Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjögur félög í BSRB hafa óskað eftir bindandi allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna BSRB um fyr- irhugaðar breytingar á lífeyrisrétt- indum opinberra starfsmanna. Um er að ræða samkomulag sem for- ystumenn BHM, BSRB og KÍ gerðu við fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga 19. septem- ber síðastliðinn. Félögin sem um ræðir eru Lands- samband lögreglumanna, Lands- samband slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna, Sjúkraliðafélag Íslands og Tollvarðafélag Íslands. Þau ósk- uðu eftir lögfræðiáliti Gísla Tryggva- sonar hdl. um hvort bera ætti fyrr- nefnt samkomulag undir atkvæði félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem málið varðar. Gísli komst að þeirri niðurstöðu að „allsherjaratkvæðagreiðsla allra hlutaðeigandi félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem eiga í hlut sé sú stofnun sem er til þess bær að sam- þykkja endanlega og með bindandi hætti breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna sem samið var um hinn 19. september sl.“ Þá segir hann talið hugsanlegt að van- höld á þessu gætu leitt til ógildingar „ef á það reyndi með réttum hætti“. Einnig komst hann að þeirri nið- urstöðu að „af fordæmum, langri hefð um framkvæmd kjara- og rétt- indamála opinberra starfsmanna og þróun á sviði vinnumarkaðsréttar og stjórnskipunarréttar leiði að skýra beri 2. mgr. 75 gr. stjórnarskrárinn- ar um samningsrétt launafólks varð- andi „réttindi tengd vinnu“ þannig að verulegar efnisbreytingar um mikilvæg réttindamál launafólks, svo sem félagsleg lífeyrisréttindi, skuli afgreiddar endanlega með bindandi allsherjaratkvæða- greiðslu.“ Komist er að þeirri niðurstöðu að það sé örugglega heimilt og líklega skylt að bera samkomulagið undir allsherjaratkvæði hlutaðeigandi fé- lagsmanna sem málið varðar. Gísli leggur til að félögin fjögur sendi BSRB formlegt erindi og afrit af því a.m.k. til BHM og KÍ. Þar verði ósk- að eftir bindandi allsherjaratkvæða- greiðslu meðal hlutaðeigandi fé- lagsmanna allra þeirra stéttarfélaga sem málið varðar. Jafnframt leggi álitsbeiðendur það til að heildarsam- tökin tilkynni viðsemjendum sínum þessa afstöðu, fallist heildarsamtök- in á tillöguna, formlega fyrir árslok. Allsherjaratkvæði fari fram við fyrsta hentugleika, nema aðilar ákveði að semja um breytingar á samkomulaginu. Fjögur félög kalla eftir atkvæðagreiðslu  Deilt um breytingar á lífeyrisréttindum félagsmanna Morgunblaðið/Kristinn BSRB Fjögur félög vilja atkvæða- greiðslu um breytingar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vænst er þess að bormenn sem starfa við gerð Vaðlaheiðarganga muni mæt- ast og slá í gegn, eins og það er kallað, um mánaðamót janúar og febrúar. Alls 90,8% af greftri ganganna er lokið. Eyjafjarðarmegin eru menn komnir 4,993 m. inn í fjallið en 1559 m. úr Fnjóskadal. Hægt miðaði í síðustu viku m.a. vegna vinnu við bergstyrk- ingar á því svæði þar sem berg hrundi úr lofti og skemmdi borvagninn sem var notaður Eyjafjarðarmegin. Ný tæki eru nú komin í staðinn. Allt að 60 metrar á viku „Gangurinn í greftrinum hefur verið um 50 til 60 metrar á viku eftir að bergþéttingum lauk. Fljótlega kemst verktakinn vonandi út úr setberginu og í betra efni. Þá ætti verkið að ganga hraðar. Í síðustu viku náðist ekki nema sjö metrar úr Eyjafirði og átján og hálfur að austan,“ segir Valgeir Berg- mann hjá Vaðlaheiðargöngum hf., tals- maður verkefnisins. Síðsumars tókst gangamönnum að komast í gegnum hrunsvæðið aust- anmegin sem stoppaði alla borun í langan tíma þar sem mikill vatnsagi kom í kjölfarið á hruni úr misgeng- issprungu. Nú er dælt um 100 sek/ltr af köldu vatni en var allt að 500 sek/ltr þegar mest var. Þegar slegið hefur verið í gegn mun kalda vatnið að aust- an blandast svipuðu magn af um 40 gráða heitu vatni sem nú þegar rennur út Eyjafjarðarmegin. Í notkun vorið 2018 Verktakafyrirtækið Ósafl, sem er í eigu ÍAV-Marti er aðalverktaki við gangagerðina. Valgeir segir að þótt borun ganganna ljúki senn sé mikið eftir, svo sem lagnavinna og ýmis frá- gangur í göngunum, vegagerð, veg- skálabyggingar og svo framvegis. Verktakinn gefi sér 15 mánuði í þau verkefni og væntanlega komist Vaðla- heiðargöng í notkun vorið 2018. Ljósm/Valgeir Bergmann Fnjóskadalsmegin Nú er búið að bora rúm 90% í Vaðlaheiðargöngunum. Gegnumslag nálgast BeChristensen armböndin eru falleg jólagjöf! Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-17 - lau: 12-15 - www.facebook.com/spennandi Hreindýraleður - hreindýrahorn- silfurhúðað víravirki - dönsk hönnun byggð á hefð frá sömum - ath! lækkað verð! - Agnetha kr. 13.500.- Arctic kr. 12.800.- Boda kr. 14.900.- Inga kr. 21.600.- Linn kr. 17.600.- Polar kr. 13.900.- Sif kr. 13.600.- Victoria kr. 11.700.- Stjórn BSRB stendur við þá ákvörðun sína að undirrita sam- komulag um breytingar á lífeyr- isréttindum, þrátt fyrir afstöðu félaganna fjögurra. Í yfirlýsingu er vísað til þess að sú niður- staða hafi fengist á fundi for- manna aðildarfélaga BSRB. Þá er vitnað til álits lögmanna um að samkomulagið sé ekki kjara- samningur eða ígildi hans. Standa við ákvörðun EKKI ATKVÆÐAGREIÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.