Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Ljósmynd/Eggert Guðmundsson Færikvíar á Hunkubökkum á Síðu árið 1903 Mjaltakonan er Árný Magúsdóttir, smalinn ungi er Skúli Valtýsson og á bakkanum sitja f.v: Gissur Elíasson bóndi á Hunkubökkum og Jóhannes Guðmundsson bóndi á Herjólfsstöðum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það eru margar munnlegarheimildir í þessari bóksem ekki er völ á annarsstaðar, því ég hef talað við gamalt fólk á löngum lífsvegi og spurt það um gamla hætti. Með þessu fólki hvarf sú þekking til dæmis að vinna mjólk, þekking sem nútímafólki er afar fjarlæg. Ég ólst upp með þessum gömlu vinnu- brögðum, enda fæddur fyrir 95 ár- um, og ég er tímamótamaður í þeim skilningi og það er minn ávinningur. Ég byrjaði mjög snemma að tala við gamalt fólk og spyrja það, svo ég náði að fá svör frá fólki sem mundi aftur til miðrar nítjándu ald- ar. Ég byrjaði á að spyrja fólk í mínum heimahögum en svo færðist það út, ég hitti fólk víðs vegar að af landinu og leitaði fregna. Í stórum drátt- um er því nokkurn veginn komin í þessari bók skilgreining á því hvernig fólk vann úr mjólkinni og gefur nokkuð ljósa hugmynd um vinnubrögð á þessu sviði. Ég naut þess líka við gerð bókarinnar að ég hef safnað öllum þessum gömlu áhöldum sem notuð voru við mjólkurvinnu, þau eru vissulega til á byggðasöfnum landsins en það er hvergi eins mikið af gömlum áhöld- um og hér í Skógum,“ segir Þórður Tómasson í Skógum um bók sína Mjólk í mat og bætir við að hann hafi notið góðrar aðstoðar ljós- myndara og að myndir séu mikils- verður þáttur í bókinni. „Í bókinni er líka merkileg rit- gerð um skyrgerð sem skrifuð er af Hólmfríði Pétursdóttur frá Gaut- löndum sem fædd var 1889.“ Karlmenn komu ekki nálægt þessu, var alfarið verk kvenna Mjólkurvinnsla er sannarlega allt önnur í dag en hún var hér áð- ur, nú fer hún öll fram í verk- smiðjum og fólk kaupir mjólk og mjólkurafurðir innpakkaðar í versl- unum. „Þetta er vissulega grundvall- arbreyting frá því þegar öll þessi vinna fór fram inni á heimilum, en upp úr 1930 kom nútím- inn og kollvarpaði þessu gamla vinnulagi í mat- argerð. Þetta starf hjá konunum að koma mjólk í mat, var vinna sem hélt lífi í þjóðinni í þúsund ár. Þær unnu ýmsar afurðir úr mjólk- inni, smjör, skyr og fleira sem skipti miklu máli í því að uppfylla matarþörf heimilis- fólks,“ segir Þórður sem ekki tók sjálfur beinan þátt í þessari vinnu en hann sá móður sína við verkin. „Karlmenn komu ekki nálægt þessu, það var alfarið verk kvenna. Móðir mín vann öll þessi verk á mínu æskuheimili, hún flóaði mjólk og hleypti í skyr, og hún stóð við strokkinn og strokkaði í smjör. Ég man eftir súru skyri í skyrkeri, sem var alveg að fjara út á mínum æskuárum. Það eru tiltölulega fáir lifandi núna sem muna eftir þessu,“ segir Þórður og þegar blaðamaður missir það út úr sér að hann megi alls ekki falla frá því hann hafi frá svo mörgu ómetanlegu að segja, þá hlær hann og segist enn vera að skrifa, það sé alltaf eitthvað sem Mjólk hélt lífi í þjóðinni í þúsund ár Að eiga mann eins og Þórð í Skógum eru ómetanleg verðmæti fyrir íslenska þjóð. Þar fer 95 ára maður sem hefur stálminni og hefur upplifað margt sem er mjög framandi fyrir nútímafólk. Auk þess hefur hann frá unga aldri verið ötull við að safna gömlum hlut- um og afla upplýsinga um gamla hætti. Þórður sendir nú frá sér bókina Mjólk í mat, en þar er gerð grein fyrir verkmenningu og þjóðháttum sem tengjast mjólkuriðnaði gamla bændasamfélagsins. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Horfið vinnulag Mörg voru handtökin við mjólkurvinnslu. Dýrfinna Jónsdóttir setur hér mjólk upp í byttu og trog. Ljósmynd/Geirmundur Klein Iðinn Þórður við skriftir, en hann sinnir þeirri vinnu sitjandi við sófaborð. sæki á hugann og tvö handrit að bókum eigi hann tilbúin í fórum sín- um og sitji við að skrifa það þriðja. „Ég geymi margt í mínum huga sem er kannski hvergi annars staðar að finna í dag. Ég hef hug- leitt þetta allt rækilega og líka lært hinn forna orðaforða, sem er niður fallinn.“ Sköturoð verið notað í um- búðir utan um smjör Þórður hefur lagt mikið af mörkum við að safna heimildum um horfna tíma og hann samdi á sínum tíma þrjátíu spurningalista fyrir Þjóðminjasafnið um gömul vinnu- brögð í landbúnaði. „Ég byrjaði á því árið 1959, þá var þetta óplægður akur, en margt fólk víða af landinu svaraði þessum spurningum og Hallgerður Gísla- dóttir notaði meðal annars svör um mjólkurvinnu í bók sinni um gamla íslenska matargerð.“ Þórður segir að hjá sér hafi safnast mjög mikið af efni sem hann hefur unnið úr í þessa bók sinni um mjólkina. „Ég hef í gegnum tíðina átt heimildarfólk frá öllum landshlutum svo ég gat borið saman ólíka hætti við mjólkurvinnsluna eftir svæðum. Í höfuðdráttum var þessi vinna eins, en það voru alltaf einhver frá- vik, til dæmis sagði mér gömul kona úr Bolungarvík að þar hefði sköturoð verið notað í umbúðir utan um smjör. Ég kynntist líka forðum fólki norðan af Hornströndum sem sagði mér frá hvannasúr sem þar var unninn og borðaður, svipað og kálsúr á Suðurlandi. Þetta var soðið og sett í mjólkina. Þær suðu fjöru- arfa austur í Meðallandi gömlu kon- urnar og notuðu til matar. Þessi arfasúr var mikilsverð matargerð hjá fólkinu.“ Ljósmynd/Hannes Pálsson Fornt áhald Mörg gömul áhöld tilheyra fyrri tíma mjólkurvinnslu, meðal annars skyrsíll og sílgrind sem hér má sjá. Síll þessi er saumaður úr kýrhalahári. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Strokkað Dýrfinna Jónsdóttir strokkar mjólk í smjör með strokki frá Bjarna Sverrissyni. Við eigum öll mjólk líf að launa. Ég tel mig eiga það í tvennum skilningi. Snemma árs 1985 átti ég um skamman tíma dvöl í Reykjavík í verkefni í þágu Þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafns. Ég fékk þá vægt hjartáfall sem með- al annars lýsti sér í hvikulum hjartslætti og fyrir kom að mér hvarf sem snöggvast hugsun og minni. Ekki leitaði ég læknis, hugsaði sem svo: Ætli þetta rjátl- ist ekki af mér? Þá var það nótt eina að mig dreymdi tvo horfna og kæra góðvini, þau Þorbjörgu Bjarnadóttur, fyrr húsfreyju á Ásólfsskála (1877-1965), og Guð- mund Guðjónsson, fermingar- bróður minn í Syðri-Kvíhólma (d. 1984). Þau voru nágrannar um mörg ár og mátu hvort annað mikils. Þau voru með glöðu bragði en í draumnum sögðu þau aðeins eitt: „Drekktu mjólk- ursýru.“ Þetta þýddist ég í vök- unni og brá hjá mér brátt til góðs bata. Ófáar mjólkurfernur hef ég síðan handleikið til þessa dags og góðu heilli lætur hjarta mitt engan bilbug á sér finna eftir nær 95 ára starf. Ég tek undir með eldri kynslóð æskuára minna sem sagði; mjólk er margra meina bót. Mjólk er margra meina bót BROT ÚR BÓK ÞÓRÐAR UM HVERNIG MJÓLK LÆKNAÐI HANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.