Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 52
…ferðir 12 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Þegar ferðast er um Vest-firði er alveg þess virði að gera góðan krók á hina hefðbundnu ferða-leið og annað hvort
keyra eða ganga eftir Vesturgöt-
unni svokölluðu sem liggur á milli
Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Veg-
urinn er reyndar stundum kallað-
ur Svalvogavegur en heitir réttu
nafni Kjaransbraut í höfuðið á Elís
Kjaran Friðfinnssyni, frumkvöðli í
vegagerð á Vestfjörðum, sem ruddi
veginn ásamt syni sínum á áttunda
áratugnum. Stundum er talað um
þetta svæði sem vestfirsku Alpana
og útsýnið undurfagurt hvert sem
litið er.
Þeir feðgar eru taldir hafa unnið
þrekvirki með lagningu vegar-
ins, en Vegagerðin hafði nokkrum
árum áður reynt að ryðja veg á
þessu svæði en starfsmenn urðu frá
að hverfa vegna erfiðra aðstæðna.
Elís Kjaran greiddi fyrir fram-
kvæmdina úr eigin vasa en honum
var neitað um styrk frá Vega-
gerðinni á Ísafirði. Þar voru svörin
þau að ekki væru til peningar til
framkvæmdarinnar.
Vegurinn var stórkostlegt fram-
faraskref fyrir bændur á svæðinu
og Kjaransbraut opnaði landslag
og sögu fyrir gestum og gangandi.
Vert er að taka fram að vegurinn
er einungis fær yfir sumartímann
og aðeins fjórhjóladrifnum farar-
tækjum. Að keyra veginn er alls
ekki fyrir lofthrædda, enda hann
mjög þröngur og þverhnípt björg
niður í sjó á köflum.
En Vesturgatan er einnig vinsæl
göngu-, hlaupa og hjólaleið. Frá ár-
inu 2006 hefur til að mynda verið
haldið árlegt Vesturgötuhlaup þar
sem boðið er upp á þrjár hlaupa-
vegalengdir og ættu því flestir
hlaupagarpar að geta fundið erf-
iðleikastig við sitt hæfi. Hlaupið er
haldið í tengslum við hlaupahátíð
á Vestfjörðum og í ár fer það fram
þann 17. júlí næstkomandi.
Sumarmölin
á Drangsnesi
Tónlistarhátíðin Sumarmölin á
Drangsnesi fer fram í fjórða sinn
þann 11. júní næstkomandi. Á
hátíðinni skapast jafnan einstök
stemning þar sem fólk á öllum
aldri kemur saman til að njóta tón-
listarflutnings margra af fremstu
listamanna þjóðarinnar í einstöku
umhverfi.
Sumarmölin fer venju sam-
kvæmt fram í Samkomuhúsinu
Baldri á Drangsnesi. Í ár koma
fram: FM Belfast, Hjaltalín, Karó,
Kippi Kaninus, Rúna Esra, Snorri
Helgason og Úlfur Úlfur.
Eitt kort
35 vötn
6.900 kr
Frelsi til að veiða!
00000
www.veidikortid.is
Hjaltalín kemur fram á Sumarmölinni.
Leggðu leið þína
um Kjaransbraut
Elís Kjaran Friðfinnsson ruddi veg á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar á
áttunda áratug síðustu aldar. Vegurinn er í dag vinsæl göngu- og hjólaleið
Bratt Vegurinn er ekki fyrir lofthrædda enda liggur hann um snarbrattar hlíðar.
Dýrafjörður Landslagið á Vestfjörðum er stórbrotið og magnað að ferðast þar um í góðu veðri.