Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 úr vegi en hann tilkynnti sl. mánu- dag, að hann myndi sækjast eftir út- nefningu Sósíalistaflokksins. Úr 5,6% fylgi í ráðherrastól Uppgangur Valls, sem er spænsk- ur innflytjandi frá Katalóníu, þykir annars athyglisverður. Í prófkjöri sósíalista fyrir fimm árum hlaut hann einna lakasta útkomu, eða að- eins 5,6% fylgi. Gerðist hann eftir það talsmaður Hollande sem launaði honum greiðann með því að gera hann að innanríkisráðherra eftir kosningar. Tveimur árum seinna, 2014, var hann svo orðinn forsætis- ráðherra. Talið hafði verið að Valls myndi ekki sækjast eftir framboði nú í ljósi lítils fylgis stjórnarflokks- ins, heldur spara sig fyrir 2022. Segja má að kringumstæður hafi kallað á framboð hans sem sterks leiðtoga flokksins því hverfandi líkur þykja á því að keppinautar hans í prófkjörinu muni smala miklu fylgi. Hvernig honum tekst til á næstu vikum og mánuðum vilja fæstir spá um en Parísarblaðið Le Parisien sagði á forsíðu að hans biði „óvinn- anlegt verk“. Áður en hann gæti lát- ið sig dreyma um árangur í kosning- unum í vor þurfi hann að ná vinstrimönnum saman í eina fylk- ingu. Það segir blaðið vera gríðar- lega umfangsmikið verkefni og erf- itt. Fjölmiðlar sögðu til að mynda eftir þá ákvörðun Hollande að bjóða sig ekki fram að hann skildi vinstri- öflin eftir í tætlum. Kaþólska dag- blaðið La Croix segir hann hafa steypt vinstriflokkunum í mikla óvissu. Blaðið hrósaði honum þó fyr- ir að draga sig í hlé og sagði hann hafa gert það „með reisn“. Vinstri- blaðið Liberation sagði að „sann- færður um að framboð hans myndi bitna enn frekar á vinstriöflunum og kalla skaðvænlegar deilur yfir lands- menn gafst Hollande upp“. Segja fréttaskýrendur forsetann hafa loks áttað sig á því hvernig hon- um hefði misheppnast á valdastóli og vinstriöflin væru í molum af þeim sökum. Hefði hann lagt gríðarlega mikið undir með þátttöku í prófkjöri vinstriaflanna. Ósigur þar, eins og flest þótti benda til, hefði þýtt að hann hefði orðið að segja strax af sér og víkja af forsetastóli rúmum þrem- ur mánuðum fyrir forsetakosning- arnar sjálfar. Af öllu vondu hefði það verið það versta sem fyrir Hollande gat komið. Það stríddi sterklega gegn Hol- lande varðandi framhaldið að hann hefur verið rúinn trausti. Í könnun- um í haust voru þeir sem enn báru traust til hans í starfi aðeins 4%. Hafði stuðningur við Hollande fjarað jafnt og þétt út allt frá 2012 og hefur enginn forseti í sögu fimmta lýðveld- isins, eða í rúma hálfa öld, verið jafn fylgisfár. Um tíma reis hann þó í mælingum, í framhaldi af hryðju- verkunum í París í fyrra. Hann þótti halda vel á málum í framhaldi af þeim en sú sæla átti þó eftir að verða skammvinn. Hægriblaðið Le Figaro segir að helsta viðfangsefni Valls á næstunni verði að draga úr spennu og sundur- þykkju innan Sósíalistaflokksins sem hann hafi sjálfur stuðlað að. Blaðið segir hann þó alltjent vera „hinn sterka mann veikburða vinstriafla“. Talsmaður François Fillon segir það engu breyta um andstæðingana þótt Valls verði for- setaefni. „Það skiptir engu þó Valls fari fram, hann er einn helsti hand- verksmaður afrekaskrár stjórnar Hollande, hann var forsætisráð- herra hans,“ segir Florence Portelli. Blaðið Le Monde fjallaði um ákvörðun Hollande undir yfirskrift- inni „Játar að hafa misheppnast“. Líkur á niðurlægingu af völdum póli- tískrar fjölskyldu sinnar hafi greini- lega verið honum óbærileg tilhugs- un. Það fjaraði enn frekar undan Hollande í skoðanakönnun Kantar Sofres Onepoint sem birt var tveim- ur dögum eftir prófkjör mið- og hægrimanna. Spurt var hvern við- komandi myndi kjósa í forsetakosn- ingunum ef þær hefðu farið fram þann daginn. Aðeins 8,5% nefndu Hollande, sem hafnaði í fimmta sæti. 31% sagðist ætla að kjósa Fillon og 25% Le Pen. Í seinni umferðinni myndu 66% atkvæða koma í hlut Fil- lons og 34% í hlut Le Pen. Önnur könnun daginn áður var á sömu nót- um. Munurinn þó minni á Fillon og Le Pen eða 26% gegn 24%. Emm- anuel Macron var með 14%, Jean- Luc Melenchon 13%, Hollande 9% og Francis Bayrou 6%. Valls á sprengjusvæði? Ef til vill er ekki öll nótt úti enn fyrir Hollande. Stefni allt í að Valls mistakist að sameina vinstrimenn og flykkja þeim að baki sér segja stjórnmálaskýrendur þann mögu- leika enn vera fyrir hendi að Hol- lande skipti um skoðun og fari fram. Kannski langsóttur möguleiki og fyrst þyrftu vinstrimenn að reyna að sameinast um einn kandídat. Af þeim sökum segist Jean-Christophe Cambadélis, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, ætla að freista þess af öllu mætti að telja þá Emm- anuel Macron og Jean-Luc Melen- chon á að taka fremur þátt í próf- kjöri vinstriflokkanna en fara fram undir eigin merkjum í kosningunum. Hingað til hafa báðir afskrifað að verða við því. „Ég ætla að skrifa þeim bréf því ég held að með þrjá frambjóðendur af vinstrivængnum sé öruggt að við töpum forsetakosningunum,“ sagði Cambadelis í gær. Franskir kjósendur veittu Hol- lande brautargengi 2012 vegna lof- orða hans um að lagfæra stöðu efna- hagsmála og að gæða atvinnulífið nýjum þrótti. Fimm árum síðar er hann á útleið við jafnvel verra ástand en hann tók við. Eftirlætur hann því eftirmanni sínum á forseta- stóli að lappa upp á sakirnar. Leiðtoginn óvinsæli getur þrátt fyrir allt eignað sér að nokkru leyti að hafa komið böndum á efnahags- lega afturför eftir fjármálakreppuna 2008-2009 bætt stöðu ríkisins. Það eru kjósendum hins vegar gífurleg vonbrigði að honum hefur mistekist í þeim kosningaloforðum sínum að koma á hagvexti og draga úr at- vinnuleysi, sem aukist hefur í rúm- lega 10%. Sömuleiðis að heimilin skyldu sitja uppi með það hlutverk að loka fjárlagagapinu. Í stjórnartíð sinni hefur Hollande nefnilega lagt rúmlega 50 milljarða evra viðbótar- skatta á landsmenn. Er skattbyrði hvergi meiri í Evrópu eða 47,9% af vergri þjóðarframleiðslu. Að sögn Xavier Ragot, framkvæmdastjóra hugveitunnar OFCE í París, þarf næsti forseti að hafa umbætur í ríkisfjármálunum efst á verkefna- lista sínum. „Við þurfum á gagnger- um umbótum að halda til einföldun- ar skattkerfisins, með álagningarhlutföllum sem allir skilja og hann þarf að beita öðrum með- ulum eins og opinberum fjárfesting- um svo að gagni í fjárlagastefnunni,“ segir Ragot. Sigur Le Pen yrði þungt högg David Cameron, fyrrverandi for- sætisráðherra Breta, sagði að það yrði afar þungt högg fyrir Evrópu- sambandið (ESB) kysu Frakkar Marine Le Pen yfir sig í forseta- kosningunum í vor. Vísaði hann til uppgangs „kerfisfjandsamlegra lýð- skrumara“, og öfgaflokka í Vestur-- Evrópu undanfarið. Sú þróun kallaði á nauðsyn „alvöru leiðréttingar á stefnunni“ til að leysa núverandi efnahags- og félagslegar ögranir. Komast yrði rækilega til botns í því hvað valdið hefði þeirri þróun sem orðið hefði í Evrópu og umheiminum á rúmu ári. Þjóðaratkvæðið á Ítalíu sl. sunnudag hefur orðið vatn á myllu Le Pen. Hún segir niðurstöð- una þar vera lexíu fyrir Frakka um hættur þess að fylgja aðhaldsað- gerðum ESB í blindni. Sagði hún við blasa að François Fillon myndi feta sömu leið og Matteo Renzi yrði hann kjörinn forseti í maí nk. Hugmynda- fræði Fillons endurspeglaði þanka- gang Renzis og því væri hann hættu- legur frönsku þjóðinni, eins og hún komst að orði. Stjórnmálaskýrendur segja Le Pen hafa ástæðu til að óttast Fillon þar sem íhaldssemi hans og afstaða hans til sambúðarinnar við múslíma og innflytjenda höfði til stórs hluta kjósenda Þjóðfylkingarinnar. Skoð- anamælingar síðustu daga þykja benda ótvírætt til þess og að próf- kjörssigur Fillons hafi komið Le Pen í opna skjöldu. Viðbrögð hennar eftir prófkjör Lýðveldisflokksins þykja benda til þess að hún hafi annaðhvort ekki bú- ið sig undir að Fillon gæti sigrað í því, eða sigurinn hafi komið henni í opna skjöldu. Í stað þess að hafa virst eiga möguleika á sigri í alla vega fyrstu umferð forsetakosning- anna er sá möguleiki úr sögunni, samkvæmt skoðanakönnunum. Lykilráðgjafi Sarkozys í Elysee-höll, Patrick Buisson, segir að Le Pen eigi engan möguleika á sigri í vor, ekki vegna stefnumála sinna heldur þess, að vörumerkið Le Pen sé enn of eitrað í hugum fransks almenn- ings. Hann spáir því að flokkur hennar geti klofnað í tvennt eftir kosningar, milli norðurs og suðurs. Að undanförnu hafi hart verið tekist á innanflokks um miðstýringu Le Pen á flokknum og frjálslynda efna- hagsstefnu hennar. Inn í pólitískt sólsetur Að mörgu leyti er Fillon óska- keppinautur fyrir vinstrimenn sakir íhaldssemi sinnar og aðdáunar á Margaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands. Hvað sem því líður þá benda fylgismælingar til að minni líkur séu á því en meiri nú að forsetaefni vinstriaflanna komist í seinni umferð kosninganna, 7. maí nk. Foringjarnir þrír sem í upphafi eru nefndir eru nú á leið inn í póli- tískt sólsetur, eftir hin sögulegu kaflaskipti í lífi þeirra og fimmta lýð- veldisins. Slegið var svo harðri hendi á pólitískan metnað þeirra að þeir sögðust myndu draga sig út úr landsmálapólitíkinni. Hollande mun sitja áhrifalítill í Elysee-höll fram í maí. Sarkozy sagðist myndu draga sig úr sviðsljósinu og njóta meiri ró- legheita með fjölskyldunni í framtíð- inni. Juppé sagði að eftir 40 ára þjónustu í þágu Frakklands er fært hefði honum bæði gleði og sársauka væri leikurinn flautaður af. Fordæmalaust stjörnuhrap  Á 11 daga tímabili í lok nóvember og byrjun desember var fótunum kippt undan þremur af helstu stjórnmálamönnum Frakklands, Nicolas Sarkozy, Alain Juppé og François Hollande AFP Umdeild Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, í hópi íbúa frönsku eyjarinnar Mayotte í Ind- landshafi. Le Pen er talin líkleg til að keppa við François Fillon í síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi. AFP Vonbrigði Alain Juppé ræðir við blaðamenn eftir að hafa kosið í forkosn- ingum Lýðveldisflokksins þar sem hann beið lægri hlut fyrir Fillon. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Tíu síðustu dagar nóvembermánað- ar og sá fyrsti í desember fara í póli- tíska annála í Frakklandi. Á því stutta tímabili var fótunum kippt undan þremur af helstu stjórnmála- mönnum landsins, Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta, Alain Juppé, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóra í Bordeaux, og Franç- ois Hollande forseta. Þeir tveir fyrstnefndu voru lagðir að velli í prófkjöri mið- og hægrimanna og fjórum dögum seinna, 1. desember, lét Hollande undan þrýstingi flokks- manna sinna og tók fyrir að sækjast eftir endurkjöri næsta vor. Stjörnuhrap af þessu tagi hefur aldrei áður átt sér stað í sögu fimmta lýðveldisins sem Charles de Gaulle stofnaði 4. október árið 1958. Þá hef- ur það heldur ekki gerst á þessu 58 ára tímabili að forseti hafi ekki sóst eftir endurkjöri. Meðal helstu spurninga manna á meðal í fram- haldi af prófkjöri Lýðveldisflokksins og upplausn á vinstrivængnum er hvort öruggt sé að François Fillon vinni forsetakosningarnar að vori og taki við húsbóndavaldi í Elysee-höll. Miðað við skoðanakannanir eru allar líkur til þess. Stjórnmálaskýrendur segja það hins vegar allsendis óvíst og benda á misheppnaðar forspár Brexit, vegna bandarísku forseta- kosninganna og nú síðast niðurstöðu prófkjörsins franska. Aldrei virtist Fillon eiga möguleika í þeim fyrr en á lokametrunum, eftir kappræður frambjóðendanna í sjónvarpssal. Fillon stendur best að vígi Miðað við tvær skoðanakannanir sem birtar voru að kvöldi seinni dags prófkjörsins stendur Fillon best að vígi. Hann er sá sem aðrir frambjóð- endur þurfa að vinna í kosningunum, sem fram fara 23. apríl og 7. maí. Til að geta hrundið stefnu sinni í fram- kvæmd þarf hann á þingmeirihluta halda en til þings verður kosið 11. og 18. júní. Þessar kannanir sýndu að Fillon myndi leggja Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, að velli með miklum yfirburðum, eða 67% atkvæða gegn 33%. Stjórnmálaskýrendur benda þó á, að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar á næstu fimm mánuðum og Le Pen verði ekki auðveldlega slegin út af laginu. Hún eigi eftir að kynna stefnu sína og hefja í raun kosninga- baráttu sína. Dæmin með Trump og Brexit muni örva hana til dáða, svo og úrslit þjóðaratkvæðisins á Ítalíu sl. sunnudag. Ljóst þykir að hún hefði fremur kosið hinn hófsamari Alain Juppé en harðlínu- og íhalds- manninn Fillon. Hún muni þó eftir sem áður geta brúkað gamalkunnan áróður lýðskrums og fjandskapar í garð stjórnmálaelítunnar með góð- um árangri og gegn hnattvæðingu, svo eitthvað sé nefnt úr vopnabúri hennar. Fillon sé henni ákjósanlegt skotmark þar sem hann hefur haft stjórnmál að ævistarfi og er fyrrver- andi forsætisráðherra. 69% líkur á sigri Fillon Að mati veðmangara eru nú sem stendur 69% líkur á sigri Fillons 7. maí næstkomandi en líkur Le Pen eru metnar 30%. Álitsgjafar segja hann geta að talsverðu leyti þakkað glundroðanum í Sósíalistaflokknum þetta mikla skor. Þar er allt upp í loft og frambjóðandi flokksins við forsetakosningarnar ekki valinn fyrr en í janúarlok. Lengi hafði verið beð- ið eftir forsetanum að ákveða sig en hann tilkynnti svo óvænt í síðustu viku að hann myndi ekki sækjast eft- ir endurkjöri. Þar með var helstu hindrun Manuels Valls forsætisráðherra rutt  SJÁ SÍÐU 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.