Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðastliðinnþriðjudag,þegar Al- þingi var sett við heldur óvenju- legar aðstæður, voru eitt hundrað ár frá því að Kristján Eldjárn fæddist. Þessara tímamóta var minnst með ýmsum hætti eins og sjálfsagt var, til dæmis í fróðlegri grein sem Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð- herra, ritaði fyrir Morg- unblaðið af þessu tilefni. Séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur minntist tíma- mótanna einnig í predikun við þingsetningarathöfn þegar hann rifjaði upp orð sem þessi ástsæli fyrrverandi forseti mælti í stólnum í Tjarnar- kirkju í Svarfaðardal, eftir að hann lét af embætti: „Ég hef stundum fengið að heyra það á minni ævi, að ég sé ekki mikill kirkjunnar mað- ur og fannst sumum það nokk- ur ljóður á ráði mínu að ég færi ekki mikið með guðsorð í ræðum sem ég hélt meðan ég var forseti. Satt mun það vera, og víst get ég ekki hrósað mér af því að ég sé kirkjurækinn maður í venjulegum skilningi þess orðs. En ég vona að það sé ekki hræsni þegar ég segi að það er trú og sannfæring okkar allra, að við Íslend- ingar, hvort sem við erum veikari eða sterkari í trúnni, ættum að lofa forsjónina fyrir það að við skulum tilheyra hin- um kristna hluta mannkynsins í þessum ekki allt of góða heimi, að við búum við hugs- unarhátt, þjóðlíf og menningu sem um aldir hefur mótast af kristinni trú og kristinni kirkju. Þetta eru dásamleg forréttindi, sem aðeins nokkur hluti jarðarbúa nýtur. Þetta held ég að hver íslenskur maður ætti að gera sér ljóst og íhuga í alvöru.“ Um þetta sagði séra Hjálm- ar: „Góðir vinir, ég held við eigum að halda áfram að gera okkur þetta ljóst. Að sjálf- sögðu ekki með því að ganga á rétt annarra, nýrra Íslendinga eða þeirra sem aðhyllast önn- ur eða engin trúarbrögð. En það er engum gerður greiði með því að við verðum sögu- laus, hefðalaus, trúlaus. Ekk- ert samfélag batnar við það.“ Þó að langflestir landsmenn beri hlýjan hug til kirkjunnar og kristinnar trúar hefur í seinni tíð færst í vöxt að ein- staka maður eða félagsskapur hnýti í kirkjuna og reyni að bregða fyrir hana fæti. Þetta er mjög miður. Kirkjan er ekki aðeins samfélag þeirra sem vilja iðka sína trú og sækja sér trúarlega þjónustu, hún er einnig mikilvæg stoð í sam- félaginu, samtvinnuð sögu þjóðarinnar, venjum og hefð- um. Eins og Kristján Eldjárn forseti benti á eru þetta for- réttindi sem landsmenn búa við, og þau er eðlilegt að virða og veita stuðning. Kristján Eldjárn hafði lög að mæla um mikilvægi krist- innar trúar og kirkju } Til alvöru íhugunar Fjárlaga-frumvarpið sem Bjarni Bene- diktsson fjár- málaráðherra lagði fram í fyrra- dag ber vitni góðri stöðu íslensks efnahagslífs. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 28,4 milljarða afgangi í rekstri ríkissjóðs á næsta ári og er það í samræmi við áætlunina sem gerð var um ríkisfjármálin fyrir árin 2017 til 2021 og samþykkt var á Al- þingi í vor. Athygli vekur að búist er við að tekjur ríkisins af tekju- skatti einstaklinga í heild verði 10 milljörðum meiri en á yfirstandandi ári. Þessari aukningu er spáð þrátt fyrir að tekjuskattur einstaklinga muni lækka á árinu vegna breytinga á skattþrepunum. Þetta er ágætt innlegg í stjórnarmyndunarviðræður þar sem einn ásteytingar- steinninn er krafa vinstri- flokkanna um skattahækk- anir. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem ger- ist en það virðist ekki vera nóg. Í þessum ranni virð- ast skattar vera trúaratriði þegar fjárlögin bera því í raun frem- ur vitni að svigrúm sé til skattalækkana. Í fjárlögunum eru útgjöld aukin til ýmissa málaflokka og má þar nefna heilbrigðis- og menntamál. Þegar heyrist úr ýmsum áttum að naumt sé skammtað. Á sumum sviðum hefur líka ríkt skortur sem lengri tíma mun taka að laga. Nú kemur til kasta þingsins að afgreiða fjárlögin og verða ugglaust einhverjar breyt- ingar gerðar þótt aldrei muni öllum líka. Þrátt fyrir góðæri er ríkissjóður takmörkuð auð- lind og þingið hefur þrátt fyrir talsverð völd ekki mátt til að koma því þannig fyrir að borða megi sömu kökusneiðina aftur og aftur. Tekjur ríkisins af tekjuskatti aukast um 10 millj- arða þrátt fyrir að skattar lækki} Fjárlagafrumvarp í góðæri É g er alveg gasalega ánægður með uppfinninguna Youtube sem ég get séð í tölvunni minni. Nú eru ef til vill einhverjir sem ekki koma af fjöllum og kannast við fyrirbærið. Hafa jafnvel notað Youtube í nokk- urn tíma ef því er að skipta. En það sem gleður mig ekki síst er að sífellt er að bætast við gam- alt efni sem hægt er að skemmta sér yfir. Sérstaklega er ánægjulegt hversu mikið hefur bæst við af gömlu íslensku efni. Þætt- irnir Fastir liðir eins og venjulega eru til dæm- is aðgengilegir á Youtube með stórfyrirtækið Systurnar Skordal & Co í fylkingarbrjósti. Rétt er að taka fram að stöðug kynferðisleg áreitni sem Kristján Franklín Magnús varð fyrir í fyrirtækinu er reyndar ekki til eft- irbreytni svo því sé nú haldið til haga. Mér vit- anlega reyndi Arnar Jónsson, fyrrverandi starfsmaður JFE, ekki oft fyrir sér í gamanleik en ef hann hefði gert það hefði hann líklega skyggt á marga fræga spéfugla þjóðarinnar. Ég hef reyndar ekki yfirsýn yfir allan feril hans á sviði en þvílíkt „talent“. Indriði er svo með skemmtilegri mönnum með víni ef marka má lokaþáttinn. Fyrir skömmu uppgötvaði ég að þátturinn Gættu að því hvað þú gerir maður er einnig kominn á Youtube. Er mikill fengur í því. Ég minnist þess að þegar ég var smá- púki var sá þáttur til á Beta-spólu á mínu heimili. Beta- tækið var eftirminnilegt en umfangið var slíkt að það hefði hæglega getað nýst Hafþóri Júlíusi Björnssyni í styrktaræfingum. Takkarnir voru risastórir og maður ýtti þeim niður til að gefa skipanir. Þeir fóru þá nokkra vegalengd og á meðan hoppaði myndin og skoppaði þar til efnið datt inn. Ég hef ekki nógu mikið vit á sögu ís- lenskrar kímni í sjónvarpi til að vita hvort Gættu að því hvað þú gerir maður sé fyrsti ís- lenski skissuþátturinn (ef Áramótaskaup eru ekki talin með) en það kæmi mér ekki á óvart. Þar vann Ívar Webster, fyrrverandi landsliðs- maður í körfubolta, leiksigur í ógleymanlegu atriði. Einnig þótti yfirgengilega fyndið þegar Ólafur Sigurðsson svaraði Erni Árnasyni í gegnum imbakassann í miðjum lestri á afla- tölum. Við vorum líklega ekki háir í loftinu ég og æskuvinur minn Gummi Gunnars þegar við gerðum okkur ferð í húsakynni RÚV og kjöft- uðum okkur inn á fund hjá einhverjum starfsmanninum sem hafði eitthvað með dagskrárgerð að gera. Lýstum við þar áhyggjum okkar af því að gamalt og gott grínefni væri bara alls ekki endursýnt í sjónvarpinu. Beta-tækin hefðu tapað styrjöldinni við VHS og skattborgararnir hefðu því tapað dýrmætum upptökum sem Beta- spólurnar geymdu. Við gerðum starfsmanninum grein fyrir alvöru málsins og hann var fullur skilnings en út- skýrði fyrir okkur flókinn frumskóg höfundaréttar og þess háttar. Eftir þessa ótímabæru lögfræðikennslu átt- uðum við okkur í það minnsta á því að stórmál væri fyrir RÚV að endursýna íslenska gamanþætti. kris@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Gættu að því hvað þú gerir maður STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það má spyrja sig hvort fariðhafi verið of geyst á stað meðað lengja kennaranámið ogþað gæti hafa komið niður á gæðum námsins,“ segir Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi og Háskólann í Reykjavík. „Það þarf að hugsa um innri gæði kennslunnar. Það þarf að skoða hvern- ig kennaramenntunin er og hvernig kennarar eru að koma út úr háskól- unum. Norðmenn eru nú að hugsa um að lengja kennaranámið í 5 ár en það tekur 5 til 10 ár að byggja það upp, á Íslandi var nánast byrjað daginn eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Her- mundur. Of mikil hugsjónarhyggja Í kjölfarið á slakri niðurstöðu ís- lenskra nemenda í PISA-könnuninni sem var kynnt í fyrradag segir Her- mundur að snúa verði við hverjum steini í menntakerfinu; skoða kenn- aramenntun, hvað sé verið að kenna í skólunum, hvaða aðferðafræði sé notuð og hvort verið sé að láta börnin ráða of miklu í staðinn fyrir að fylgja þeim vel eftir og láta þau standa sig. „Það er of mikil hugsjónarhyggja á Íslandi sem kemur því miður ekki vel út úr rannsóknum. Það þarf að fók- usera meira á grunnfögin; lestur, stærðfræði og náttúruvísindi og skiln- ing á vísindahugtökum og rann- sóknum. Við verðum að forgangsraða hvað sé mikilvægt. Öll fög byggjast á að geta lesið textann sem þú ert að fást við og það er enginn tilgangur að koma með tölvur inn í kennsluna ef enginn getur lesið,“ segir Hermundur og gagnrýnir að stór hluti skóla noti ekki viðurkenndustu aðferðafræði í lestr- arkennslu, hljóðaðferð. Lestrar- kennslu verði að setja í forgang. Þá segir Hermundur að mikil- vægt sé að virkja heimilin í að styðja við nám barnanna og þá verði þau börn sem fá ekki stuðning heima að geta fengið hann í skólanum. „Það krefst gífurlega mikils af kennurum, að kenna krökkum sem hafa engan áhuga né stuðning heima og þá komum við inn á laun kennara. Ef við eigum að geta krafist mikils af kennurum þurf- um við að geta boðið þeim mannsæm- andi laun. Á meðan launin eru ekki hærri í kennarastéttinni er þriggja ára kennaranám, sem vel er gert, nóg.“ Hermundur segir að taka verði PISA-könnunina alvarlega og sameig- inlegt átak þurfi til að breyta mennta- kerfinu. Raunvísindakennsla hefur slaknað Meyvant Þórólfsson, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands, telur að slaknað hafi mjög á kennslu raunvísinda í skólum sem gæti skýrst af því að það vantar kennara í þeim fögum. Sem dæmi séu aðeins að með- altali 4 til 5 kennaranemar í árgangi í kennaranáminu við HÍ sem velji nátt- úruvísindi sem aðalkjörsvið, ástæðan sé m.a. sú að þeir sem sæki í kenn- aranámið komi yfirleitt af félags- vísindabrautum úr framhalds- skólunum og þekki lítið til raunvísindanáms. „Náttúruvísindi voru í forgrunn- inum núna í PISA-könnuninni og þar lendum við akkúrat á tíma þar sem breytingar hafa átt sér stað vegna inn- leiðingar nýrrar aðalnámskrár. Ég er ekki sáttur við þá námskrá og gang mála í kjölfar hennar, sér í lagi þátt náttúruvísinda. Hefði frekar viljað halda áfram að vinna með námskrána 1999.“ Meyvant segir að slaknað hafi á kröfum í námsgreinum og að kennslu- hættir hafi líklega verið að breytast um of í útþynnta þemakennslu. „Það vantar festu og skýrari fókus í námið og kennsluna.“ Hann vill að menntun kennara verði gerð miklu markvissari og skýr- ari og gerðar meiri kröfur til kennara varðandi kunnáttu í stærðfræði, nátt- úrufræði og íslensku. „Ég tel að það megi auka til muna kröfurnar í kenn- aranáminu og að fleiri myndu sækja í það ef svo yrði.“ Þarf að auka kröfur í kennaranáminu Morgunblaðið/Styrmir Kári Í skólastofu Efla þarf kennaranámið og styrkja eftir að það var lengt. 86% nemenda í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni 2015, en í fyrri könnunum var hlutfallið um 80%, að sögn Almars M. Hall- dórssonar verkefnastjóra PISA hjá Menntamálastofnun. Á hinum Norðurlöndunum hefur þátttakan verið í kringum 90%. „Hér taka allir þátt og því erfiðara að halda utan um hópinn en í löndum þar sem 30 krakkar eru valdir úr hverjum skóla. Það er auðveldara að mæta í prófið þegar þú ert út- valinn en ekki þvingaður,“ segir Almar. Ásamt Íslandi taka allir nem- endur í Lúxemborg og Liechten- stein þátt en í öðrum löndum er 4000 nemenda handahófskennt úrtak í hverju landi. Almar segir aðferðafræði PISA áreiðanlega og að hún geti ekki útskýrt lélega útkomu hér. Árið 2009 var skoðað hvort ís- lenskir nemendur væru að sleppa fleiri spurningum en nemendur í öðrum löndum og það var ekki. Þá hafi verið skoðað hvort mikið væri um „bullsvör“ og að þau hafi verið mjög fá. Kannanir hafi sýnt að meirihluti nemenda leggi sig fram í prófinu og það hlutfall sé svipað hér og annarsstaðar. Könnun var í fyrsta skipti tekin á tölvu í fyrra og gæti það haft lítilsháttar áhrif á niður- stöðurnar. Þvingaður eða útvalinn PISA-KÖNNUNIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.