Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 30
GOTT UM HELGINA Hátíð hafsins stútfull af skemmtun Furðufiskasýning, sjóræningar, sjávarréttir, Sirkus Íslands og ótal margt fleira á Hátíð hafsins um helgina. Sprett úr spori á Hlíðarenda Á morgun klukkan ellefu hefst hið árlega Valshlaup þar sem ungir sem aldnir eru hvattir til þátt- töku og hlaupið er tíu kílómetra frá bílastæðinu við Hlíðarenda út að Ægisíðu og til baka meðfram ylströnd Nauthólsvíkur. Keppt verður í karla- og kvennaflokki og verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum flokkum. Búist er við ágætis veðri og því kjörið tækifæri til hreyfingar undir sólinni. Hvar? Valsheimilinu, Hlíðarenda. Hvenær? Laugardaginn klukkan 11. Hvað kostar? 1000 - 2000 kr. UR_ óperan frumsýnd á Íslandi Fyrsta ópera Önnu Þorvalds tónskálds, UR_, verður frum- sýnd á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í kvöld. Óperan er í leik- stjórn Þorleifs Arnars Arnars- sonar. Hugðarefni Önnu í fyrstu óperu sinni er upphaf heimsins eins og það birtist í grænlenskri goðafræði, leið mannsins aftur að uppruna sínum og hvern- ig hann hefur fjarlægst rætur sínar. Hvar? Norðurljósasal Hörpu. Hvenær? Laugardaginn kl. 8. Hvað kostar? Verð frá 5.500 kr. Barnasýningin Vera og vatnið Á morgun, klukkan 15, fer fram aukasýning á Veru og vatninu, sýn- ingu eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru. Fylgst verður með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum. Verkið er ætlað börnum á aldrinum eins til fimm ára og fjölskyldum þeirra. Hvar? Tjarnarbíói. Hvenær? Sunnudaginn kl. 15. Hvað kostar? 2.500 kr. Götupartí og markaðir Á Laugavegi á milli Macland og Bravó verður blásið til útimark- aðar. Listafólk, plötusnúðar og veitingafólk kemur saman að bjóða upp á góða stemningu og selja af sér spjarirnar, listina sína og veitingar. Á sama tíma, nokkrum skrefum neðar á Laugaveginum, selja 19 glæsikvendi af sér spjarirn- ar á Loft Hostel. Hvar: Laugaveginum á milli Macland og Bravó og Loft Hostel. Hvenær: Milli klukkan 11- 18. Heilsið upp á kanínurnar Birgit Kositze kanínubóndi opnar kanínubúið fyrir gesti og gang- andi. Búið er á Syðri-Kárastöðum, skammt norðan Hvammstanga. Handverksmenn og konur verða á staðnum að vinna úr beinum, hornum og hrosshári. Einnig mæt- ir Guðmundur Ísfeld frá Jaðri sem smíðar glæsilega hnífa. Kaffi og kleinur verða á boðstólum sem Kvenfélagið Freyja sér um. Það verða tónlistaratriði frá bændum í nágrenninu og að sjálfsögðu er frábær skemmtun að skoða kanínurn- ar, klappa þeim og kynnast. Hvar: Syðri- -Kárastöðum. Hvenær: Laugar- daginn frá klukkan 13- 17. Sýningar Plast í hafinu: Umhverfisstofnun kynnir hvað hver og einn getur gert til að minnka mengun af völdum plasts. Sjóslys við Ísland 1870-2009: Ljósmyndasýning og fróðleikur um þau sjóslys sem hafa átt sér stað á slóðum við Ísland í gegnum árin. Listasafn Reykjavíkur: 2 fyrir 1 í Listasafnið um helgina. Fiskur dagsins: Franska listakon- an Josée Conan kynnir japanskar aðferðir við að prenta fiska- munstur. Matur Veitingahúsin við Granda; Bryggjan brugghús, Coocoo’s Nest, Texas- borgarar og Bergsson mathús verða með sérstakan matseðil í tilefni hátíðarinnar. Það verður einnig kokkað á pallinum á Sjóminjasafn- inu og boðið upp á fiskismakk við Grandagarð. Skemmtun fyrir börnin Sjávarklasinn: Í húsi Sjávarklasans verður teiknismiðja fyrir börnin, skipasmíðastöð, ískrapvél og raf- stýrðir toghlerar. Fljótandi sjóræningjakaffihús: Vegfarendum gefst tækifæri til að kíkja um borð í Sæbjörgina þar sem sjóræningjar og skipstjóri taka á móti manni. Bryggjusprell: Þrautir, keppn- ir, leikir og allskyns uppákomur á höfninni fyrir unga sem aldna. Boðið verður upp á andlitsmáln- ingu og björgunarsveitin Ársæll setur upp línubrú. Langsokkur skipstjóri og Svabbi sjómaður skemmta börnum á sviði Grandagarðs. Furðufiskasýning: Ótrúlegustu og furðulegustu dýr sjávar verða til sýningar í Grandagarði. Bryggjuveiði: Efnt verður til bryggjuveiði krakka á Verbúðar- bryggju. Krakkarnir eru hvattir til að koma með sínar eigin stangir ef möguleiki er á. Verðlaun í boði fyr- ir stærstu fiskana. Sirkus Íslands og Latibær mæta á sviðið í Grandagarði og skemmta allri fjölskyldunni. Tónlist Á útisviði á Grandagarði troða ýms- ir tónlistarmenn upp. Það verður harmonikkuhádegi í Hörpunni og tríóið Harmóníur kemur fram í sama húsi. Sjómannalögin duna og íslensk dægurlög við höfnina. Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á hatidhafsins.is 30 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is Gaman Ferðir bjóða upp á tónleikaferðir við allra hæfi. Kíktu á gaman.is og skoðaðu úrvalið. GAMAN Á TÓN- LEIKUM! BEYONCE London 1-3 júlí 149.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi RIHANNA London 24-26 júní 119.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi LIONEL RICHIE London 1-3 júlí 129.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi Frá Frá Frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.