Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 41
vegis og þá munaði um arkitektinn. Í
bókinni segir meðal annars frá skiss-
um að háskóla í burstabæjarstíl og
ráðherrabústað sem til stóð á reisa á
Arnarhóli árið 1913, fallegar bygg-
ingar sem hefðu sómt sér vel,“ segir
Björn. Þarna var Rögnvaldur fyrst-
ur til að koma fram með hugmynd að
stórri byggingu í stíl burstabæjanna
íslensku.
Þótt Vífilsstaðaspítali sé sennilega
þekktasta verk Rögnvaldar Ólafs-
sonar er hann þó ekki síður nafntog-
aður fyrir kirkjurnar; svo sem syst-
urnar þrjár í Hjarðarholti í Dölum,
Breiðabólstað í Fljótshlíð og á Húsa-
vík sem eru úr timbri, allar í svip-
uðum stíl, grunnmyndin er grískur
kross með turn í einu horninu. Aðrar
systur eru steinsteyptu kirkjurnar í
Hafnarfirði, Keflavík og á Fáskrúðs-
firði, sem allar voru byggðar 1914.
Samsvara sér
í öllum hlutföllum
„Kirkjur hans eru allar mjög stíl-
hreinar byggingar sem samsvara
sér vel í öllum hlutföllum. Þær eru
hagnýtar eins og skólarnir, sem yf-
irleitt snúa mót suðri þannig að birt-
an streymir inn um stóra gluggana.
Og flest eru þetta timburhús, því eft-
ir miðbæjarbrunannan í Reykjavík
1915 var lagt bann við að byggja
timburhús í þéttbýli. Steinhúsatím-
inn gekk í garð, en þá var Rögnvald-
ur þrotinn kröfum, en hann lést af
völdum berkla árið 1917 einmitt á
Vífilsstöðum,“ segir Björn um
manninn sem hann hefur svo lengi
átt samfylgd með.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
nd Tjarnargötubyggðarinnar, eins og kunnugir sjálfsagt greina.
Lækjartorg Söluturninn á Lækj-
artorgi er hönnun Rögnvaldar.
Skissa Svona sá Íslandsarkitektinn fyrir sér háskólabyggingu á Arnarhóli.
Guðshús Kirkjurnar að Hjarðarholti í Dölum, Breiðabólstað í Fljótshlíð og
á Húsavík eru allar í sama stíl og teiknaðar af húsameistaranum góða.
Vífilstaðir Berklaspítalinn er sennilega þekktasta verk Röngvaldar Ólafs-
sonar, sem sjálfur var sjúkur maður og lést einmitt í þessu sjúkrahúsi.
Miðborgin Gamla pósthúsið í Kvosinni í Reykjavík er höfundarverk Rögn-
valdar. Þar er í dag póstafgreiðsla svo og ýmis ungmennastarfsemi.
FRÉTTIR 41Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
Hugmynda og verka Rögnvaldar
sér vel stað við Tjarnargötu í
Reykjavík, en hann hannaði þar
hús númer 18, 22, 33, 35 og 37.
Einnig Tjarnargötu 32, Ráð-
herrabústaðinn, upphaflegt hús
Hans Ellefsen hvalveiðispekúl-
ants á Sólbakka við Önund-
arfjörð. Það hús var tekið ofan
vestra árið 1906 og flutt til
Reykjavíkur sem einnar hæðar
bygging sem síðan stækkuð og
breikkuð á alla kanta eftir teikn-
ingum Rögnvaldar. Bjó Hannes
Hafstein ráðherra í húsinu og
síðan nær allir forsætisráðherra
Íslands alveg fram á stríðsárin.
Af öðrum verkum má nefna
stækkun Fríkirkjunnar, svo og
húsin Skólabrú 2, Vonarstræti
12, Stýrimannastíg 10, Hafn-
arstræti 4 og læknishúsið á
Kleppi sem nú er á Árbæj-
arsafni. Þau eru öll teiknuð af
Rögnvaldi, sem með verkum
sínum setti sterkan á Kvosina.
Um Tjarnargötuna í Reykjavík
er það að segja að með heima-
stjórn árið 1904 þurfti að
manna ýmsa pósta í nýju emb-
ættismannakerfi. Því voru kall-
aðir til menn af Briems-ætt sem
bjuggu norður á Akureyri. Þeir
svöruðu kalli og fluttu suður,
hvar þeir sköpuðu sér umhverfi
Akureyrar í höfuðstaðnum. Fyrir
norðan bjuggu þeir í svip-
sterkum húsum undir brekkunni
í Innbænum og þegar komið var
til Reykjavíkur reistu þeir sér og
sínum svipuð hús, sum sam-
kvæmt teikningum Rögnvaldar,
undir brekkunni við Tjörnina.
Þeir sem eru kunnugir bæði í
Reykjavík og höfuðstað Norður-
lands ættu að greina þetta vel,
því hér fer ekkert á milli mála.
Tjarnar-
gatan og
heima-
stjórnin
ARKITEKTÚR SEM SETUR SVIP
Á KVOSINA Í REYKJAVÍK
Snjóinn burtmeð
Stiga snjóblásara
Askalind4,Kópavogi
Sími 5641864
www.vetrarsol.is
1131 E snjóblásari
1100W rafmagnsmótor
Dreifing 1–4metrar
31 cm vinnslubreidd
Léttur ogmeðfærilegur
Góður við þröngar aðstæður
ST 4851 snjóblásari
48V Lithium-ion rafhlaða, hlaðin
Dreifing 1–6metrar
51 cm vinnslubreidd
Með Led ljósabúnaði
Í léttari snjómokstur
SnowBlizzard snjóblásari
B&Smótor með rafstart, 249cc
Dreifing 1–10metrar
69 cm vinnslubreidd
Með ljósum og á grófum dekkjum
Frábær í mikinn og erfiðan snjó