Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 04.06.2016, Page 30

Fréttatíminn - 04.06.2016, Page 30
GOTT UM HELGINA Hátíð hafsins stútfull af skemmtun Furðufiskasýning, sjóræningar, sjávarréttir, Sirkus Íslands og ótal margt fleira á Hátíð hafsins um helgina. Sprett úr spori á Hlíðarenda Á morgun klukkan ellefu hefst hið árlega Valshlaup þar sem ungir sem aldnir eru hvattir til þátt- töku og hlaupið er tíu kílómetra frá bílastæðinu við Hlíðarenda út að Ægisíðu og til baka meðfram ylströnd Nauthólsvíkur. Keppt verður í karla- og kvennaflokki og verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum flokkum. Búist er við ágætis veðri og því kjörið tækifæri til hreyfingar undir sólinni. Hvar? Valsheimilinu, Hlíðarenda. Hvenær? Laugardaginn klukkan 11. Hvað kostar? 1000 - 2000 kr. UR_ óperan frumsýnd á Íslandi Fyrsta ópera Önnu Þorvalds tónskálds, UR_, verður frum- sýnd á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í kvöld. Óperan er í leik- stjórn Þorleifs Arnars Arnars- sonar. Hugðarefni Önnu í fyrstu óperu sinni er upphaf heimsins eins og það birtist í grænlenskri goðafræði, leið mannsins aftur að uppruna sínum og hvern- ig hann hefur fjarlægst rætur sínar. Hvar? Norðurljósasal Hörpu. Hvenær? Laugardaginn kl. 8. Hvað kostar? Verð frá 5.500 kr. Barnasýningin Vera og vatnið Á morgun, klukkan 15, fer fram aukasýning á Veru og vatninu, sýn- ingu eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru. Fylgst verður með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum. Verkið er ætlað börnum á aldrinum eins til fimm ára og fjölskyldum þeirra. Hvar? Tjarnarbíói. Hvenær? Sunnudaginn kl. 15. Hvað kostar? 2.500 kr. Götupartí og markaðir Á Laugavegi á milli Macland og Bravó verður blásið til útimark- aðar. Listafólk, plötusnúðar og veitingafólk kemur saman að bjóða upp á góða stemningu og selja af sér spjarirnar, listina sína og veitingar. Á sama tíma, nokkrum skrefum neðar á Laugaveginum, selja 19 glæsikvendi af sér spjarirn- ar á Loft Hostel. Hvar: Laugaveginum á milli Macland og Bravó og Loft Hostel. Hvenær: Milli klukkan 11- 18. Heilsið upp á kanínurnar Birgit Kositze kanínubóndi opnar kanínubúið fyrir gesti og gang- andi. Búið er á Syðri-Kárastöðum, skammt norðan Hvammstanga. Handverksmenn og konur verða á staðnum að vinna úr beinum, hornum og hrosshári. Einnig mæt- ir Guðmundur Ísfeld frá Jaðri sem smíðar glæsilega hnífa. Kaffi og kleinur verða á boðstólum sem Kvenfélagið Freyja sér um. Það verða tónlistaratriði frá bændum í nágrenninu og að sjálfsögðu er frábær skemmtun að skoða kanínurn- ar, klappa þeim og kynnast. Hvar: Syðri- -Kárastöðum. Hvenær: Laugar- daginn frá klukkan 13- 17. Sýningar Plast í hafinu: Umhverfisstofnun kynnir hvað hver og einn getur gert til að minnka mengun af völdum plasts. Sjóslys við Ísland 1870-2009: Ljósmyndasýning og fróðleikur um þau sjóslys sem hafa átt sér stað á slóðum við Ísland í gegnum árin. Listasafn Reykjavíkur: 2 fyrir 1 í Listasafnið um helgina. Fiskur dagsins: Franska listakon- an Josée Conan kynnir japanskar aðferðir við að prenta fiska- munstur. Matur Veitingahúsin við Granda; Bryggjan brugghús, Coocoo’s Nest, Texas- borgarar og Bergsson mathús verða með sérstakan matseðil í tilefni hátíðarinnar. Það verður einnig kokkað á pallinum á Sjóminjasafn- inu og boðið upp á fiskismakk við Grandagarð. Skemmtun fyrir börnin Sjávarklasinn: Í húsi Sjávarklasans verður teiknismiðja fyrir börnin, skipasmíðastöð, ískrapvél og raf- stýrðir toghlerar. Fljótandi sjóræningjakaffihús: Vegfarendum gefst tækifæri til að kíkja um borð í Sæbjörgina þar sem sjóræningjar og skipstjóri taka á móti manni. Bryggjusprell: Þrautir, keppn- ir, leikir og allskyns uppákomur á höfninni fyrir unga sem aldna. Boðið verður upp á andlitsmáln- ingu og björgunarsveitin Ársæll setur upp línubrú. Langsokkur skipstjóri og Svabbi sjómaður skemmta börnum á sviði Grandagarðs. Furðufiskasýning: Ótrúlegustu og furðulegustu dýr sjávar verða til sýningar í Grandagarði. Bryggjuveiði: Efnt verður til bryggjuveiði krakka á Verbúðar- bryggju. Krakkarnir eru hvattir til að koma með sínar eigin stangir ef möguleiki er á. Verðlaun í boði fyr- ir stærstu fiskana. Sirkus Íslands og Latibær mæta á sviðið í Grandagarði og skemmta allri fjölskyldunni. Tónlist Á útisviði á Grandagarði troða ýms- ir tónlistarmenn upp. Það verður harmonikkuhádegi í Hörpunni og tríóið Harmóníur kemur fram í sama húsi. Sjómannalögin duna og íslensk dægurlög við höfnina. Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á hatidhafsins.is 30 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is Gaman Ferðir bjóða upp á tónleikaferðir við allra hæfi. Kíktu á gaman.is og skoðaðu úrvalið. GAMAN Á TÓN- LEIKUM! BEYONCE London 1-3 júlí 149.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi RIHANNA London 24-26 júní 119.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi LIONEL RICHIE London 1-3 júlí 129.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi Frá Frá Frá

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.