Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Smart jólaföt, fyrir smart konur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kjörbréfanefnd Alþingis tók til at- hugunar á fundi sínum í fyrradag 54 atkvæðaseðla frá nýliðnum kosn- ingum, sem ágreiningur var um í yfirkjörstjórnum. Þrír seðlanna voru úr Suðurkjördæmi, 32 úr Reykjavíkurkjördæmi suður og 19 úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Að sögn Birgis Ármannssonar, formanns kjörbréfanefndar, voru vafamálin sem komu oftast upp við þessar kosningar af tvennum toga. Annars vegar þegar kjósendur voru að krota í reitinn fyrir framan listabókstaf og hins vegar þegar menn voru við utankjörfundar- atkvæðagreiðslu að setja inn gamlan listabókstaf framboða. Stuðst við fordæmi Birgir segir að nefndin hafi við ákvarðatökuna stuðst við ákveðin fordæmi frá fyrri kosningum. „Við vorum meðvituð um að þau væru ekki endilega sterk en þau voru þau einu sem við höfðum fyrir framan okkur.“ Samkvæmt kosningalög- unum skal kjósandi setja bókstafinn X í reitinn fyrir framan listabókstaf viðkomandi flokks. Nokkur dæmi voru um að kjósendur skyggðu fern- ing fyrir framan listabókstaf eða krotuðu með sambærilegum hætti í ferninginn. Þessi atkvæði voru úr- skurðuð ógild. Þá voru nokkur dæmi um það að kjósendur notuðu gamlan listabókstaf þegar þeir greiddu at- kvæði utan kjörfundar. Lang- algengast var að menn skrifuðu Þ, sem er gamli bókstafur Pírata, í stað P. Ef menn greiddu atkvæði með listabókstaf sem framboð notaði áð- ur var það talið gilt. Birgir Ármannsson segir að á síð- asta kjörtímabili hafi staðið yfir vinna við endurskoðun kosningalag- anna. Núgildandi lög voru samþykkt árið 2000. Drög að frumvarpi hafi legið fyrir í haust. Brýnt sé að halda þeirri vinnu áfram. Var það niður- staða kjörbréfanefndar að við þá vinnu yrði tekin umræða af hálfu löggjafans um hvort ætti að fylla frekar inn í þau ákvæði kosningalag- anna sem fjölluðu um ógild atkvæði. Mikilvægt væri að fækka álita- málum sem upp kynnu að koma. Umfjöllun kjörbréfanefndar hafði ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna. Var það einróma niðurstaða nefndarinnar að kosningarnar væru gildar. Lagði hún til að Alþingi sam- þykkti kjörbréf allra alþingismanna og varamanna þeirra. Gekk það eftir. Krotuðu í ferninginn og notuðu rangan bókstaf  Kjörbréfanefnd Alþingis úrskurðaði um 54 vafaatkvæði Morgunblaðið/Golli Þingsetning Vafaatkvæðin 54 höfðu engin áhrif á úrslit alþingiskosning- anna og þingið samþykkti kjörbréf allra þingmanna og varaþingmanna. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Eftirspurn eftir lífrænum eggjum hefur aukist töluvert og ég reikna með að hún sé til frambúðar,“ segir Stefán Már Símonarson, fram- kvæmdastjóri Nesbúeggja, spurður hvort sala hafi aukist á lífrænum eggjum Nesbús í kjölfar umfjöllunar Kast- ljóss um fram- leiðslu Brúneggja sem birt var á dögunum og hafði í för með sér að Brúnegg, sem ranglega voru sögð vistvæn, voru tekin úr sölu í öllum helstu verslun- um. „Við vorum löngu búin að ákveða að auka við framleiðsluna en þetta mun vissulega flýta því ferli,“ bætir hann við. Nesbú er eina eggjabúið hér á landi sem vottað hefur verið af vott- unarstofunni Túni sem lífræn fram- leiðsla þar sem gerðar eru auknar kröfur um velferð og aðbúnað. Mikill áhugi á lífrænum eggjum „Fyrstu dagana á eftir bárust margar spurningar um lífrænu egg- in og hvort það væri eitthvað meira að marka lífræna stimpilinn hjá okk- ur en þann vistvæna,“ segir Stefán Már, en þar vísar hann til þess að vistvænar merkingar Brúneggjanna áttu ekki við rök að styðjast því eggjabúið uppfyllti ekki kröfur reglugerðar þar um. Færri fyrir- spurnir berast þó eftir því sem frá líður. „Við höfum ekki merkt minni neyslu til skamms tíma vegna máls- ins,“ bætir Stefán Már við, en þótt eftirspurn hafi strax aukist eftir líf- rænum eggjum sé erfitt að átta sig á því hvernig staðan hefði orðið hefði mál Brúneggja ekki komið upp. „Við vitum því ekki hvort heildarneysla hefði verið enn meiri ef þessi um- ræða hefði ekki komið upp – það er erfitt að mæla þetta,“ segir hann. Lífrænt vottuð framleiðsla Nes- bús fylgir ströngum gæðakröfum og sætir ströngu eftirliti, en lífrænu vottunina þarf að endurnýja árlega, eins og fram kemur á vefsíðu fyr- irtækisins. Vottunarstofan Tún ábyrgist vottunina og framkvæmir bæði skipulagðar og skyndiheim- sóknir til Nesbús. Nesbú hefur aldrei verið með egg á markaði með vistvæna vottun. Fleiri kaupa líf- rænt vottuð egg  Mál Brúneggja flýtti fyrir ferlinu Stefán Már Símonarson Ljósmynd/Nesbú Egg Nesbú er eina eggjabúið á land- inu sem er með lífrænt vottuð egg. Átak á vegum Krabbameinsfélags Ís- lands og Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi (SFS) til að kynna krabba- meinsleit í brjóstum og leghálsi sérstaklega fyrir konum af erlendum uppruna hófst í gær. Í fréttatilkynn- ingu kemur fram að í átakinu felst dreifing á plakati með upplýsingum um leitina á íslensku, ensku, pólsku, rússnesku og taílensku auk bættra upplýsinga á heimasíðu krabb.is. Átakinu var hleypt af stokkunum með kynningu í matsal HB Granda en hjá fyrirtækinu starfar fólk af 25 þjóðernum. Haft er eftir Láru G. Sigurðar dótt- ur, lækni og fræðslustjóra Krabba- meinsfélagsins, að skipulögð krabba- meinsleit er ekki í boði í mörgum löndum og því þekki margar konur af erlendum uppruna ekki til þess- arar tegundar heilsuverndar né þess ríka ávinnings sem hún skilar. Innan sjávarútvegsfyrirtækja starfar mikill fjöldi kvenna af erlend- um uppruna. Heiðrún Lind Marteins- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir að samtökin hafi viljað leita leiða til að koma upplýsingum áleiðis til þeirra kvenna sem starfa hjá fyr- irtækjum innan samtakanna. Átak í fræðslu um krabbameinsleit til kvenna af erlendum uppruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.