Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016
Gjaldeyrir.is er
tímasparnaður
fyrir alla
Pantaðu ferðagjaldeyrinn á gjaldeyrir.is og
gríptu hann með þér í nýja útibúinu okkar á
Keflavíkurflugvelli á leið út í heim.
Viðskiptavinir allra banka geta nýtt sér
þessa þjónustu.
Það verður ekki mikið þægilegra.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
6
-
1
2
6
8
að leika eitthvert leikrit, það
komi af því að því líði vel í kristnu
samfélagi. Þau séu hinsvegar stund-
um viðkvæm fyrir því að aðrir viti
að þau sæki kirkju, það komi fyr-
ir að samlandar þeirra ráðist á þau
eða þau verði fyrir aðkasti vegna
trúskiptanna.
Hann segir að trúskiptin geti
haft alvarleg áhrif verði fólk sent
til baka til heimalanda sinna.
Þetta sé því mjög stór ákvörðun.
Ef fólk er sent til baka til Írans
eða Afganistan geti þetta varðað
dauðarefsingu. Fyrir fólk frá Írak
eða öðrum múslimalöndum geti
þetta þýtt talsverða erfiðleika eða
vandræði.
Miði til Evrópu
En líta flóttamennirnir á trúskipt-
in sem aðgöngumiða að betra lífi?
Mohammed Reza Moghadam er 27
ára Kúrdi frá Íran sem fékk nýlega
Kristni og Íslam eru ekki svo ólík trúarbrögð
„Það er svo gott og einfalt að vera kristinn,“ seg-
ir Sabah, einn þeirra fyrrverandi múslima sem hafa
snúist til kristni hér á landi. Hann er 35 ára Íraki sem
Útlendingastofnun lét flytja nauðugan til Noregs klukk-
an fimm á þriðjudagsmorgun.
„Kristni og íslam eru ekki svo ólík trúarbrögð, munur-
inn er minni en margir halda. En kristna samfélagið er
svo fallegt og ekki jafn herskátt og í íslam,“ segir hann.
Sabah var í íraska hernum og vann þar við bílavið-
gerðir. Hann vann líka fyrir mannréttindasamtök við
að afla upplýsinga um spillingu í stjórnkerfinu og vegna
þess lenti hann upp á kant við lögreglusveitir sem réð-
ust inn á heimili hans og höfðu í hótunum við hann og
konu hans. Konan hans fór aftur til fjölskyldu sinnar
en hann flúði til Noregs. Í Noregi dvaldi hann í mót-
tökumiðstöð fyrir flóttamenn, fyrst í Trysil og síðan í
Hönefoss, og hitti fáa eða enga Norðmenn. „Ég var í
tvo mánuði í Noregi. Mér leið ekki vel, það voru mjög
margir saman og óþrifalegt, sérstaklega í Hönefoss. Ég
var veikur fyrstu dagana í Noregi en enginn læknir kom
til mín.“ Hann sagðist vera afar sorgmæddur yfir flutn-
ingunum, enda líkaði honum vel á Íslandi en hér dvaldi
hann í rúma 6 mánuði. „Norðmenn líta svo á að það sé
í lagi með ástandið í Suður Írak og senda mig sjálfsagt
til baka þangað. Ég er bara að biðja um að geta verið
öruggur. Í dag veit ég ekkert um framtíðina, ég er bara
leiður og sorgmæddur.“
Abbas, 25 ára fyrrverandi hermaður og vélvirki frá
Írak, sem var fluttur með sömu vél til Noregs á þriðju-
dag hefur líka skipt um trú. Hann segist hafa flúið und-
an vopnuðum öryggissveitum stjórnvalda sem vildu að
hann gengi til liðs við þær. Hann flúði til Noregs þar
sem hann var í tvo og hálfan mánuð áður en hann fór
til Íslands. „Ég er mjög hræddur við framtíðina,“ segir
hann en ekkert blasir við nema ferð aftur til Íraks þar
sem óöryggið tekur við.
dvalarleyfi á Íslandi en hann var
á flótta frá heimalandinu í tólf ár,
þar af átta ár í Noregi, þar sem líf
hans var meira og minna bak við
luktar dyr, enda var hann pappírs-
laus og réttlaus í landinu og gat því
ekki haldið áfram með líf sitt. Hann
segist hafa átt erfiða daga í Noregi
en ástandið hafi þó versnað mik-
ið síðustu árin enda mikil ásókn
flóttamanna þangað. Hann snerist
til kristni hér á landi en hann segist
trúa á vestræn gildi. „Á Íslandi er
gott og fallegt samfélag fólks. Það
eru svo margir hlutir sem hafa far-
ið á versta veg í íslam. Ég vil bara
segja að það sé fallegra að vera
kristinn,“ segir hann.
Toshiki Toma og Rezhik, sem fékk nýlega dvalarleyfi hér á landi. Hann hefur ver-
ið um tólf ár á flótta, lengst af í Noregi, en snerist til kristni hér á landi og hefur
verið virkur í safnaðarstarfi í Laugarneskirkju.
Abbas og Sabah voru báðir handteknir og sendir til Noregs
á þriðjudag. Þeir snerust til kristni hér á landi undir hand-
leiðslu Toshikis Toma.