heilbrigðisþjón- ustu mánuðina á undan reiknast til afsláttar. Kostnaðarþök í greiðslu- þátttökukerfi sem reiknað er með að taki gildi 1. febrúar verða því 49.200 fyrir almennan notanda með fullan afslátt og 32.800 fyrir börn, aldraða og öryrkja með fullan afslátt. Al- mennur notandi þarf að greiða að hámarki 69.700 kr. á ári, fyrir heil- brigðisþjónustu sem lögin ná til, hafi hann ekki öðlast fullan afslátt og ör- yrkjar, aldraðir og börn 46.467 kr. að hámarki. Alþingi tryggi heimildir Aukin útgjöld ríkisins hafa ekki verið fjármögnuð að fullu. Í tilkynn- ingu ráðuneytisins er vísað til skýr- inga í frumvarpi til fjárlaga næsta árs þar sem fram kemur að það muni koma til kasta Alþingis að tryggja nauðsynlegar útgjaldaheim- ildir. Haft er eftir Kristjáni Þór Júl- íussyni heilbrigðisráðherra að þeir sem mest þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda séu varðir fyrir miklum út- gjöldum, eins og lengi hafi verið rætt um að gera. helgi@mbl.is Þakið við 70 þúsund kr. á ári  Hámark útgjalda til heilbrigðisþjónustu Morgunblaðið/Ómar Landspítali Hámark er sett á út- gjöld fólks til heilbrigðisþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.