Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 72
72 .
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
BÆKUR
Útsölustaðir:
• Momo.is – Garðabæ
• Cocos – Grafarvogi
• Kroll – Laugavegi
• Share – Kringlunni
• Fröken Júlía – Mjódd
• Stíll – Síðumúli
• Rita - Kópavogi
• Dion.is – Glæsibæ
• Corner - Smáralind
• Smartey.is – Vestmannaeyjum
• Rexin – Akureyri
• Gallery Ozone – Selfossi
• Palóma – Grindavík
• Sentrum – Egilsstöðum
• Blómsturvellir – Hellissandi
• Verslunin Nína – Akranesi
• Kóda – Keflavík
• Töff föt – Húsavík
• Mæðgur og Magasín – Stykkishólmi
• SiglóSport – Siglufirði
• Pex – Neskaupsstað/Reyðarfirði
• Efnalaug Dóru – Höfn
• Skagfirðingabúð – Sauðárkróki run@run.is • www.run.is
30
ÁRARÚN
HEILDVERSLUN
Til: elsk
u mín
Frá: els
ku mér
Gerðu vel við
sjálfa þig um jólin
Snemma í desember 1915 hélt
Steingrímur Matthíasson læknir á
Akureyri til útlanda ásamt eig-
inkonu sinni, Kristínu Thoroddsen.
Ferðinni var fyrst heitið til Kaup-
mannahafnar en þaðan til Berlínar
og Dresden í Þýskalandi. Til-
gangur Steingríms með Þýska-
landsförinni var „að fá tækifæri að
sjá hin margbreytilegu sár og
meiðsli, er hermennirnir hljóta í
orustunum og telur hann líklegt að
margt megi af því læra, er sér geti
að notum komið hér heima á Ís-
landi,“ sagði í Norðurlandi en
blaðið birti síðar ferðapistla lækn-
isins.
Steingrímur kom til Berlínar í
annarri viku janúarmánaðar 1916.
Í Þýskalandi vakti strax athygli
hans hve víða mátti sjá skilti þar
sem rituð voru stórum stöfum
varnaðarorð til hermanna: „Talið
varlega hermenn, varið yður á
njósnarmönnum!“ Og hann var al-
veg gáttaður á fjölda einkenn-
isklæddra manna í Berlín. „Ég ýki
það ekki að 4.-5. hver maður, sem
um göturnar gekk, var hermaður,“
skrifar hann; alls staðar hermenn
og á öllum aldri. „Unglingar, sem
varla er sprottin grön, nýkomnir í
treyjuna, kneifa bjór og skegg-
ræða um síðustu sigrana. Það er
sagt að þeir yngstu séu allra ólm-
astir eftir að komast út í háskann
og vinna sér frægð.“ Læknirinn
virðir fyrir sér mannlífið með
blendnum huga. „En aumt er að
sjá, hve margir hermennirnir eru
fatlaðir; sumir draga aðra löppina,
aðrir hafa hendi í fatla, eða vantar
einhvern lim eða hafa reifað höf-
uðið, en þeir eru samt í einkenn-
isbúningi, sumir grónir sára sinna
og gegna léttari störfum heima
fyrir eða eiga von á fullum bata og
geta farið bráðum aftur út í elds-
og kúlnahríð.“
Flesta daga meðan stóð á dvöl-
inni í Berlín og Dresden heimsótti
Steingrímur sjúkrahús. Honum
segist svo frá:
Ég gekk með læknunum og
hjúkrunarkonunum á þeirra dag-
legu morgunvitjun gegnum sjúkra-
herbergin, frá einu rúminu til ann-
ars. En sá sægur af vesalingum,
mönnum á besta aldri. Og hugann
sundlar við að hugsa um öll þau
þúsund og aftur þúsund og hundr-
að þúsund af særðum mönnum,
þýskum, rússneskum, enskum,
frönskum o.s.frv. víðs vegar um
alla Norðurálfuna, austur í Asíu og
suður í Afríku. Hér í Berlín eru öll
venjuleg sjúkrahús meira en full
og ótal ný sjúkrahús stofnuð.
Fjöldamargar opinberar bygg-
ingar, veitingahús og gististaðir,
hafa verið gerð að sjúkrahúsum.
Og í öllum bæjum Þýskalands
stærri og smærri, og þeir eru
margir, úir og grúir af særðum og
sjúkum hermönnum.
Steingrími verður starsýnt „á þá
feiknafyrirhöfn, tilkostnað og
fyrirhyggju, sem landstjórn og
læknar verða að leggja fram“. Í
Dresden hafði til að mynda stór-
hýsi fyrir iðnaðarsýningar verið
breytt í sjúkrahús Rauða krossins.
Á sama hátt hafi „veitingahús,
vöruhús, já, hallir og listasöfn ver-
ið gerð að særðrahælum hingað og
þangað á Þýskalandi“.
Hvað blasir við augum læknisins
norðan af Akureyri í sjúkra-
herbergjunum? Hann hefur aldrei
séð slíkt áður:
Vér göngum frá einu
rúminu til annars. Mikill
fjöldi rúmanna stendur
auður, en við fótagaflinn
stendur sjúklingurinn –
handlaus, fótlaus við
hækju eða staf, eða með
hendi í fatla, eða vaf um
höfuð. Þessir eru allir
fótaferðafærir. Hinir
liggja – sumir af því þeir eru lima-
lausir og ekki færir um að komast
nokkurntíma á fætur eða eru enn
ekki búnir að læra að staulast, en
aðrir dauðvona, brennandi af hita-
sótt, með flakandi sárum, og enn
aðrir að mestu grónir, en ekki
græddir, því mænan er sundur eða
heilinn skaddaður svo þeir eru
máttlausir, sumir mállausir o.s.frv.
„Og ljót eru sárin sumra,“ skrif-
ar Steingrímur en reynir þó að
taka öllu með jafnaðargeði. Al-
gengastir séu áverkar eftir
sprengikúlur sem valdi „svo marg-
víslegum sárum að ekki er unnt
upp að telja“. Það er ekki fögur
sjón. „Ömurlegt er að sjá unga,
hrausta menn, að öðru leyti heil-
brigða en því, að sáldur úr
sprengikúlum hefur blindað þá, en
ljótara þó, að sjá andlitið allt af-
skræmt, máske aðeins lítill hluti
þess óskertur. Neflausir eru sum-
ir, aðrir kjálkalausir og gín við eitt
opið sár, með ógurlegri rauf að
barka og vélindi.“
Að stofugangi loknum hefst
starfið á skurðarstofunum. Og ís-
lenska lækninum finnst merkilegt
að fylgjast með þýskum starfs-
bræðrum sínum og sjá „saumaðar
saman sundurskotnar sinar og
taugar, teknar út kúlur og
sprengikúlnabrot, gert við líkams-
skekkjur og beinbrot, útæðahnúta
o.s.frv.“ Fróðlegast af öllu er þó
að verða vitni að því hvernig lækn-
unum tekst „að skapa ný nef á
neflausa, með því að græða bein-
flís úr sköflungnum inn í holdflipa
á upphandleggnum og því næst
sauma flipann fastan framan á
andlitið á nefsins stað“. Að vísu
standi „þessi nefskapnaður langt
að baki guðs handaverkum“ en
bjargi þó andlitinu að vissu leyti.
Þrátt fyrir allt, eymdina og
sársaukann, þykir Steingrími sem
hermennirnir sætti sig furðufljótt
við hlutskipti sitt, flestir að
minnsta kosti. Sjúkrahúsin séu
ekki „hreinir táradalir, þar sem sé
grátur og gnístran tanna“, alls
ekki. „Þegar maður hefur
umgengist sjúklinga um
hríð, þá verður nið-
urstaðan sú að þeir séu
yfirleitt ekki óánægðari
en margir sem eiga að
heita heilbrigðir, þ.e.a.s.
svo framarlega sem þeir
ekki kveljast af sárs-
auka,“ segir Steingrímur.
„Ég vona ég fái að hefna
mín,“ hafi oft verið viðkvæðið. En
alla dreymi þá um járnkrossinn,
æðsta heiðursmerki þýska keisara-
dæmisins.
Og hvar sem ég kom meðal
særðu hermannanna þýsku sá ég
oftar glaðleg andlit, nema auðvitað
þar sem sársauki kvaldi og gaf
ekki nema stöku sinnum viðþol; en
þess konar sársauka má þó oft
deyfa og venjulega líður hann þá
hjá eftir viðeigandi aðgjörðir eftir
vissan tíma. Jafnvel þeir sem svift-
ir voru stórum líkamshlutum og
voru illa útleiknir, gerðu að gamni
sínu og báru sig karlmannlega.
Þeir sem voru fótlausir eða hand-
lausir höfðu gaman af að sýna
leikni sína að nota gervilimina,
hækjur og stafi. En þeir sem voru
minna örkumlaðir hlökkuðu til að
komast til herstöðvanna á ný. Og
þeir sem maður talaði við og
spurði um atvik og ástæður er þeir
særðust, komust venjulega allir á
loft og urðu harla skrafhreifir er
þeir fóru að sýna ör sín og segja
frá bardaganum, hvenær og hvar
það var.
Var þetta svo í raun? Ef til vill
var þýsku hermönnunum umhugað
um að sýna hinum erlenda gesti
sínar bestu hliðar, sanna að bar-
áttuvilji þeirra væri óbugaður. Ef
til vill lét gesturinn yfirborðið villa
um fyrir sér, dró of víðtækar
ályktanir af glaðlegum andlitum
einstakra hermanna og því hversu
skrafhreifir þeir voru. Hann dáðist
líka að því hve mikið var gert á
sjúkrahúsunum til að gera lífið
bærilegt fyrir hina hrjáðu menn.
Þar væru æfingasalir, handverks-
salir, nuddlækningar og böð. „En
það er sárt að sjá svo góðum
kröftum, svo miklum drengskap og
dugnaði varið til ónýtis í þessari
óhamingjusömu heimsstyrjöld.“
En sá sægur af vesalingum
Í Stríðinu mikla segir Gunnar Þór Bjarnason frá
heimsstyrjöldinni fyrri og áhrifum hennar á íslenskt
þjóðlíf í aðdraganda fullveldis. Sagan er rakin í texta
og grúa af ljósmyndum, íslenskum og erlendum.
Í kaflanum sem hér fer á eftir er sagt frá heimsókn
Steingríms Matthíassonar héraðslæknis til
Þýskalands í upphafi átakanna.
Ljósmynd/Mál og menning
Örkumlaðir Myndin er tekin á hersjúkrahúsi í Antwerpen, Belgíu.
Ljósmynd/Mál og menning
Ferðalangur Steingrímur Matthías-
son, læknir á Akureyri (1876–1948).