Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
Við Standing Rock,
friðarsvæði Sioux-
indjána í norðan-
verðum Bandaríkj-
unum, hafa staðið yfir
heiftarleg mótmæli
síðan í apríl. Mótmælin
hafa nýlega hlotið
hljómgrunn á al-
þjóðavísu. Einnig er
um að ræða eina
stærstu samkomu inn-
fæddra Ameríkana í áraraðir. Til-
efnið er lagning risavaxinnar olíu-
leiðslu sem hlykkjast við útjaðra
tveggja friðarsvæða Indjána og fer
yfir heilmikil vatnasvæði.
Einkanlega hefur málið fengið at-
hygli eftir að þúsundir uppgjafaher-
manna streymdu til Standing Rock
til að sýna indjánum stuðning. Stað-
festa mótmælenda hefur leitt til þess
að ráðamenn í Washington hafa kall-
að eftir framkvæmdahléi og farið
fram á að leið lagnarinnar verði
breytt. Indjánar taka þó loforðum
frá höfuðstaðnum með fyrirvara.
Vatnsverndarar
Mótmælendur kalla sig vatns-
verndara og vilja standa í vegi fyrir
lagningu 2.500 kílómetra langrar ol-
íuleiðslu sem á að liggja allt frá
Norður-Dakóta til Illinois-ríkis.
Leiðslan mun flytja 450.000 tunnur
af olíu á dag. Verkið er vel á veg
komið og fátt stendur í vegi fyrir
uppbyggingu leiðslunnar, nema ind-
jánar. Leiðslan í Dakóta á að liggja
um 1 km austan við verndarsvæðin
Standing Rock og Fort Berthold
sem tilheyra Sioux-ættbálkunum.
Lagnaleiðin var ákveð-
in í óþökk ættbálkaráðs
Sioux og án fullsam-
þykkts umhverfismats.
Innfæddir bera fyrir
sig umhverfisvernd og
verndun menningar-
minja. Skammt frá
lögninni er að finna eitt
mesta grunnvatn
Bandaríkjanna og lífæð
verndarsvæðanna. Þar
er einnig Missouri-áin
sem er sú lengsta í
Bandaríkjunum. Í
Missouri-ríki sameinast áin Miss-
issippi-fljótinu. Samanlagt eru árnar
fjórði lengsti árfarvegur heims. Í allt
mun leiðslan fara yfir 200 vatna-
svæði, tvö stöðuvötn og tvisvar undir
Missouri-ána. Upprunalega átti
leiðslan að fara undir ána rétt við
Bismarck, sem er höfuðborg Norð-
ur-Dakóta, en vegna áhættuþátta
fyrir grunnvatn borgarinnar var
leiðslan færð. Í staðinn var ákveðið
að fara undir ána rétt utan við
verndarsvæði Indjána.
Segja hagsmuni í húfi
Það eru olíujöfrar frá Texas sem
standa að verkinu, Energy Transfer
Partners, sem hafa höfuðstöðvar í
Houston. Verkið er í höndum syst-
urfyrirtækja og annara verktaka
þ. á m. Dakota Access. Olíurisarnir
virðast litlar áhyggjur hafa af að píp-
an rofni og segja mikla hagsmuni í
húfi. Þeir hafa einnig bent á að álíka
leiðslur sé nú þegar að finna víða um
Bandaríkin. Þeir segja leiðsluna at-
vinnuskapandi, hún fari ekki inn á
verndarsvæðin og sé nokkuð örugg.
Þó að þeir hafi litlar áhyggjur af
náttúrunni hafa þeir alls engar
áhyggjur af menningararfi inn-
fæddra. Verktakar hafa ekki veigrað
sér við að grafa upp og valta yfir
fornar grafir indjána og leggja í
rústir heilög vé.
Þessar athafnir eru auðvitað ekki
löglegar og brjóta alríkislög um
náttúruvernd og menningarminjar.
Stórfyrirtækin hafa þó alltaf ráð
undir rifi hverju og hafa t.d. keypt
upp landsvæði og ráðið til sín sér-
fræðinga til að klekkja á kerfinu.
Verndarsvæðið minnkað
ár frá ári
Árið 1868 var samið um „verndar-
svæði hinnar miklu Sioux þjóðar“
sem náði yfir um helming Suður-
Dakóta-ríkis í austri og inn í Norð-
ur-Dakóta. Bandaríkjastjórn saxaði
svo smám saman af svæðinu. Í dag
eru aðeins brot af upprunalega
verndarsvæðinu að finna á víð og
Vatn er líf
Eftir Einar
Ísaksson
Einar Ísaksson
» Innfæddir eru orðnir
langþreyttir á yfir-
gangi, græðgi og hroka
bandarísku alríkis-
stjórnarinnar.
Ljósmynd/Rose Ganley
Búðirnar Frá búðum mótmælendanna en mótmælin hafa verið friðsamleg.
Ljósmynd/Rose Ganley
Slagorð Mótmælendur hafa ritað slagorð til að vekja athygli á málstaðnum.
TORMEK Brýnsluvélar
▲ Tormek T-4 er uppfærsla á T-3
og er nú kominn með málmhaus
sem eykur nákvæmni um 300%
Fylgihlutir sjást á mynd.
Verð 53.960
▼ Tormek T-8 er uppfærsla á T-7
og er nú kominn með málmhaus
sem eykur nákvæmni.
Verð 95.180
Allar stýringar fyrirliggjandi
Verslunin Brynja er umboðs-
aðili TORMEK á Íslandi
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
SVX-150:
Skærastýring
Verð 5.780
HTK-706:
Aukahlutasett fyrir hnífa, skæri o.fl.
Verð 19.980
TNT-708:
Aukahlutasett fyrir rennismiðinn
Verð 29.980
SVD-186:
Stýring fyrir tréskurðar- og rennijárn
Verð 8.980
SVM-140:
Hnífastýring
Verð 5.220
SVM-00:
Stýring fyrir tálguhnífa
Verð 4.175