Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 42
Hlegið og
grátið í
Háskólabíói
Það ríkti mikil eftirvænting í
Háskólabíói á fimmtudagskvöld
þegar myndin Jökullinn logar var
forsýnd fyrir fullum sal. Myndin
fjallar um leið íslenska lands-
liðsins á Evrópumeistaramótið
í knattspyrnu sem hefst í næstu
viku. Sölvi Tryggvason,
höfundur og framleiðandi
myndarinnar, ávarpaði gesti
áður en sýningin hófst og
þakkaði meðal annars
foreldrum sínum fyrir
góðan stuðning.
Myndin virtist
leggjast vel í fólk, en
það var bæði hlegið
og grátið í salnum,
enda mikið um broslegar uppá-
komur og hjartnæm augnablik
sem fest voru á filmu.
Hluti landsliðshópsins lét sig
ekki vanta, en í salnum voru með-
al annar Gylfi Þór Sigurðsson, Jó-
hann Berg Guðmundsson, Hannes
Þór Halldórsson og landsliðsfyrir-
liðinn sjálfur, Aron Einar Gunnars-
son.
Sölvi kallaði þá Gylfa Þór og
Jóhann Berg upp á svið og lét þá
taka þátt í smá sprelli þar sem þeir
spörkuð bolta á milli sín og svo út í
sal. Bað Sölvi bíógesti um að reyna
að festa spörkin á filmu og birta á
samfélagsmiðlum með kassamerk-
inu #jökullinnlogar. Eigandi bestu
myndarinnar myndi svo fá bolta í
verðlaun.
Kristín Ólafsdóttir, eiginkona
Björgólfs Thors Björgólfssonar, er
meðframleiðandi myndarinnar
og var hún að sjálfsögðu mætt til
að taka á móti bíógestum. Eigin-
maðurinn var ekki langt undan,
gekk á milli fólks og blandaði geði.
Þarna var, að sjálfsögðu, mætt öll
knattspyrnuelítan og öflugustu
knattspyrnuáhugamenn lands-
menn, ásamt fylgifiskum.
Eftir myndina var svo blásið til
frumsýningarteitis á barnum á hinu
nýopnaða hosteli, Oddsson í JL-hús-
inu, þar sem skálað var í freyðivíni
undir ljúfum djasstónum.
Jessica Alba
var strákastelpa
Jessica Alba var
í viðtali í Instyle á dögunum
og segir hún frá því þar að
hún hafi verið mikil stráka-
stelpa í uppvextinum. Hún
eyddi miklum tíma með
bræðrum sínum og spilaði
fótbolta. Það var ekki fyrr
hún fór að vera þekkt
fyrir að leika að hún fór að
klæða sig upp. Það var svo árið
2001 sem hún var í efsta sæti á
Maxinm ś Hot 100 listanum.
Fyrir þann tíma var hún mikið
í víðum buxum og toppum og
hettupeysum og segir hún sjálf
að þessi klæðnaður hafi verið
andstæðan við kynþokkafullt.
Rob Kardashian og Blac
Chyna með sinn eigin þátt
E! News hefur staðfest að Rob
Kardashian og Blac Chyna ætli sér að vera
með sinn eigin raunveruleikaþátt, sem
hefur verið kallaður Rob & Chyna.
Eins og flestir vita eru fjölskyldumeðlim-
ir Rob með einn vinsælasta raunveruleika-
þátt í heimi og samkvæmt mörgum slúð-
urmiðlum ytra, eru Kardashian og Jenner
systur misánægðar með þessa samkeppni.
Fyrst var áformað að Rob og Chyna
myndu koma fram í þættinum Keeping Up With The Kardashians, en
Blac var ekki sátt við þá upphæð sem hún átti að fá fyrir það svo hún
hafnaði því.
Sharon og Ozzy ekki að skilja í alvöru
Skilnaður rokkarans Ozzy Osbourne og
eiginkonu hans til rúmlega 30 ára, Sharon
Osbourne, hefur vakið mikla athygli upp á
síðkastið. Nú hefur Steven Machat, fyrrum
umboðsmaður Ozzy, stigið fram og vill meina
að þessi skilnaður sé ekki alvöru skilnaður.
Hann vill meina að hjónakornin séu einfald-
lega að vekja á sér athygli vegna komandi
tónleikaferðar Ozzy, Black Sabbath tour. Í
viðtali við slúðurmiðilinn RadarOnline segir
Steven: „Ég myndi þora að veðja peningum á
það að þetta er fjölmiðlabragð. Sharon
myndi ekki hika við að beita svona brögðum
til að vekja athygli á þeim.“
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Allir á þessari mynd eru betri íþróttaf-réttamenn en ég. Það er ekki af því ég er kona, heldur af því ég
hef bara sex mánaða reynslu af því
að starfa sem íþróttafréttamaður,
á meðan þeir hafa verið þarna í
mörg ár,“ segir Svava Kristín Grét-
arsdóttir sem gegndi starfi íþrótta-
fréttamanns á 365 á síðasta ári og
vísar þar í auglýsingu frá fyrirtæk-
inu sem gekk eins eldur í sinu um
netheima í vikunni. Á henni eru
12 karlmenn og þeir sagðir starfa á
öflugustu íþróttadeild landins.
6 ára í viðtali hjá Gaupa
„Auðvitað hefði verið gaman að sjá
konu á þessari mynd, en akkúrat
núna er bara ekki kona í 100 pró-
sent starfi þarna,“ heldur Svava
áfram. Hún er sannfærð um að
ástæðan fyrir því að svo fáar konur
starfi sem íþróttamenn hérlendis sé
ekki sú að það sé ekki vilji til þess
að ráða konur á íþróttadeildirnar.
„Ég á karlkyns vini á svipuðum
aldri og ég sem hafa sótt um starf
á íþróttadeildinni en ekki feng-
ið. Þeir vilja einfaldlega fólk með
reynslu. Ég man eftir því þegar ég
var sex ára þá tók Gaupi (Guðjón
Guðmundsson) viðtal við mig á
Pæjumótinu. Eðlilega veit hann
meira um íþróttir en ég, hann hef-
ur miklu meiri reynslu. Ég held að
þetta sé miklu meira spurning um
að það er stöðugur niðurskurð-
ur hjá fjölmiðlafyrirtækjunum
í landinu og því erfitt að hleypa
reynslulausu fólki að. Auðvit-
að er það svo alveg umræða sem
má taka, hvort megi ekki fara að
skipta út og yngja upp.“
Hrósað af þjálfara
Sjálf brennur Svava fyrir því að
starfa sem íþróttafréttamaður.
„Ég er búin að sækja um. Um leið
og samningurinn minn rann út í
fyrra þá sótti ég um aftur og líka
fyrir sumarið. Ég þrái að komast
þarna inn aftur. Þetta er skemmti-
legasta starf sem ég hef unnið. Ég
þarf þá bara að berjast við þessa
karla,“ segir hún kímin.
Svava, sem hefur mikinn áhuga
á íþróttum og fylgist vel með,
viðurkennir að hún hafi verið
töluvert stressuð þegar kom að
því að taka fyrsta alvöru viðtalið
við þjálfara í Pepsídeild karla í fót-
bolta. „Ég fór að ímynda mér að
hann héldi að hann væri að fara að
tala við einhverja litla stelpu sem
vissi ekki neitt um fótbolta. En það
var bara eitthvað sem ég bjó til og
var aldrei til staðar. Ég frétti það
svo eftir viðtalið að þessi þjálfari
talaði um hvað hann hafi verið
ánægður með mig, bjóst ekki við
því hversu ágeng ég var, enda gaf
ég honum ekkert eftir.“
Ekki bara sæta stelpan
Svava segist aldrei hafa upplif-
að vanvirðingu í sinn garð innan
íþróttaheimsins eða frá kollegum.
Það hafi frekar verið hinn almenni
borgari sem virtist telja að hún
væri bara sæta stelpan sem fengi
fréttirnar skrifaðar og læsi þær
upp.
„Mér fannst frábært að finna
virðinguna sem ég fékk frá íþrótta-
mönnum og þjálfurum á landinu,
sérstaklega frá strákunum í Pepsí-
deildinni sem fólk heldur að gagn-
rýnin sé að koma mest frá.“
Ég þarf bara að
berjast við þessa karla
Svava Kristín starfaði sem íþróttafréttamaður á 365 um nokkura
mánaða skeið og upplifði aldrei vanvirðingu í sinn garð. Hún telur að
fjölmiðlafyrirtækin vilji ráða konur en það sé oft erfitt vegna reynsluleysis
Skemmtilegt Svava Kristín segir íþróttafréttamannsstarfið það skemmtilegasta sem hún hefur unnið og þráir að komast aftur í bransann. Mynd | Hari
Kvikmynd Sölva Tryggvasonar, Jökullinn logar, féll feiknarvel í kramið hjá bíógestum á heiðursforsýningu í Háskólabíói
…fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Ég þrái að komast þarna
inn aftur. Þetta er skemmti-
legasta starf sem ég hef unnið.