Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 04.06.2016, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 04.06.2016, Qupperneq 52
…ferðir 12 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016 Þegar ferðast er um Vest-firði er alveg þess virði að gera góðan krók á hina hefðbundnu ferða-leið og annað hvort keyra eða ganga eftir Vesturgöt- unni svokölluðu sem liggur á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Veg- urinn er reyndar stundum kallað- ur Svalvogavegur en heitir réttu nafni Kjaransbraut í höfuðið á Elís Kjaran Friðfinnssyni, frumkvöðli í vegagerð á Vestfjörðum, sem ruddi veginn ásamt syni sínum á áttunda áratugnum. Stundum er talað um þetta svæði sem vestfirsku Alpana og útsýnið undurfagurt hvert sem litið er. Þeir feðgar eru taldir hafa unnið þrekvirki með lagningu vegar- ins, en Vegagerðin hafði nokkrum árum áður reynt að ryðja veg á þessu svæði en starfsmenn urðu frá að hverfa vegna erfiðra aðstæðna. Elís Kjaran greiddi fyrir fram- kvæmdina úr eigin vasa en honum var neitað um styrk frá Vega- gerðinni á Ísafirði. Þar voru svörin þau að ekki væru til peningar til framkvæmdarinnar. Vegurinn var stórkostlegt fram- faraskref fyrir bændur á svæðinu og Kjaransbraut opnaði landslag og sögu fyrir gestum og gangandi. Vert er að taka fram að vegurinn er einungis fær yfir sumartímann og aðeins fjórhjóladrifnum farar- tækjum. Að keyra veginn er alls ekki fyrir lofthrædda, enda hann mjög þröngur og þverhnípt björg niður í sjó á köflum. En Vesturgatan er einnig vinsæl göngu-, hlaupa og hjólaleið. Frá ár- inu 2006 hefur til að mynda verið haldið árlegt Vesturgötuhlaup þar sem boðið er upp á þrjár hlaupa- vegalengdir og ættu því flestir hlaupagarpar að geta fundið erf- iðleikastig við sitt hæfi. Hlaupið er haldið í tengslum við hlaupahátíð á Vestfjörðum og í ár fer það fram þann 17. júlí næstkomandi. Sumarmölin á Drangsnesi Tónlistarhátíðin Sumarmölin á Drangsnesi fer fram í fjórða sinn þann 11. júní næstkomandi. Á hátíðinni skapast jafnan einstök stemning þar sem fólk á öllum aldri kemur saman til að njóta tón- listarflutnings margra af fremstu listamanna þjóðarinnar í einstöku umhverfi. Sumarmölin fer venju sam- kvæmt fram í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Í ár koma fram: FM Belfast, Hjaltalín, Karó, Kippi Kaninus, Rúna Esra, Snorri Helgason og Úlfur Úlfur. Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 www.veidikortid.is Hjaltalín kemur fram á Sumarmölinni. Leggðu leið þína um Kjaransbraut Elís Kjaran Friðfinnsson ruddi veg á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar á áttunda áratug síðustu aldar. Vegurinn er í dag vinsæl göngu- og hjólaleið Bratt Vegurinn er ekki fyrir lofthrædda enda liggur hann um snarbrattar hlíðar. Dýrafjörður Landslagið á Vestfjörðum er stórbrotið og magnað að ferðast þar um í góðu veðri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.