Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 44
mál og hélt að þegar ég yrði full- orðin þyrfti ég að fara í „alvöru vinnu“. Ég hafði ekki hugmynd um það hvað það er sjúklega mikil vinna að starfa við listsköpun,“ segir Salóme sem var á þriðja ári í lögfræði þegar hún venti sínu kvæði í kross og sótti um inngöngu í leiklistardeild Listaháskólans. „Ég kom ekki auga á það fyrr en ég var komin inn í skólann að ég var búin að vera stanslaust í leiklist frá því ég var í grunnskóla. Sumarstörfin mín og allt það sem ég gerði eftir skóla var mjög leik- listarmiðað.“ Greip lögfræðina Salóme stóð sig alltaf vel í skóla og vildi halda því áfram. Hún vildi gera foreldra sína stolta, fá góðar einkunnir og verða góður og gild- ur þjóðfélagsþegn. Læra eitthvað virðulegt. Hugmyndin um leik- listina sem nám eða starfsvettvang var henni mjög fjarlæg. Ýmsir höfðu gert sér í hugarlund að ég færi á náttúrufræðibraut í MR og yrði jafnvel læknir, en í staðinn fór ég á málabraut í MH og hafði því engan grundvöll til að fara í læknisfræði. Vali mínu til varnar benti ég á að ég gæti alveg lært eitthvað „flott“ þrátt fyrir að vera ekki með aukastærðfræði í farteskinu. Lögfræðin var það fyrsta sem ég greip sem eitthvert „alvöru“ sem ég gæti gert, þrátt fyrir að hafa farið á málabraut. Raunveruleg ástæða var hins vegar sú að mér þóttu tungumál frábær og ég fór í MH út af leiklistinni.“ Þegar Salóme lítur til baka þá finnst henni eins og undirmeðvit- undin hafi stöðugt verið að stýra henni í átt að leiklistinni á sama tíma og hún á yfirborðinu reyndi að streitast á móti. „Ég var að reyna að skrifa einhverja yfirsögu þar sem ég yrði ábyrgur og flottur fullorðinn einstaklingur,“ útskýrir hún. Hryggbrotnaði í sirkus Salóme hafði starfað með Sirkus Íslands meðfram lögfræðinni og fékk þar góða útrás. „Það hent- aði mér vel að vera flippskunkur á kvöldin, en sökum þess hve ég var óábyrg og fljótfær, og ekki í viðeig- andi öryggisbúnaði, þá hrygg- brotnaði ég – braut tvo hryggjarliði – og mátti ekki mæta á æfingar. Svo ég varð að finna mér eitthvað annað að gera á kvöldin og þannig endaði ég í Stúdentaleikhúsinu.“ Fljótlega fór Stúdentaleikhús- ið að ganga fyrir hjá Salóme og námið sat á hakanum. „Til að gera langa sögu stutta þá stóð ég mig illa í lögfræðinni. Þó ég hafi verið duglegur námsmaður þegar ég var yngri þá gat ég ekki setið og lesið þegar ég var komin í háskólann. Það er svo mikill dugnaður í þess- um krökkum. Ég man eftir því að hafa horft kringum mig í lesstof- unni og velti því fyrir mér hvort ég væri virkilega sú eina sem væri að þykjast lesa,“ segir hún og skellir upp úr. Varð fljótt óhamingjusöm Á þriðja árinu í lögfræðinni tók Salóme ákvörðun um að taka sér tak. Hún fékk undanþágu til að taka fleiri einingar á önninni en leyfilegt var og ætlaði að einbeita sé alfarið að náminu. Setti sjálfa sig í leiklistarbann. „Ég var ekki lengi að verða mjög óhamingju- söm. Og ég man varla eftir því hvernig ég tók svo loksins U-beygj- una. Allt í einu var ég bara mætt í inntökuprófin í LHÍ og sem betur fer tóku þeir mig inn. Það er stund- um eins og ég fari í „blackout“ og taki þá þær ákvarðanir sem beina mér í þá átt að gera mig hamingju- sama.“ Salóme þóttist þó alltaf ætla að klára prófin í lögfræðinni og gekk lengi vel með bók í refsirétti í töskunni sinni. Sumum félögum hennar í lögfræðinni þótti þetta undarleg ákvörðun. „Þau skildu ekki af hverju ég var að hætta í geggjuðu fagi þar sem ég var að díla við alvöru hluti, til að leika hund í leikfimitíma á Sölvhóls- götu,“ segir Salóme sem fann þó fljótt að leikaranámið snerist um svo miklu meira en fíflalæti. „Þótt það sé að sjálfsögðu líka mjög mik- ilvægt að vera góður í að fíflast,“ bætir hún við. Margfalt meira álag „Þegar ég var í lögfræðinni þá leið mér eins og ég væri í seigfljótandi umhverfi að bíða eftir því að tím- inn liði. Það var bara suð í hausn- um á mér. En um leið og ég byrjaði í Listaháskólanum var ég að frá morgni til kvölds. Ég átti bágt með að trúa því, en ég var skyndilega komin í margfalt meira námsálag en hafði verið í lögfræðinni. Þá meina ég ekki að það sé erfiðara að vera í leiklist en lögfræði, ég held að munurinn hafi að stóru leyti legið í því að ég var loksins að vinna vinnuna. Auðvitað er ekki til neitt nám eða starf sem er eintóm hamingja og gleði. Það eru alltaf einhver leiðinleg verkefni, en mað- ur bara klárar þau. Aðeins þannig getur maður haldið áfram að njóta verkefnanna sem næra mann.” Fór í bann Salóme setti sjálfa sig í leiklistarbann til að sinna lögfræðinni betur en varð fljótt mjög óhamingjusöm. Hún hafði valið rangt. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þetta er búið að vera mikið stuð og mikil áskorun, að þreifa fyrir mér í tónlistinni,“ segir Salóme Gunnarsdóttir, leikkona og meðlimur í hljóm- sveitinni Pocket Disco, sem kom fram á sjónarsviðið fyrr á árinu og hefur gefið út tvö lög ásamt tveim- ur gjörólíkum tónlistarmyndbönd- um. Salóme viðurkennir reyndar að hún sé ekki vel að sér í tækni- legum hliðum tónsmíðanna, en það kemur ekki að sök. „Ég er heppin að hafa frábæran hljóm- sveitarfélaga í honum Steindóri Grétari og svo reynsluboltann Viktor Orra sem pródúserar lögin okkar frá Berlín.” Sagði bara já En hvernig kom það til að Salóme ákvað að reyna fyrir sér í tón- listinni? „Steindór spurði mig hvort ég vildi vera með sér í hljóm- sveit og ég sagði bara já. Ég þekkti hann ekkert á þeim tíma, en hann langaði mikið að starta tónlistar- verkefni og sameiginleg vinkona okkar, Margrét Erla Maack, sagðist viss um að við tvö gætum mynd- að dúndurdúett. Margrét stakk líka upp á nafninu, ég kýs að kalla hana guðmóður Pocket Disco.” Með umboðsmenn í London Undanfarin ár hefur Salóme hins- vegar fyrst og fremst starfað sem leikkona, bæði á sviði og fyrir framan myndavélar. Þá er hún meðlimur í spunahópnum Improv Ísland sem hefur verið með viku- legar sýningar í Þjóðleikhúskjallar- anum í vetur. „Ég er búin að vera með um- boðsmenn í London í eitt ár og hef fengið nokkur verkefni í gegnum þá. Meðal annars hlutverk í leik- ritinu Fuck the Polar Bears í Bush Theatre í vetur sem var frábær reynsla,“ segir Salóme sem hefur flogið ansi oft á milli Íslands og Bretlands síðustu vikur, en hún er búsett á Íslandi. „Mér finnst mik- ilvægt að taka það fram að það eru mörg verkefni sem ég fæ ekki. Ég fæ iðulega sendar prufusenur og handrit fyrir erlend verkefni sem ég þarf svo að vinna og senda frá mér á stuttum tíma. Ég lít eigin- lega á þetta sem ókeypis fjarnám.“ Hrædd við öryggi Salóme kann ágætlega að meta þetta fyrirkomulag og óvissuna sem fylgir. „Sumir þurfa að hafa öryggi, en ég verð hálf hrædd við tilhugsunina um of mikið öryggi og að vita hvernig framtíð mín verður næsta árið. Ég fæ bara inn- ilokunarkennd. Það er eflaust eitt- hvað sem ég þarf að vinna í,“ segir hún og hlær. „Ég er að gera handa- hófskennda hluti og einhvern veginn gengur það upp. Ég vona bara að ég sé ekki að valda fólki óþægindum með þessari hegðun.“ Sá leiklistina sem áhugamál Salóme hefur þó ekki alltaf verið á þessum stað. Það stefndi í að hún fetaði allt aðra og hefðbundnari braut í lífinu. „Ég fattaði ekki að það væri hægt að vinna við þetta. Ég sá leiklistina bara sem áhuga- Tekur stundum ákvarðanir í „blackouti“ Salóme Gunnarsdóttir ætlaði alltaf að verða góður og gildur þjóðfélagsþegn þegar hún yrði stór. Hún lærði lögfræði í þrjú ár áður en hún gafst upp fyrir leiklistargyðjunni sem fylgdi henni hvert fótspor. …viðtal 4 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016 Það hentaði mér vel að vera flippskunkur á kvöldin, en sökum þess hve ég var óábyrg og fljótfær, og ekki í viðeigandi ör- yggisbúnaði, þá hryggbrotnaði ég – braut tvo hryggjarliði – og mátti ekki mæta á æfingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.