Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 96
96 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
Díana Rós A. Rivera
dianarosarivera@gmail.com
Söngkonan Stína Ágústsdóttir fagn-
ar útgáfu plötu sinnar Jazz á ís-
lensku með tónleikum í Kaldalóni í
Hörpu 11. desember kl. 20. Þetta
er þriðja plata söngkonunnar og
samanstendur af sígildum djass-
lögum á íslensku. Textana samdi
Stína en fékk hjálp við yfirlestur á
þeim frá skáldinu Þórarni Eldjárn.
Með Stínu á tónleikunum leika Sig-
urður Flosason saxófónleikari,
Anna Gréta Sigurðardóttir píanó-
leikari, Einar Scheving trommari
og Þorgrímur Jónsson bassaleikari.
Missti röddina um tíma
Aðpurð hvaðan titill plötunnar
komi segir Stína hann að hluta til-
vitnun í plötu sænska píanóleik-
arans Jan Johansson, Jazz på
svenska, en sænska þjóðlagið „Visa
från Utanmyra“ kemur fyrir á þeim
báðum. Hugmyndin að plötunni hafi
svo orðið til í framhaldi af heiðurs-
tónleikum Monicu Zetterlund sem
Stína tók þátt í, en Zetterlund söng
mikið af djasslögum á sænsku.
„Það er til djass á íslensku en ekki
ógrynni af honum og e.t.v. ekki
heldur í þessu samhengi. Það er
meira til af nýrri og meira módern
djasstónlist á íslensku,“ segir Stína.
Ýmislegt gekk á við tilurð plöt-
unnar en til stóð að taka plötuna
upp í maí á þessu ári þegar hætta
þurfti við allt saman vegna þess að
Stína var lögð inn á sjúkrahús. „Ég
er með gigtarsjúkdóm sem blossaði
svakalega upp rétt fyrir upptök-
urnar og þremur dögum fyrir áætl-
aða brottför gat ég hvorki gengið,
klætt mig sjálf né séð um mig,
börnin eða nokkuð annað. Ég var
lögð inn á sjúkrahús í nokkra daga
og hef eiginlega verið í endurhæf-
ingu síðan þá. Ég missti líka rödd-
ina í kjölfarið og þurfti að hvíla
hana og þjálfa upp á nýtt.“ Hún
segir röddina ekki hljóma eins og
hún gerði áður, sem sé í sjálfu sér
ekki slæmt en það endurspeglist á
plötunni. Þar komi án efa fram til-
finningar sem hefðu ekki gert það
annars.
Alltaf stuð á tónleikum
En hvernig kom samstarfið við
Þórarin Eldjárn til?
„Mig vantaði hjálp við að fín-
pússa textana og fá þá yfirlesna.
Ég velti lengi fyrir mér hver gæti
hjálpað mér við það og leitaði fyrir
mér á nokkrum stöðum en var ekki
ánægð.“ Stína segir Þórarin vera
uppáhaldsskáldið sitt og að hún hafi
lesið ljóðabækurnar hans mikið en
henni hafi ekki dottið í hug að hann
mundi nokkurn tímann líta við
krotinu hennar. Hún hafi samt
ákveðið að senda honum tölvupóst
og fengið mjög vinalegt svar til
baka og samstarfið hafi verið ein-
falt og áreynslulaust og gengið
mjög vel.
Eins og áður sagði verður Stína
með útgáfutónleika í Hörpu 11.
desember og segir hún tónleika-
gesti mega eiga von á fjölbreyttu
og skemmtilegu prógrammi. „Svo
verð ég með innskot á milli laga
sem verða án efa ófyndin og óvið-
eigandi, en ég verð allavega í fal-
legum kjól og tónlistarfólkið sem
spilar með mér er í heimsklassa.
Þótt ég segi frá sjálf er alltaf stuð
á tónleikum með mér.“
Stína segist stefna ótrauð áfram í
tónlistinni. „Það hlusta allir á tón-
list og minn tilgangur með henni er
að gera fólki það mögulegt.“ Hún
bætir við að um þessar mundir sé
hún í verkefni sem heiti Björkologi,
sem séu Bjarkarlög í djassbúningi,
og að hún sé nýkomin kom heim úr
tónleikaferðalagi um Norður-
Svíþjóð. „Það gekk alveg svakalega
vel og við fengum frábæra dóma í
blöðum. Með mér í því verkefni eru
Anna Gréta, Max Schultz gítarleik-
ari, Sebastian Ågren og Josef
Karnebäck. Þetta er svo frábært
tónlistarfólk að mér finnst næstum
svindl að ég fái að syngja með
þeim.“
Hún segist vera að semja mikið
sjálf auk þess sem hún semji texta
fyrir aðra. „Svo er maður alltaf að
syngja hér og þar með hinum og
þessum, eins og gengur og gerist í
djassheiminum. Ég syng líka dans-
tónlist sem er spiluð á nætur-
klúbbum og hef gert kvikmynda-
tónlist o.fl. en djassinn er í
aðalhlutverki eins og er.“
„Djassinn í
aðalhlutverki“
Stína Ágústsdóttir fagnar plötunni Jazz á íslensku í Hörpu á
sunnudag Er nýkomin heim úr tónleikaferðalagi í Norður-
Svíþjóð Vinnur að því að koma lögum Bjarkar í djassbúning
Tilgangur „Það hlusta allir á tónlist
og minn tilgangur með henni er að
gera fólki það mögulegt,“ segir
söngkonan Stína Ágústsdóttir.
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
Valin besta nýja
vara ársins,
Nordbygg 2016
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og
framleidd í Svíþjóð.
Jólaskeið ERNU 2016 og
servíettuhringur ársins
Íslensk hönnun og smíði síðan 1924
ERNA
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
GULL- OG SILFURSMIÐJA
Verð 12.500,-
Verð 21.500,-
BakhliðSkeiðin er hönnuð af
Ragnhildi Sif Reynisdóttur,
gullsmið og hönnuði
Vínylplötur seljast betur en nokkru
sinni fyrr í Bretlandi en í síðustu
viku fór vínylsala fram úr sölu tón-
listar til niðurhals í fyrsta sinn í
sögunni. Vínylplötur seldust fyrir
um 335 milljónir króna á meðan
Bretar eyddu innan við 300 millj-
ónum í tónlist á stafrænu formi, að
því er fram kemur í Guardian.
Plötusala hefur aukist mjög á síð-
astliðnu ári en á sama tíma í fyrra
seldust vínylplötur fyrir 170 millj-
ónir króna og stafræn tónlist fyrir
rúmlega 600 milljónir.
Neyslumynstrið hefur því breyst
mikið og fólk sækist eftir því að
eiga tónlist á áþreifanlegu formi.
Vínyllinn varð nærri því útdauð-
ur í kringum árið 2006 en hlaut
uppreisn æru og hefur sala aukist
átta ár í röð.
Ein ástæða þessarar auknu sölu
er að útsölustöðum vínylplatna hef-
ur fjölgað mjög í Bretlandi. Versl-
unum hefur fjölgað sem sérhæfa
sig í sölu vínylplatna og plöturnar
eru líka komnar í hillur stórmark-
aða á borð við Sainsbury’s og
Tesco. Tiger selur meira að segja
vínylplötur og hefur þetta auka-
aðgengi sitt að segja um betri sölu.
Jólagjafakaup hafa líka sitt að
segja.
Sala á vínylplötum slær met í Bretlandi
Vínylplötur Salan hefur aukist átta ár í
röð og plöturnar eru seldar víðar en áður.
Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður
Atli Sigurðsson hafa opnað sýningu í
Harbinger. „Þeir Leifur og Sig-
urður, sem starfa saman undir nafn-
inu Prent & Vinir, hafa sett upp
prentverkstæði í rýminu og verða að
störfum þar allt fram að jólum, auk
þess sem að leynigestir verða fengn-
ir til að prenta verk dagsins meðan á
sýningartímabilinu stendur,“ segir í
tilkynningu.
Þar kemur fram að listamennirnir
leiki sér með markaðsfræði mynd-
listarinnar með því að opna ferlið og
gefa viðskiptavininum færi á að
stýra verðinu og verkinu upp að
vissu marki. „Hægt verður að panta
sér verk eftir stærðum, mældum í
tommum, 10, 12, eða 16 og einnig má
velja stíl, fjölda lita og fjölda mótífa
og hafa þannig áhrif á bæði verk og
verð. Öll eru verkin afhent inn-
römmuð.“
Samtímis sýningunni verður opn-
að bókarýmið Bækur á bakvið. „Þar
verða íslensk og erlend bókverk og
sjaldséð rit frá sjálfstæðum útgef-
endum til sölu.“
Vinna með markaðsfræði listarinnar
Prent & Vinir Leifur Ýmir Eyjólfsson og
Sigurður Atli Sigurðsson starfa saman.