Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 46
6 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016…tíska Hvaða fylgihlutir eru ómissandi í sumar? Það góða við sumarið er að loksins er hægt að fleygja húfum, trefl-um og hönskum inn í skáp og skreyta sig með fallegum fylgihlutum í staðinn og leyfa þeim að njóta sín. Tískan í fylgihlutaflórunni er fjölbreytt í sumar og þess vegna ættu allir að eiga auðvelt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Hattar, hálsmen, eyrnalokkar, hárbönd og hringir – fallegir fylgihlutir setja oft punktinn yfir i-ið hvað heildar- útlitið varðar. Hattar hafa verið vinsæll fylgihlutur undanfarin sumur og eru vinsældir þeirra ekkert að dvína ef marka má helstu tískuverslanir. Flottur hattur getur líka bjargað slæmum hárdegi hratt og örugglega. Komdu í veg fyrir að glingrið verði grænt Það er oft gáfulegra að kaupa skart í ódýrari kantinum þegar verið er að elt- ast við tískustrauma og hlutir keyptir sem verða jafnvel ekki í notkun í mjög langan tíma. Ókosturinn við ódýrt skart er þó að það fær oft á sig græna slikju og skilur eftir sig för á húðinni. Hægt er að koma í veg fyrir bæði grænt skart og græna húð til dæmis með því að fara eina umferð með glæru naglalakki á þann hluta skartsins sem kemst í snertingu við húðina. Eins og innan í hringi og á bakhlið hálsmena. Eins getur verið gott að passa að húðin sé alveg þurr áður en skartið er sett á. Ekki skella á þig hálsmeni strax eftir sturtu eða þegar þú ert nýbúin að bera á þig krem. Hárbönd hafa verið áberandi á tískupöllunum í allskonar útfærslum. Það getur líka verið voðalega þægilegt að notast við hárband þegar ekki er nenna til þess að leggja mikinn metnað í hárgreiðsl- una. Hippatískan virðist einnig alltaf gera aðeins vart við sig með hækkandi sól. Þess vegna eru hvers kyns blómahárbönd og spangir oft vinsælir fylgihlutir á sumrin. Derhúfur gefa höttunum ekkert eftir. Leðurderhúfur eru vinsælar sem og hefðbundnar íþróttaderhúfur. Bönd um hálsinn og hin svokölluðu mellubönd (choker) eru það heitasta um þessar mundir og ómis- sandi fyrir sumarið. Bee Shaffer, dóttir Anna Wintour ritstjóra tískutímaritsins Vogue, var með einfalt band á höfðinu á Met Gala samkomunni í byrjun maí. Dýnudagar SKETCH Síðumúla 30 . Reykjavík Hofsbót 4 . Akureyri www.vogue.is 20-40% afsláttur Angel 6.100 kr. Glæsilegt skart frá Ítalíu Laugavegi 15 og Kringlunni – sími 511 1900 – www.michelsen.is Bella 6.100 kr. Bella 10.400 kr. Angel 7.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.