Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 36
Kaldir víkingar Glænýtt stuðningsmanna- lag fyrir EM í fótbolta ætti að koma íslenskum áhuga- mönnum um tuðruspark í stuð. Höfundur lagsins, Bertel Ólafsson, er undir áhrifum frá bresku sveitinni New Order. Hinn dagfarsprúði viðskipta- fræðingur Bertel Ólafsson starfar hjá Icelandair Cargo. Á kvöldin og um helgar er hann hins vegar tónlistarmaðurinn Ruddinn. Þegar aðeins nokkrir dagar eru í EM í fót- bolta hefur Bertel sent frá sér nýtt lag til stuðnings íslenska lands- liðinu. „Lagið varð til í einhverju fikti hjá mér,“ segir Bertel. „Ég var bara að leika mér. Söng þetta fyrst sjálfur með mínum takmörkuðu sönghæfileikum eftir að hafa lamið saman textann.“ Svo hófst leit að söngkonu til að syngja lagið og hana fann Bertel í Viðju Antons- dóttur. Lagið, sem heitir Kaldir víkingar, er samið undir sterkum áhrifum frá New Order. Sú sveit hefur lengi verið uppáhalds hljómsveit Bertels og samdi einmitt baráttulag enska landsliðsins fyrir HM 1990, lagið World in Motion. Í texta Bertels er herhvöt um að þjóðin sameinist að baki landsliðinu en samt segist Ber- tel ekki vera grjótharður fótbolta- áhugamaður. „Ég horfi samt alltaf á stórmótin. Þau eru skylduáhorf,“ segir Bertel. „Mér fannst bara vanta lag núna rétt fyrir mót, svo kemur keppnin og ég horfi á hana, en yfir- leitt finnst mér best að fylgjast með boltanum með því að sjá endursýn- ingar og kannski umræðuna eftir leik.“ | gt Við erum Íslendingar – kaldir víkingar komnir á mót með þeim bestu. Við ætlum að slá í gegn annað er fáránlegt undur og stórmerki áður hafa gerst. Stemningin var rosaleg þegar Ísland komst á EM, en nú þarf að girða sig í brók og standa sig! Bertel Ólafsson er undir miklum áhrifum frá New Order og spyr: „af hverju ætti maður að breyta því sem virkar?“  Heyrðu lagið á frettatiminn.is  Myndband af söng Sofiu er á vefsíðu Fréttatímasn Sækir innblástur frá hljóðum í kringum sig Sofia Jernberg beitir rödd sinni á óhefðbundinn hátt Sænsk- -eþíópíska söngkonan Sofia Jern- berg er með- al flytjenda í óperunni UR_. „Ég syng aðallega spunasöng sem gerir hlutverk mitt í óperunni frá- brugðið því sem ég er vön,“ segir sænsk-eþíópíska söngkonan Sofia Jernberg sem er meðal flytjenda óp- erunnar UR_ eftir Önnu Þorvalds- dóttur sem verður frumsýnd hér á landi í Hörpu í kvöld. Segja má að rödd Jernberg sé held- ur óvenjuleg en hún fer tilrauna- kenndar leiðir við beitingu hennar. Aðspurð um hvernig hún beiti rödd sinni og hvaðan hún fái innblástur segir hún: „Venjulega spinn ég bara á staðnum og breyti röddinni í augna- blikinu, ég veit ekki hvernig ég beiti röddinni tæknilega enda vekur það ekki áhuga minn. Innblástur- inn sæki ég til allra hljóða í kring- um mig. Þegar ég vinn með hljóð- færaleikurum, selló og píanistum, spinn ég til dæmis hljóðið í kring- um hljóðfæri þeirra og hermi eftir þeim.“ Hún segir ekki síður skemmti- legt að breyta hlutverki söngvar- ans þannig hann sé ekki alltaf sól- óisti heldur hluti af hljóðinu, skuggi hljóðanna, þannig hafi Anna skrifað óperuna UR_. En af hverju er Sofia í UR_ óper- unni? „Arnbjörg Þorvaldsdóttir, fram- leiðandi sýningarinnar, blés til ferð- ar til Grænlands með Önnu þar sem ég hitti hana í fyrsta skipti og við náðum vel saman. Þannig hófst okk- ar samstarf.“ Hún segir hlutverk sitt í UR_ ekki hefðbundið heldur eru þrír söngvarar sem leiki eina og sömu persónuna. „Við erum þrír söngv- arar sem erum ein persóna, en ég veit ekki hvort ég er karl eða kona, persónan hefur ekkert nafn. Þetta er frekar abstrakt hlutverk en ég veit að ég er næst fæðingunni. Þar sem ég syng ekki óperusönginn, eins og hinir tveir söngvararnir, er ég meira að herma eftir hljóðunum, jörðinni og vindinum í kringum mig. Það er ekki svo auðvelt að útskýra.“ Hvort hlutverk Jernberg í UR_ sé ólíkt hinni hefðbundnu óperurullu segir hún: „Já, ég myndi segja það en ég er enginn hefðbundinn óp- erusöngvari og get því ekki svarað spurningunni réttilega.“ Það verði áhorfendur að dæma. - bg Byltingarkennd netverslun Barkode er ný vefverslun sem einblínir á nýja hugsun, byltingu og nýtt form samstöðu þegar kemur að fatakaupum. Vörur Barkode eru keyptar af vottuðum fram- leiðendum og engar vörur inni- halda dýr eða dýraafurðir. Pró- senta af öllum sölum Barkode rennur þá einnig til styrktar UN WOMEN á Íslandi. „Saman stöndum við hærra og hugs- um hærra,“ segir á vefsíðunni www.barkode.is Skemmtilegasti verslun- arstjóri landsins „Fólk er stöðugt að koma til mín og biðja mig um að taka versl- unardansinn“ „Tölurnar sýna aukna traffík í verslunina. Ég er bara ég, hress og kátur og finnst gaman að vera til,“ segir Ívar Þórður Ívarsson, verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi. Ívar hefur slegið í gegn í kynningarmyndböndum Rúm- fatalagersins þar sem hann kynnir vörur af mikilli innlifun, einlægni og ástríðu. Myndskeiðin fá allt að 70.000 áhorf. Fyrsta myndskeiðið birtist á Facebook um jólin og síðan hefur heimsóknum fjölgað í verslunina á Korputorgi. Fólk er æst í að hitta Ívar. „Fólk er stöðugt að koma til mín og biðja mig um að taka versl- unardansinn,“ segir Ívar hlæjandi og vísar þá í dansspor sitt í nýjasta myndbandinu. „Ég kalla þetta dans- spor „Shopping carter“ og hef not- ast við það í tugi ára. Ég hendi í sporið þegar ég er orðinn þreyttur á dansgólfinu, þá stend ég kyrr og einfaldlega set í körfuna. Ég bjóst ekki við því að myndbrotið færi á slíkt flug.“ Ívar hefur starfað hjá Rúm- fatalagernum í 11 ár, byrjaði á kass- anum og vann sig upp. Hann segist njóta hvers dags í starfinu. „Ég er 99% tímans á gólfinu að sinna kúnn- um. Ég vil að fólk hafi gaman af því að koma á Korputorg og smita frá mér ánægju og gleði. Nú er að koma sumar, sólin skín og það er svaka- lega gaman í vinnunni. Ég hlakka sérstaklega til helgarinnar í búð- inni.“ | sgk Ívar hefur unnið hug og hjarta þjóðar- innar í kynningarmyndböndum Rúm- fatalagersins. Í því nýjasta tók hann „the shopping carter“ danssporið sem gerði allt vitlaust á netheimum. Mynd/skjáskot úr myndbandi Hringtorgs Fólk sækir í Ívar í Rúmfatalagernum 36 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.isSuðurlandsbraut 20 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15 VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU PARKETSLÍPARA LANDSINS HAFÐU SAMBAND OG VIÐ RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ OG ALMENT VIÐHALD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.