Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 4
Þorskastríð Í vikunni var þess minnst að 40 ár eru liðin frá lokum síðasta þorskastríðsins við Breta. Óvæntara var að Landhelgis- málin rötuðu aftur inn í stjórnmálaumræðuna þegar forsetaframbjóðandinn Dav- íð Oddsson ásakaði forseta- frambjóðandann Guðna Th. Jóhannesson um að efast um að Íslendingar hafi unnið fullan sigur í þorskastríðinu, og voru þeir ósammála um hver hefði sagt hvað Valur Gunnarsson valurgunnarsson@frettatiminn.is Guðni Th. Jóhannesson forseta- frambjóðandi var átta ára gam- all þegar síðasta þorskastríðinu lauk, og ekki enn fæddur þegar það fyrsta hófst. Afi hans og nafni, Guðni Thorlacius, var skipherra í fyrsta þorskastríðinu sem stóð frá 1958 til 1961 og snérist um útfærslu landhelginnar í 12 mílur. En það var ekki í eina skiptið sem hann þurfti að kljást við Breta. Guðni Thorlacius var skipherra á vitaskipinu Hermóði sem beitti sér í fyrsta þorskastríðinu og síðan á skipinu Árvakri. En það var ekki í eina skiptið sem hann lenti í úti- stöðum við Breta. Í seinni heims- styrjöld var hann 1. stýrimaður á fragtskipinu Arctic sem keypt var til landsins árið 1940. Undir lok árs 1941 var það sent með fisk til Vigo á Spáni þar sem útsendarar Þjóð- verja hótuðu að sökkva því á heim- leiðinni ef skipstjóri samþykkti ekki að senda þeim veðurskeyti. Eftir samráð við íslenska konsúl- inn í Vigo ákváðu skipstjórinn og Ný rannsókn sýnir að jafn- launastefna skilar ekki árangri nema jafnlaunavottun sé til staðar. Þátttakendur í fyrsta áfanga rannsóknarinnar voru 35 mannauðsstjórar í íslensk- um fyrirtækjum með 70 eða fleiri starfsmenn. Í seinni áfanga rannsóknarinnar tóku 1041 starfsmenn innan sömu fyrir- tækja þátt. Guðni Thorlacius var skipherra á vitaskip- inu Hermóði og afi Guðna Th. forseta- frambjóðanda. Guðni Th. Jóhann- esson var átta ára þegar síðasta þorskastríðinu lauk. Davíð Oddsson sak- aði Guðna Th. um að efast um fullnaðar- sigur Íslendinga í þorskastríðinu. 4 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar Afi Guðna Th. var barinn af Bretum Landhelgisdeilan hin fjórða Davíð Oddsson ásakaði Guðna Th. í viðtali á Eyjunni um að telja fólk vera með „falskar minningar“ varðandi fullnaðar- sigur í þorskastríðunum. Í framhaldinu var dregin fram grein frá 1977 þar sem Davíð hrósaði Ólafi Jóhannessyni for- sætisráðherra fyrir að hafa farið samningaleiðina í stað þess að berjast til þrautar. Á miðvikudaginn var þess minnst að 40 ár eru liðin frá því síðasta þorskastríðinu lauk, en fáir bjuggust við að það yrði að kosningamáli. Dýravernd Andlega veikur maður var sviptur réttinum til þess að eiga dýr eftir að hann kveikti í kanínu „Mín skoðun er sú að þarna sé komið gott fordæmi, og líklega án fordæma,“ segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og bar- áttumaður fyrir réttindum dýra, en karlmaður var sviptur réttin- um til þess að eiga dýr til æviloka í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudaginn. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa bundið lifandi kanínu með vír við brunahana fyrir framan afgreiðslu tryggingafélagsins VÍS við Glerárgötu á Akureyri í janú- ar á síðasta ári. Maðurinn aflífaði hana svo með sérstaklega grimmi- legum og þjáningarfullum hætti þegar hann hellti fyrir hana bens- íni og kveikti í henni. Kanínuna hafði maðurinn keypt í gæludýra- búð skammt frá vettvangi. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn sé sakfelldur fyrir stór- fellt brot gagnvart dýrinu og verð- ur hann sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti. Þá þótti ekki tilefni til að takmarka sviptinguna, hvorki við tiltekið tímabil né tilteknar dýra- tegundir. Árni Stefán bendir á að karl- maður hafi verið sviptur réttinum til þess að eiga dýr í fimm ár eftir að hann var fundinn sekur um að drekkja hundi með grimmilegum hætti á Vestfjörðum. Árni segir að sú niðurstaða hafi verði vond, enda sé lítill munur á þessu afbroti og þegar hundur er aflífaður með svo grimmilegum hætti. „Ég er því á þeirri skoðun að þarna sé komið verulega gott for- dæmi í dýravernd á Íslandi og að þarna sé um dóm að ræða sem hef- ur varnaráhrif,“ segir Stefán Árni. Maðurinn sem um ræðir er andlega veikur. Hann var einnig dæmdur fyrir vopnalagabrot og brot á fíkniefnalöggjöfinni. Var hann dæmdur í 8 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Dýraníðingur má ekki eiga dýr Samfélagsmál Formaður félags múslima segist ekki sammála því að sérstakur skóli verði opnaður í Ýmis- húsinu fyrir múslimsk börn „Ég er algjörlega á móti þessu, þetta er algjört rugl,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, en honum hugnast ekki áætlanir Karim Askari, sem vill breyta Ýmishúsinu í Menningar- miðstöð fyrir múslima, þar sem meðal annars verður boðið upp á skóla og frístund fyrir börn. Salmann segist kannast vel við hugmyndina um að koma á fót skóla fyrir múslima hér á landi en hann er alfarið á móti slíkum hug- myndum. „Þetta verður til þess að aðskilja múslima frá Íslendingum,“ útskýrir hann og bætir við að það sé bæði mikilvægt að börn aðlagist íslensku samfélagi, og ekki síst að þau fari ekki á mis við tengslanetið sem myndist strax í grunnskóla hjá skólabörnum. Eins og fram kom í fréttum í vik- unni lét framkvæmdastjóri Stofn- unar múslima á Íslandi, Karim Ask- ari, bera Menningarsetur múslima út úr húsinu. Félag Karim hefur fengið umtalsvert fé frá Saudi-Ar- abíu auk þess sem yfir 200 milljón- ir króna söfnuðust í söfnun á veg- um sænska hópsins Ar-Risalah fyrir kaupum á Ýmishúsinu árið 2012. „Ég skil ekki heldur af hverju það ætti að vera áhugi á þessu hjá múslimum. Þannig sé ég ekki fyrir mér að foreldrar í Breiðholti nenni að keyra börnin í Ýmishúsið í íslam- skt nám,“ segir Salmann. Spurður hvað honum hafi fund- ist um útburðarmál Stofnunar múslima á Íslandi gegn Menningar- setri múslima sem imaminn Ahmed Seddaq fer fyrir, svarar Salmann að það hafi verið sorgleg sjón. „Þarna voru fullorðnir menn að berjast eins og einhverjir bjánar, það er eitthvað sem á ekki að gerast,“ seg- ir Salmann. | vg Segir íslamskan skóla algjört rugl Lögreglan þurfti að aðstoða Karim Askari við að bera út eigur Menningarseturs múslima. Mynd | Hari Jafnréttisstefna ein og sér skilar ekki árangri Jafnrétti Ný rannsókn sýnir að jafnréttisstefna skilar ekki árangri nema jafn- launavottun sé til staðar Jafnréttisstefna ein og sér hefur engin tengsl við upplifun starfsmanna af jafnrétti á vinnustað. Jafnlaunavottun og góð mannauðsstjórnun hafa það hinsvegar. Þetta kemur fram í rannsókna- verkefni Laura Nesaule, sem er að ljúka MSc í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við HR. „Markmiðið var að athuga hvort áætlanir stjórnenda til að auka eða stýra jafnrétti og fjölbreytni í skipulagi á vinnustöðum hafi haft jákvæð áhrif á skynjun starfsmanna á jafnrétti, fjölbreytileika, réttlæti og trausti,“ segir Laura Nesaule. „Ég vildi sjá hvor stefnan hefði áhrif en var þó full efa- semda því samkvæmt þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar fylgir aðeins lítill hluti fyrirtækja jafnréttisstefnu eftir á meðan önnur fram- fylgja aðeins lágmarks kröfum. Rannsóknin sýndi einnig að jafnréttisstefnan skilar sér til starfsmanna þar sem jafnlaunavottun er til staðar og það er athyglisvert. En andstætt jafn- réttisstefnu þá eru fyrirtæki ekki skyldug til að vera með jafnlauna- vottun, það er bara í höndum fyrir- tækjanna að ákveða það.“ | hh Laura Nesaule. loftskeytamaðurinn að ganga að kröfunum, en ekki er vitað til þess að aðrir í áhöfninni væru með í ráð- um. Voru sjö skeyti send til Þjóð- verja meðan á heimferð stóð, en Bretar miðuðu skipið út og var þar loks hertekið af þeim í Vestmanna- eyjum. Bretar fluttu áhöfnina í fangelsi á Kirkjusandi, þar sem hún mátti þola mikið harðræði. Sigurjón Jónsson skipstjóri andaðist umborð í skipi sem átti að flytja hann til fangabúða í Bretlandi, sem líklega má rekja til illrar meðferðar. Segir jafnframt í heimildum að Guðni hafi verið „barinn í plokkfisk,“ þar sem tveir hermenn stóðu sitt hvorum megin við hann og reistu hann þrisvar upp til áframhaldandi barsmíða þegar hann féll niður. Guðni eldri lést árið 1975, 67 ára að aldri. Í spjalli á vefsíðunni forn- leifur segist Guðni Th. aldrei hafa heyrt afa sinn segja sögur úr stríð- inu, en hann ávallt hafa borið hel- bláan blett á efri vörinni, sem var ummerki eftir barsmíðar Breta. Því ekki að undra að forsetafram- bjóðandinn hafi haft mikinn áhuga á þorskastríðum og sagnfræði al- mennt, með svo beina tengingu við söguna fyrir augunum. Maðurinn kveikti í kanínunni úti á miðri götu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.