Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða starfsmann? „Verði þetta að lögum verður þetta gríðarlegt áfall. Þetta mun hafa geig- vænlegar afleiðingar fyrir alla starf- semi Landhelgisgæslunnar,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, í samtali við mbl.is í gær um fjárveitingar til stofnunar- innar miðað við tillögur í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2017. Georg sagði Landhelgisgæsluna hafa orðið fyrir verulegum tekju- bresti á yfirstandandi ári og þannig yrði það áfram á næsta ári. Óskað var eftir 300 milljóna króna auka- framlagi til viðbótar við framlag árs- ins 2016 en það fæst ekki miðað við fjárlagafrumvarpið. „Tekjurnar sem við verðum af eru um 700 milljónir þannig að það er mjög auðvelt að sjá að við erum í miklum vanda.“ Georg greindi frá því að niður- skurður hjá Landhelgisgæslunni hefði verið um 30% frá árinu 2009, sem samsvarar um 1.200 milljónum. Til að fylla aðeins í það gat hefur stofnunin aflað sértekna með vinnu í útlöndum og notað til þess gömlu skipin sín. Þau eru aftur á móti ekki lengur tæk í þau verk vegna þess hve gömul þau eru orðin og því verður stofnunin af í það minnsta 700 millj- ónum króna á næsta ári. „Til þess að halda úti lágmarksþjónustu óskuð- um við eftir 300 milljónum en verði þetta að lögum þýðir það í raun að við föllum fram af ákveðinni brún. Við erum búin að vera á línunni í langan tíma en þetta ýtir okkur fram af þessari brún.“ Afleiðingarnar yrðu þær að ekki yrði unnt að gera út varðskip nema hluta árs og allt bendir til þess að stofnunin þurfi að skila einni af þremur þyrlum sem hún hefur til umráða. „Þetta þýðir á mannamáli að Landhelgisgæslan er ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björg- unarkeðju þessa lands,“ sagði Georg. „Geigvænlegar afleið- ingar“ fyrir Gæsluna  Georg Lárusson segir óbreytt fjárframlög stóralvarlegt mál Fjárlagafrumvarp 2017 Ýmis útgjöld og tekjur Viðmiðunarfjárhæðir barnabóta hækka um 3% Tekjuskattur einstaklinga á að skila 14,5milljörðum hærri tekjum Rekstrarframlög til Landspítala hækka um 4,1milljarð 351milljónar hækkun á samstarfi um öryggis- og varnarmál Greiðslur til atvinnu- leysisbóta lækka um 2,5milljarða við lækkun atvinnuleysis Bætur almannatrygginga hækka um 7,5% 1. janúar Fjárheimild vegna viðhalds Landspítala hækkar um 250milljónir Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra hækkar um 4,7% Gistináttaskattur hækkar um 200 kr. 1. september Fjárheimild til eflingar löggæslu hækkar um 236,6milljónir 500milljóna kr. hækkun vegna móttöku og þjónustu við hælisleitendur 350milljóna kr. hækkun til styrkingar á rekstri framhaldsskóla Veiðigjald lækkar um 2,2milljarða Tryggingagjald á að skila 90,8milljörðum Rekstrarframlög ríkisins hækka um 24,4milljarða Almennt gjald fyrir útgáfu vegabréfa hækkar um 2.050 kr. Vaxtagjöld ríkissjóðs lækka um 3,3milljarða frá gildandi fjárlögum Stórfelldar breytingar hafa orðið á skuldastöðu ríkissjóðs. Hámarki náðu þær árið 2011 þegar hlutfall þeirra af vergri landsframleiðslu var 86% og fyrir tveimur árum, eða í árslok 2014, námu skuldir ríkissjóðs 1.492 milljörðum kr. Í lok síðasta árs var nafnvirði skulda komið niður í 1.340 milljarða kr. og 61% af lands- framleiðslu. Gert er ráð fyrir að hlutfall heild- arskulda ríkissjóðs verði undir 50% núna í lok yfirstandandi árs og að því stefnt að á næsta ári fari skuld- irnar niður í rúma eitt þúsund millj- arða og verði 39% af landsfram- leiðslu. Heildarskuldirnar lækki þar með um 140 milljarða á næsta ári. Gangi það eftir nemur samanlögð lækkun skulda ríkissjóðs um 488 milljörðum kr. á þremur árum. Útlit er fyrir að á yfirstandandi ári lækki skuldir ríkissjóðs um 200 milljarða. Stefnt er að því að A-hluti ríkissjóðs greiði langtímaskuldir sínar niður um samtals 330 millj- arða á yfirstandandi ári og því næsta. Uppgreiðslu skulda á að fjár- magna með stöðugleikaframlögum og með því að ganga á handbært fé og er reiknað með að stöðugleika- framlög verði nýtt til að greiða nið- ur skuldir um 105 milljarða á kom- andi ári. Arion banki seldur 2017 Í greinargerð fjárlagafrumvarps- ins segir um þessi skuldalækkunar- áform að forsenda þess að þau gangi eftir séu, að Arion banki verði seld- ur fyrir árslok 2017 og að ríkis- sjóður fái í framhaldinu að fullu greitt skuldabréf sem Kaupþing gaf út í tengslum við stöðugleika- framlög með veði í hlutafé Arion banka. Gangi sú sala ekki eftir mun þurfa að taka þessi skuldalækkunar- áform til endurskoðunar. En vaxtakostnaðurinn er enn hár og verulega íþyngjandi fyrir ríkis- sjóð. Í frumvarpinu er bent á að stærstur hluti lána ríkissjóðs er í krónum og hefur það veruleg áhrif á hversu hár vaxtakostnaður ríkis- sjóðs er. Vaxtagjöld ríkisins voru um 79 milljarðar árið 2015 og er áætlað er að þau nemi 69 milljörðum 2017. omfr@mbl.is Lækkun skulda um 488 milljarða á þremur árum  Sala Arion banka fyrir árslok 2017 ein af forsendum skuldalækkunaráforma Morgunblaðið/Eggert Ríkisfjármál Skuldir lækka ört en vaxtakostnaðurinn er enn hár. Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, segir fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár vera gífurleg vonbrigði og í rauninni algjörar hamfarir. Í frumvarpinu kemur fram að Landspítalinn fær 3,9 milljörðum meira í framlög á næsta ári en í ár. Heildarframlög til spítalans verða tæplega 59,3 milljarðar króna. Páll segir að um þrír milljarðar af þessum tæplega fjórum fari í launa- hækkanir og verðlagsuppbætur. „Það eru samt að koma 800 milljónir inn en á móti kemur að sú þörf sem við höfum rætt um er allt að 12 millj- arðar króna, ef fjármagna ætti rekstur, innviði, menntun og mann- auð og vísindi á fullnægjandi hátt.“ „Jafnvel þótt við frestum öllu sem ekki er bráðnauðsynlegt þá er eftir gat sem við þurfum að hagræða á móti upp á 5,3 milljarða. Þar vega mest 1.400 milljóna króna halli sem stefnir í á þessu ári og flyst með okk- ur, 1.400 milljónir aftur á næsta ári, vegna sömu þátta, kostnaðarauki vegna áframhaldandi sívaxandi verkefna, fyrst og fremst tengdum fjölgun og öldrun þjóðarinnar, sem við áætlum 2.100 milljónir króna, byggt á reynslu síðustu ára.“ Páll segir ljóst að stjórnmálamenn hafi ekki verið að hlusta á um- ræðuna í samfélaginu um fjárþörf Landspítalans og vísar meðal annars til úttektar erlendra ráðgjafa. Landspítalinn þarf 12 milljarða til viðbótar Auka á fjárheim- ild til áframhald- andi átaks til eflingar lög- gæslu í landinu um 236,6 millj- ónir kr. í fjár- lagafrumvarp- inu. Fénu á að úthluta til ein- stakra embætta, á grundvelli greiningar á þjónustu- og öryggis- stigi löggæslu í landinu. Fram kemur að fjárheimild til ríkislögreglustjóra verður aukin um 111,5 milljónir til að standa undir rekstri menntunar- og starfsþróunarseturs lögreglunnar í tengslum við áhrif tilfærslu lög- reglumenntunar upp á há- skólastig. Fjárheimild til embættis lög- reglunnar á Suðurnesjum er aukin um 232 milljónir kr. til að mæta fjölgun landamæravarða og auk- inni löggæslu á Keflavíkurflugvelli vegna fjölgunar ferðamanna. 236 millj- ónir til eflingar löggæslu  111 millj. til mennt- unar og starfsþróunar Veita á 300 milljónir króna af út- gjaldasvigrúmi vegna ferðamála í fjárlagafrumvarpinu til að koma á fót flugþróunarsjóðum svo koma megi á reglulegu milli- landaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði. Er það rökstutt með því markmiði að aukin dreifing ferðamanna stuðli að minnkandi álagi á ásetna áfangastaði. Gert er ráð fyrir að sjóðirnir verði tveir, annars vegar Mark- aðsþróunarsjóður og hins vegar Áfangastaðasjóður. Veita á einnig 510 milljónir til eflingar Framkvæmdasjóðs ferða- mannastaða. Koma á reglulegu millilandaflugi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flug Farþegaþotur á Akureyrarflugvelli. Frumvarp til fjárlaga 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.