Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 92
92 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Komin er út í Reykjavík áforlagi Crymogea stórbók, Andlit norðursins,sem hefur að geyma ljós- myndir Ragnars Axelssonar ljós- myndara hér á Morgunblaðinu sem lesendum blaðsins eru margar eft- irminnilegar frá liðnum áratugum. Þessi útgáfa er aukin og endurbætt frá fyrstu út- gáfu verksins sem leit dags- ins ljós 2004, bókin er í stóru broti, 31 x 29,5 cm, með hörðum áklæddum spjöldum og með margfræga mynd Ragnars af Guðjóni bónda Þor- steinssyni í Mýrdal frá 1995 álímda á kápu. Bókverkið er frábærlega unn- ið, prentun gerð á Ítalíu hjá Grafiche Damiani, bókin hönnuð af Einari Geir Ingvarssyni á látlausan og smekklegan máta, myndir lagðar á síðurnar með hvítum kanti, í stöku tilvikum lagðar yfir opnur þar sem myndefnið heimtar víðan sess, myndvinnslan öll til fyrirmyndar svo hér er kominn prentgripur sem stenst samanburð við bestu bókverk ljósmyndaútgáfu á okkar tímum. Frumútgáfa Andlita norðursins var á sínum tíma ánægjulegur end- urfundur við margar þessara mynda sem höfðu birst hér á síðum á löngu árabili frá 1987 til 2004 en hér er bætt um betur. Þá voru þessar mynda-esseyjur frá Íslandi, Fær- eyjum og Grænlandi með formálum þeirra Guðmundar Andra Thors- sonar og Mary Ellen Clark, nú er inngangur Andra fyrir róða en stutt- ur formáli bandaríska ljósmynd- arans látinn nægja auk aðfaraorða ljósmyndarans sjálfs þar sem hann lýsir köllun sinni: 1988 mætir hann örlögum sínum í sátri á Gjögri í Djúpi, Axel Thorarensen er að leggja í róður á trillunni sinni í vot- viðri. Þeir taka spjall saman og í ljósmyndarann unga lýstur kröfu. Hér er heimur sem er að hverfa, hann skaltu skrá. Og þeirri köllun, skyldu og hugsjón hefur Ragnar síð- an sinnt. Myndefni nýrrar útgáfu, lengri og stærri, einskonar extended play, er nú mætt í nýju bókinni. Form hinnar fyrri er virt á þann veg að mynd- verkin sem þar var raðað saman eru hér í fyrri röð, en við bætist nýtt úr- val af sömu efnum undir heitinu „Bak við andlitin“. Í efnisyfirliti má fylgja þessari uppbyggingu. Hvert myndefni, til dæmis myndir frá Holti undir Eyjafjöllum sem teknar eru í snælduvitlausu veðri 1993, birt- ist fremst í upphaflegri röð en koma síðar upp með fleiri myndum og nú með ítarlegri skýringartextum Ragnars sem voru í bókarlok fyrri útgáfunnar. Lesanda tekur nokkra stund eftir fyrstu flettingu þessa mikla verks, sem er 412 síður, að átta sig á byggingunni og þá freist- ast hann til að fletta fram og aftur til að ná heild, allar myndir sem liggja saman þó þær fari í tvo staði innan bókarinnar. Þetta er að sumu leyti galli því skýringartextar Ragnars eru nú með áður óbirtum myndum í „Bak við andlitin“. Textar Ragnars segja okkur stærri sögu: erindi hans að fanga heim útnesjamanna, liðinn heim af- skekktra byggða og fornra lífshátta, er máski ekki lokið til fulls en hér sjáum við örlög þjóðarinnar, lífsbar- áttu sem háð var í dreifðum byggð- um allt til nýrrar aldar. Flest við- fangsefni hans eru nú látin og hann myndaði þau á síðasta æviskeiði margra þeirra. Ný útgáfa Andlita norðursins er þannig samfélagsleg rannsókn um leið og auga Ragnars nemur svipmynd sem lýtur fagur- fræðilegum kröfum hans um mynd- byggingu, dýpt og margræðni. Líkastil eru gáfur Ragnars með- fæddar þó löng vist hans á ljós- myndadeild þessa blaðs hafi gefið honum tækifæri til að þroska gáfur sínar og þjálfa hæfni í myndatök- unni. Í nær öllum tilvikum útheimtir takan mikla færni í mannlegum sam- skiptum, hæfileika til að koma sér fyrir í einangraðri og afskiptri tilvist þess sem festa skal á mynd. Hann leggur enda ríka áherslu í frásögn- um sínum af hverju tilviki á nauðsyn þess að eiga samtal, kynni, við þá sem hann er að mynda. Hann mildar innkomu sína inn í tilveru viðfangs- efnisins á þann hátt að honum er fagnað, hann ógnar ekki eða styggir þann sem mynda skal heldur verður þægileg viðbót við dagsins önn. Ljósmyndurum er það misvel gefið. Þó kjörefni Ragnars sé maðurinn í aðstæðum sínum og einangrun er hann ekki síður landkönnuður. Landið í öllum sínum veðrabrigðum er bakgrunnur verka hans, oftast skynjar sá sem myndina les hætt- una, háskann, norðanbálið sem mað- urinn býr við á þeim slóðum, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, í öllum þeim fjölbreytileika sem norðrið býr yfir, jafnvel í kyrrum, síðkvöldum vors og sumars. Ragnar sækist eftir dramatískum, átakaríkum minnum: maður við klakabönd, skipverjar í ís- ingu, brimskafl og andlit í forgrunni. Hin mýkri myndefni eru honum ekki síður kær, kona við þvott á snúru, nýkastað folald heyrir munnhörpu- tón, veiðimaður með bráð á hjarni, náhvalur í vök. Og í öllum verkunum er maðurinn fremstur, andlit rúnum rist, bernskan björt, skuggar á fjalli. Ný útgáfa og stækkuð af Andlit- um norðursins er ekki létt bók, hún er frek á athygli og skoðun, opnu eftir opnu, því í myndunum er síðu eftir síðu mikil og mannleg saga. Verkið allt útheimtir endurtekna skoðun, slík ofgnótt er falin í þessu mikla verki. Ragnar Axelsson hefur sinnt köllun sinni vel og skapað sér og viðgangsefni sínu stórkostlegan minnisvarða um heim á hverfanda hveli. Ný útgáfa þessa verks er hon- um og útgefanda til mikils sóma. Af fornum slóðum Morgunblaðið/RAX Minni „Í öllum verkunum er maðurinn fremstur, andlit rúnum rist, bernskan björt, skuggar á fjalli,“ segir í umsögninni. Heininina Haraldsen í Austurey 1997 að afloknum heyskap. Ljósmyndabók Andlit norðursins bbbbb Ragnar Axelsson: Andlit norðursins. Formáli: Mary Ellen Mark. Útgefandi: Crymogea. 412 bls. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON BÆKUR Morgunblaðið/RAX Minnisvarði Mynd Ragnars Axelssonar af Axel Thorarensen í Gjögri varð honum hugljómun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.