Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 14
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Einu sinni þekkti ég kött sem komst nærri því að lifa sjálf-an sig. En hann náði því þó ekki. Fjörgamall var hann orðinn tannlaus og nærri blindur. Hann var krepptur af gigt og næst- um hárlaus en ekki alveg því honum tókst að skilja eftir sig gráa hárflóka eins og minnisvarða í stólum og sóf- um, þar sem hann hafði búið um sig, svo ekki sé minnst á stöku polla hér og þar. Hann hafði áður verið konung- ur hverfisins, rauður og úfinn, stór eins og hundur og grimmur þegar honum fannst að sér vegið. Allir aðrir húskettir báru óttablandna virðingu fyrir honum og viku ósjálfrátt úr vegi þegar hann gekk sína vanabundnu eftirlitsgöngu um hverfið. Hann þurfti aldrei að reisa burstir til að þeir kiknuðu í hnjáliðunum. Það var nóg að vita af honum. Þegar ellin náði honum að lokum hélt hann uppteknum hætti en með erfiðismunum. Hann svaf mestallan sólarhringinn og nærðist nær ein- göngu á fljótandi fæðu. Þegar kom að eftirlitsgöngunni, rétti hann úr stirðum limunum svo það brakaði og brast í honum, hvessti hálfblind- um augum fram fyrir sig og arkaði af stað. Ef hann sá ketti skjótast um setti hann upp kryppu með sárs- aukafullum herkjum, bretti upp á efri vörina og lét skína í tannlausan góminn. Þetta hafði áhrif en bara um skamma hríð. Það fóru að dúkka upp kett- ir í garðinum hans, á girðingunni sem hann hafði áður stjórnað, þeir ráku jafnvel ljóta hausana inn um þvottahúsgluggann þar sem matar- skálarnar hans stóðu. Ef kettir gætu hlegið, þá hefði allt hverfið ómað af hlátrasköllum (þeir komast nærri því) og ef kettir gætu grátið, þá hefðum við heyrt háværar grátstun- ur þegar hann komst að því að þetta var búið og lagði sig niður og dó. En þetta voru bara kettir. Ef þetta hefði verið íslenska þjóð- in, þá hefði þetta kannski tekist hjá honum, miklu, miklu lengur. Kettir eru nefnilega sjaldnast kvíðasjúk- lingar. Þeir eru mjög hreinir og beinir. Við manneskjurnar hefðum sjálf- sagt lagst á Facebook og bölsótast og muldrað og tuldrað yfir því að nú væri hann enn og aftur að rölta um hverfið, eins og kóngur. Með djöful- legum klækjabrögðum ætlaði hann að leggja það undir sig og það tæk- ist sjálfsagt. Látum hann ekki villa um fyrir okkur með þessum tannlausa gómi, hefðum við hvíslað að hvert öðru, hann er betur tenntur en við höld- um, og þessi blindu augu sjá í gegn- um holt og hæðir. Við hefðum lagt undir þennan ótta okkar heilu dag- blöðin og útvarpsþættina og nötrað af kvíða fyrir því að þurfa að lúta þessari skelfingu. Kvöld eftir kvöld hefðum við setið við tölvurnar lauguð draugalegri birtu af skjánum og skipst á ógur- legum sögum af þessu fyrirbæri í fortíðinni. Og eins og eiturlyfja- sjúklingar, sem þurfa sífellt stærri skammt, hefði það þrífeflst í með- förum okkar, fengið horn og klaufir og jafnvel spúð eldi. Og þökk sé okkur, hefði það feng- ið langt og auðugt framhaldslíf. En það er sælt að eiga sameig- inlegan óvin. Meira að segja litlu börnin færu að suða í ömmu sinni að segja sögur af þessum ógurlega kóngi, þau myndu fyllast angist sem umbreytist í sæluhroll þegar þau muna að þau eru bara að hanga í pilsunum á ömmu og vondi kóngur- inn kemst ekki úr sjónvarpinu, út- varpinu eða blöðunum. Eða hvað? En þetta voru bara kettir. Ég veit ekki af hverju þessi saga af kettinum kom upp í hugann þegar ég hlustaði á útvarpið í bílnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Auðvitað á hún ekkert erindi við aðra. Þetta voru bara kettir. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir BARA KETTIR 14 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR SUNNUDAGS LAMBALÆRI SUNNUDAGSSTEIKIN SVÍKUR EKKI! HÆGELDAÐ LAMBALÆRI MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK Sykurbrúnaðar kartöflur „Crispy“ kartöfluteningar með rósmarín og hvítlauk Heimalagað rauðkál Pönnusteiktir blandaðir sveppir Ofnbakaðar gulrætur Grænar baunir með myntu Maís Bjór- hollandaisesósa Sveppasósa 2.900 kr. á mann Aðeins framreitt fyrir allt borðið. með öllu tilheyrandi ALLA SUNNUDAGA FRÁ 12–14.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.