Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 Súld, sjólítið, gráð – orðin sem lýsa veðrinu heilla Kristínu Bogadóttur ljós- myndara. Hún hefur nú opnað netta ljósmyndasýn- ingu í Þjóðminjasafninu með myndum af veðri og sjólagi. „Mér finnst veðurfréttir heillandi, hvernig maður ferðast kringum landið þegar maður hlustar á veðr- ið,“ segir Kristín Bogadóttir. Þetta kann að virka gamaldags, en mér finnst þær svo skemmtilegar.“ Tungumálið í kringum veður er ríkulegt en sem ljósmyndari þarf Kristín að fylgjast vel með veðrinu. „Mér finnst að við ættum að vera duglegri að reyna að lesa umhverfi okkar. Ég hafði lengi tekið myndir af sjónum en það var Trausti Jóns- son veðurfræðingur sem sagði mér að ég væri í raun að tala um „sjólag“ og nú væri það aðeins á átta stöðum Bolungarvík, austnorðaustan 7, skýjað, dálítill sjór, hiti við frostmark. Hvernig lítur „dálítill sjór“ út? Marsibil Erlendsdóttur, veðurathug- unarkona á Dalatanga. Marsibil tekur veðrið á þriggja tíma fresti allan sól- arhringinn. „Maður er alltaf að pæla í veðrinu,“ sagði Marsibil við Kristínu Bogadóttur. Mánárbakki, austnorðaustan 8, alskýjað, sjólítið, hiti 7 stig. Myndir | Hari Mér væri sama þó ég byggi í kústa-skáp svo lengi sem ég hefði sæmilega stúdíó-aðstöðu,“ segir 24 ára Kristófer Páll Viðarsson sem býr í einstaklingsíbúð á Stúdenta- görðunum. Í háskólanum sæk- ir hann listfræði með ritlist sem aukagrein og ver frítíma sínum í að semja tónlist undir nafninu Aska og skrifa ljóðabækur. „Ég ætla ekki að skafa utan af því, ég er með verst staðsettu íbúðina á stúdentagörðunum,“ segir Kristófer og vísar í aðkomu íbúðarinnar sem er staðsett við ruslagámana. „Aðkoman er mjög subbuleg og fyrir utan svalirnar má fylgjast með ruslinu hrannast upp í hverri viku. Fyrir utan það er ég mjög sáttur hérna og þakklátur fyrir að fá íbúð á hagstæðu verði.“ Kristófer er fæddur og uppalinn á Akureyri og flutti til Reykjavíkur í nám fyrir nokkrum árum, sam- ferða vini sínum. „Félagi minn er búinn að flytja fjórum sinum síðan og er á stöðugu vappi á leigumark- aðinum. Ég vil ekki hugsa um það hvernig mínum högum væri hátt- að hefði ég ekki þessa aðstöðu. Sæki ég um meistaranám fæ ég að halda þessari íbúð í þrjú ár í við- bót, ég er hæstánægður með það.“ Húsgögn íbúðarinnar er sam- tínsla þess sem Kristófer hefur fundið og fengið gefins. Sjálfur er hann ódýr í rekstri og byggist fæðan á múslí, ávöxtum og kaffi „Félagi minn keypti sófann í Góða hirðinum og gaf mér hann síðan, annað skrifborðið fiskaði ég af haugunum og hitt hefur fylgt mér alla tíð.“ Dýrmætasta djásnið eru stúdíóhornið á skrifborðinu með hljóðgervli og öðrum búnaði sem Kristófer nýtir til að semja tónlist, sem gengur prýðisvel að eigin sögn. „Ég seldi tæplega helming af vínylplötunum mínum til að fjármagna græjurnar. Ég hætti að drekka og einblíni alfarið á tón- listina þessa dagana.“ Helsta áskorun Kristófers þessa dagana er að vakna fyrr. „Ég vil nýta daginn betur og semja tón- list á morgnana. Ég vakna oftast ekki fyrr en klukkan tvö og fer í vinnuna stuttu síðar.“ Í nánu sam- býli Stúdentagarðanna þýðir ekki að spila tónlist fram eftir kvöldi. „Einu samskipti mín við ná- grannana eru hávaðakvartanir svo ég get ekki unnið fram eftir.“ En í hverju liggja áherslurnar að gera stúdentagarð að heimili? „Það skiptir mig mestu máli að fá að vera í friði. Ég hafði miklar áhyggj- ur af því að lenda á kollega íbúð- um þar sem nokkrir deila eldhúsi, ég hefði ekki höndlað það. Hér er góður friður þar til um helgar, þetta er partíblokkin.“  Fleiri myndir á frettatiminn.is Stúdentagarðarnir #5 „Ég ætla ekki að skafa utan af því, ég er með verst staðsettu íbúðina á Stúdentagörðunum.“ „Sama þó ég byggi í kústaskáp“ Kristófer Páll Viðarsson er fimmti viðmælandi í myndaröðinni Stúdenta- garðarnir. Hann er feginn að vera laus við hrellingar leigumarkaðarins og segist glaður búa smátt svo lengi sem það sé friður til að semja tónlist. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Kristófer gaf út plötuna Grátónar undir nafninu Aska og ljóðabókina Feigðarórar í seríu Meðgönguljóða sem er uppseld í dag. Kristófer nældi sér í ódýr húsgögn í Góða hirðinum og á haugunum. Hann segir engu máli skipta hvernig hann býr svo lengi sem hann hafi stúdíó. veðurathugunarmenn sem fylgdust með því.“ AIRWEIGHT TITANIUM UMGJÖRÐ og létt harðplast gler með glampa-, rispu- og móðuvörn. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI Nær eða fjær styrkleiki 19.950 kr. Fullt verð: 53.700 kr Margskipt gler og umgjörð 59.900 kr. Fullt verð: 109.100 kr Öll glerin koma með rispu-, glampa- og móðuvörn. Evolis frönsku verðlauna- glerin frá BBGR eru með tvöfalda yfirborðsslípun sem færir þau í nýja vídd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.