Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 49
49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
Loftsýn Ólofthræddur verkamaður gerir við loftnet í vetrarblíðu í Breiðholtinu og nýtur um leið fagurs útsýnis yfir höfuðborgina, Heiðmörkina og fjöllin sem gleðja augu borgarbúa.
Eggert
Fróðlegt er að fylgj-
ast með umræðunni í
kjölfar sigurs Donald
Trump í forsetakosn-
ingunum. Þrátt fyrir
að fréttaelítan hafi ver-
ið á móti honum, tveir
fyrrverandi forsetar
Repúblikana og stór
hluti stjórnmálaelít-
unnar þá vann hann
samt. Sagt var hve öm-
urlegt, illa menntað og fordómafullt
stuðningsfólk Trump væri, en annað
kom í ljós.
Donald Trump var kosinn forseti
með stuðningi meiri hluta hvítra
Bandaríkjamanna, jafnt kvenna sem
karla. Hann fékk fleiri atkvæði
spænskumælandi Bandaríkjamanna
en Romney sem var síðast í fram-
boði fyrir Repúblikana og vann fylki
sem Repúblikanar hafa ekki unnið í
30 ár.
Donald Trump lofaði að taka á
spilltri valdaelítu. Reynslan á eftir
að sýna hvort hann gerir það. Hann
talaði um breytta utanríkisstefnu,
sem heldur er ekki vanþörf á. Sam-
vinnu við Rússa sem er rétt greining
á því með hvaða hætti verður best
unnið gegn hryðjuverkaógninni.
Hann talaði um nauð-
syn þess að víkja frá
stefnu Bush jr. og
Obama, sem hefur leitt
til þess að Bandaríkin
hafa misst traust
bandamanna sinna.
Mótmæli brutust út
eftir að Trump var kos-
inn. Það er ekki í fyrsta
skipti sem úrslitum
forsetakosninga er
mótmælt. Þegar Ro-
nald Reagan var kos-
inn urðu mótmæli og
elítan taldi þá eins og nú að villi-
mennirnir hefðu brotið niður borg-
arhliðið og sett fávita í hásætið.
Fréttaelítan stimplaði Reagan sem
frambjóðanda Disneylands og sagði
að hann hefði verið kosinn vegna
ástar Bandaríkjamanna á fræga
fólkinu. Aðrir sögðu Reagan vera
öfgamann sem mundi hrinda af stað
þriðju heimsstyrjöldinni og valda
heimsendi.
Ronald Reagan reyndist einn
merkasti forseti Bandaríkjanna.
Hann nálgaðist málin með einföld-
um hætti og valdi úrvalsfólk sem
ráðgjafa sína. Hann sagði að Sov-
étríkin ættu heima á ruslahaugi
mannkynssögunnar og hann kom
þeim þangað. Reagan setti sér ein-
föld markmið í efnahagsmálum:
Lækka skatta, minnka regluverk,
láta ríkisstjórnina gera sem minnst
til að trufla ekki framfaravilja og
dugnað einstaklinganna. Hann var
sakaður um að reka glórulausa efna-
hagsstefnu en samt gekk þetta vel
og nýr tími velmegunar og aukinna
áhrifa Bandaríkjanna í heimsmálum
rann upp.
Reagan var gagnrýndur fyrir
hugsjónir sínar en enginn efaðist um
pólitíska einlægni hans. Hann talaði
skýrt út frá mótaðri pólitískri hug-
myndafræði.
Þetta er rifjað upp vegna þess að
viðbrögð ráðandi elítu voru að
mörgu leyti lík þegar Reagan var
kosinn og nú þegar elítan neitar að
sætta sig við kosningu Trump. Mis-
munur á Reagan og Tump er þó
margvíslegur og Reagan hafði víð-
tæka stjórnmálareynslu þegar hann
varð forseti eftir að hafa verið fylk-
isstjóri í Kaliforníu en Trump hefur
enga.
Þeir sem á annað borð vilja skoða
málin sjá að Trump bendir á ákveðin
sannindi sem full ástæða er til að
taka tillit til og bregðast við. Hann
sakar Kínverja um að halda gjald-
miðli sínum allt of lágum til að draga
úr samkeppnishæfni bandarískra
fyrirtækja. Hann segir að Evr-
ópuríkin noti Bandaríkin til að
greiða niður framlög þeirra til varn-
armála og hann gagnrýnir frelsi
fjármagnsins til að eyðileggja fyr-
irtæki í Bandaríkjunum og færa þau
þangað sem vinnuaflið fæst á þeim
lágmarkslaunum að hægt er að líkja
við nútíma þrælahald. Með því séu
atvinnutækifæri í Bandaríkjunum
eyðilögð og afkoma hundraða þús-
unda Bandaríkjamanna. Skrýtið að
vinstri elítan skuli gagnrýna þessa
skoðun Trump.
Trump virðist ekki hafa áhuga eða
þekkingu á pólitískri hugmynda-
fræði. Hvers vænta má af Trump er
því mun óræðara en það sem fólk
gat séð þegar Reagan var kosinn. Ef
til vill hefur Trump hæfileika til að
semja í allar áttir og ef til vill velur
hann góða ráðgjafa eins og Reagan
gerði. Hvað svo sem því líður þá
verður elítan að sætta sig við hann
og gefa honum tækifæri vilji hún
starfa með lýðræðislegum hætti.
Því fór fjarri að Donald Trump
væri sá frambjóðandi í forkosn-
ingum Repúblíkana sem ég vildi sjá
sem forseta, en hann hefur að
mörgu leyti komið á óvart eftir að
hann sigraði og hikar t.d. ekki við að
óska eftir aðstoð fólks sem gagn-
rýndi hann og/eða var andstæðingar
hans. Vonandi tekst honum að ná til
sín hæfasta fólkinu til að þjónusta
bandarísku þjóðina undir sinni
stjórn. Vonandi tekst honum líka að
deila valdinu eins og Reagan gerði,
en það reyndist einstaklega vel
vegna hæfileika þeirra sem valdinu
var deilt til.
Þegar Reagan var sakaður um
það að deila valdinu um of og gera of
lítið sjálfur sagði hann: Það kann að
vera rétt að mikil vinna skaði engan,
en mér finnst engin ástæða til að
taka áhættuna. Donald Trump verð-
ur valdamesti maður heims og það
liggur mikið við að honum takist vel
til. Lengi skal manninn reyna og
vinstri elítan ætti að forðast að
dæma hann fyrirfram en leggja
þeim mun meiri rækt við að gaum-
gæfa hnignun Bandaríkjanna undir
stjórn þeirra Bush-feðga, Bill Clin-
ton og Obama. Slæmur má Trump
verða ef hann slær út þá hersingu.
Eftir Jón
Magnússon »Trump virðist ekki
hafa áhuga eða þekk-
ingu á pólitískri hug-
myndafræði. Hvers má
vænta er því mun óræð-
ara en þegar Ronald
Reagan var kosinn.
Jón Magnússon
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Brutu villimennirnir borgarhliðið?