Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 PRJÓNABÓKIN LOPI 36 ER KOMIN TILBOÐ Á LOPA GILDA TIL 9. DESEMBER - Tilvalið gjafakort Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudaga www.FJARDARKAUP.is 20% afsláttur af Léttlopa 20% afsláttur af Álafosslopa 10% afsláttur af Lopabók nr.36 50% afsláttur af öllum eldri lopabókum Prjónabókin Lopi 36 er komin í verslunina. Í bókinni eru 19 nýjar og ferskar uppskriftir á alla fjölskylduna. 10 heppnir viðskiptavinir fá bókina að gjöf. Peysurnar eru hannaðar af Védísi Jónsdóttur, Bergrósu Kjartansdóttur og G. Dagbjörtu Guðmundsdóttur. Sjón er sögu ríkari! Heitt á könnunni. Snertilausar greiðslur ÁLAFOSSLOPI verð áður 498 kr./dk. LÉTTLOPI verð áður 295 kr./dk. 398 kr./dokkan 236 kr./dokkan Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það hafa ekki allir kjark til að elta drauma sína, segja upp stöðugri vinnu og skella sér í nám á sextugs- aldri og þar að auki nám þar sem meðalaldurinn er um 25 ár. En kjarkinn hafði Kristján Þór Ingvars- son, 51 árs, sem stundar nú nám í kvikmyndatækni sem Tækniskólinn býður upp á í samstarfi við Stúdíó Sýrland. „Ég finn engan aldursmun á mér og hinum í bekknum en ég sé stund- um öfundarglampa í augum jafn- aldra minna, að ég skuli hafa látið vaða og fylgt draumnum,“ segir Kristján kankvís. „Auðvitað tekur þetta á, ég er tekjulaus á meðan ég er í námi en þá er bara að láta það ganga. Ég vil frekar taka á því svoleiðis en að vera í einhverju starfi sem ég hef ekki gaman af. Ég er menntaður raf- eindavirki en hef alltaf unnið við tölvur síðan ég útskrifaðist á níunda áratugnum. Ég var búinn að fá nóg af tölvuvinnunni og fannst hún orðin leiðinleg. Ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera og sá þá kvik- myndatækninámið auglýst og hugs- aði með mér að nú væri tími til kom- inn að fara aftur í skóla. Ég sé ekki eftir því, þetta nám er búið að gefa mér annað líf, það er allt orðið svo gaman aftur.“ Kristján hefur alltaf haft áhuga á kvikmyndatöku og dundað sér við ýmislegt henni tengt í gegnum tíð- ina. „Minn staður er settið þegar verið er að taka upp, ég er búinn að finna minn flöt þar. Ég sé fullt af starfstækifærum eftir námið og veit að það opnar fullt af möguleikum. Kvikmyndageirinn á Íslandi er orð- inn töluvert stór og með þetta nám í farteskinu er hægt að hoppa inn í flest verkefni og þá er ég líka að tala um á sjónvarpsstöðvum.“ Nemendur verða að taka þátt Kvikmyndatækninámið skiptist í verklegt og bóklegt og hafa nem- endur fengist við ýmislegt, m.a tóku þeir upp útskriftaverkefni listnema í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Það var gert með nemendum í hljóð- tækninámi sem einnig er boðið upp á hjá Sýrlandi og Tækniskólanum. Kristján segir að helsti kosturinn við námið sé að það byggist á því að nemendur taki þátt og sæki sér verkefni, láti ekki bara mata sig, og þá hafi þeir aðgang að mjög góðum búnaði í skólanum. Kvikmyndatækninámið er fjórar annir í einni lotu og telur bekkur Kristjáns tíu manns. Núna vinnur bekkurinn við að taka upp tónleika sem nemendur í hljóðtæknináminu standa fyrir. Einnig vinna þeir að út- skriftarverkefnunum sínum, en síð- asta önnin, sem er eftir áramót, fer í fínvinnu á því. Kristján vinnur að stuttmynd sem fjallar um konur sem búa í sama stigagangi, önnur er alin upp í strangri kristinni trú og hin er stoltur múslimi og starfar sem þyrluflugmaður. Á milli þeirra myndast neisti og þær drýgja stærstu synd beggja trúarbragð- anna á einni kvöldstund. Reddaði þyrlu auðveldlega Kennarar í náminu eru allir úr bransanum og vinna nemendur loka- verkefnið með aðstoð þeirra. „Kenn- arinn í framleiðsluhlutanum greip um höfuð sér þegar hann sá að ég er með þyrlu í stuttmyndinni og spurði hvernig ég ætlaði að fara að því að fá eina slíka, en ég er búinn að fá lán- aða þyrlu,“ segir Kristján og hlær. Hann byrjar tökur í janúar en bekkurinn hjálpast allur að við verk- efnin og er Kristján nú þegar búinn að vera á tökuvélinni hjá tveimur öðrum. Spurður hvað taki við að loknu námi segist hann stefna að því að vinna í kvikmyndabransanum. „Það er ekki spurning að ég ætla inn í þennan geira og að fara með stutt- myndina mína eitthvað lengra. Ég á ekki eins mikinn tíma eftir í þessu jarðlífi og hinir í bekknum svo það er eins gott að gera þetta almennilega strax,“ segir Kristján kátur. „Það er allt orðið svo gaman aftur“  Kristján Þór Ingvarsson stundar nám í kvikmyndatækni hjá Stúdíó Sýrlandi og Tækniskólanum  Lét gamlan draum rætast þegar honum fannst orðið leiðinlegt í vinnunni  „Minn staður er settið“ Morgunblaðið/Golli Í skólanum Kristján Þór Ingvarsson lét gamlan draum rætast og nemur nú kvikmyndatækni hjá Stúdíó Sýrlandi og Tækniskólanum. Hann stefnir á að vinna við fagið eftir útskrift í vor, en námið er fjórar annir sem ná yfir rúmt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.