Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 60
60 .
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 fimmtudaginn 22. desember
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
Heilsa& lífstíll
fylgir Morgunblaðinu
mánudaginn 2. janúar 2017
Í blaðinu verður
kynnt fullt af þeim
möguleikum sem
í boði eru fyrir þá
sem stefna á
heilsuátak og
bættan lífsstíl.
BÆKUR
Því má halda fram með nokkrum
rökum, að Guðmundur Karl hafi
verið fyrstur til að sinna eftirmeð-
ferð skurðsjúklinga með frum-
stæðri gjörgæslu. Hann var fyrst-
ur íslenskra skurðlækna til að nota
öflug deyfilyf,
súrefnisgjafir,
blóðgjafir og
sykur- og
saltvatns-
gjafir við
eftirmeðferð
skurð-
sjúklinga.
Og eftir að
hafa gert
samfallsaðgerð að morgni fór Guð-
mundur Karl ekki af spítalanum
næstu þrjá sólarhringa hið
minnsta. Þar fyrir utan hafa þeir
sagt, sem þekktu betur til en
sögumaður, að Guðmundur Karl
hafi ekki verið skurðglaður læknir.
Þvert á móti hafi hann helst ekki
gert aðgerðir á þeim, sem til hans
leituðu öðru vísi en hann teldi að
aðgerð gæti komið sjúklingi til
góða, en „ ... með starfsháttum
sínum og persónuáhrifum, kveikti
hann hjá sjúklingum sínum þá trú
og batavon, sem jók þeim styrk og
kjark, í örðugleikum og kreppu
fyrir og eftir aðgerðir.“
Að lokum má spyrja: Hvers
vegna voru menn að skera fólk
þannig, að það var oft meira eða
minna örkumlað eftir á? Þegar
komið var fram í fjórða áratug síð-
ustu aldar fóru berklar dvínandi.
Læknar sáu fram á sigur í slagn-
um við vágestinn og dánartíðni
vegna hans var ört fallandi en
menn vissu samt ekki þá hve lang-
an tíma slagurinn stæði. Ein
ástæða fyrir höggningu var, að
læknar vissu, að skurðaðgerð var á
stundum eina von sjúklings með
lungnaberkla til að komast út í líf-
ið aftur til ástvina sinna og ef til
vill til að geta létt undir í lífsbar-
áttunni jafnvel eftir að fyrstu lyfin
komu til sögunnar.“
Síðar í umfjöllun sinni um Guð-
mund Karl farast Magnúsi svo
orð:
„Einn af fjölmörgum kostum
Guðmundar Karls var að hann var
fæddur leiðbeinandi
ungum læknum og
óreyndum en hann
þurfti að finna fyrir
áhuga þeirra til þess
að kennaraljós hans
kviknaði.
Guðmundur Karl var
í rauninni félagsvera.
Honum leið best innan
um fólk. Og á góðri
stundu var hann hrók-
ur alls fagnaðar, stak-
ur bindindismaður á
bæði vín og tóbak.
Hann var skemmti-
legur tækifæris-
ræðumaður, sem oft
var fenginn til þess að
tala á Sal í Mennta-
skólanum á Akureyri.
Og ósjaldan sást hann
í frosthörkum klæddur
eins og venjulega í
jakkaföt, með hatt á
höfði og blankskó á fótum, koma
brunandi á A-100 út á ísi lagðan
Pollinn að æfa U-beygjur ekki
langt þar frá, sem Menntskæl-
ingar æfðu sig í að standa á skaut-
um. Sundum ef svell var gott gat
U-beygjan jafnvel orðið að O-
beygju.
Starfsþrek hans var nánast
ómennskt en hvar sem hann fór,
var hann öðrum til fyrirmyndar
um ósérhlífni og starfsgleði.
„Stundum gat Guðmundur átt
það til að vera dálítið hrjúfur í
framkomu ef um eitthvað smá-
vægilegt var að ræða, enda mað-
urinn skapmikill, en ætíð var hann
alúðlegur og elskulegur í fram-
komu ef um eitthvað alvarlegt var
að ræða.“ Þessari hrjúfu hlið, sem
Jóhann Þorkelsson lýsti þarna
kynntist sögumaður aldrei en hins
vegar voru tilsvör yfirlæknisins,
þau er sögumaður heyrði, stundum
sérstök og sérkennileg en lýstu
fremur dulinni kátínu en hæðni.
Í útliti var Guðmundur Karl
glæsimenni. Alltaf teinréttur,
klæddur í klæðskerasaumuð föt,
hvíta skyrtu, með bindi og í skón-
um mátti spegla sig. Færi hann úr
húsi sat hattur á höfði hans. Sögu-
maður hefur stundum velt því fyr-
ir sér hvernig Guðmundur Karl
hafi verið klæddur þegar hann var
kallaður út að næturlagi í bandvit-
lausu veðri og ófærð nema á
tveimur jafnfljótum. En aldrei
auðnaðist honum sú náð að berja
þann útbúnað augum.
Ljósmynd/Minjasafnið á Akureyri
Hugmyndaríkur Læknirinn Jónas Rafnar við röntgentæki spítalans.
Svipmyndir
úr sögu
sjúkrahúss
Magnús Stefánsson barnalæknir hefur tekið saman
sögu sjúkrahúss á Akureyri í hundrað ár í ritinu
Svipmyndir úr sögu sjúkrahúss í eina öld. Í bókinni
er lækningasaga Íslands meðal annars skoðuð af
sjónarhóli barnalæknis. Meðan ungbarnadauðinn
á Íslandi var 20-30% á Íslandi virðast læknar,
samkvæmt fyrirliggjandi tölum, hafa sinnt veikindum
barna mun minna en veikindum fullorðinna.
Hér er birt brot úr bókinni þar sem sagt er frá
Guðmundi Karli Péturssyni yfirlækni.
Leiðbeinandi Guðmundur Karl Pétursson.