Fréttatíminn - 11.06.2016, Side 14
Að horfast í augu við harminn
Stephen Jenkins er með
meistaragráðu í guðfræði frá
Harvard háskóla og meistara-
gráðu í félagsráðgjöf frá háskól-
anum í Toronto. Hann hefur
byltingarkennda sýn á harm og
dauða í Norður-Ameríku. sjá: orp-
hanwisdom.com
„Fókusinn á vinnustofunni er á
sútun skinna en um leið munum
við horfast í augu við þetta hrun
hins staðbundna og þorpsvit-
undarinnar og hvaða áhrif það
hefur á okkur og heiminn,“ segir
Elín Agla sem telur algjörlega
nauðsynlegt að horfast í augu við
þann harm sem fylgir því að sjá
sveitarfélögin deyja út. „Þegar
ég kom fyrst í Árneshrepp minnti
samfélagið mig á ömmu og afa,
þeirra persónur og gildin sem þau
stóðu fyrir sem manneskjur. Með
Jenkins munum við stúdera þessa
þorpsvitund í sagnfræðilegu ljósi,
með þeim tilgangi að reyna að sjá
undirrót þess sem er að gerast í
heiminum í dag.“
Vigtar fisk og yrkir sem bóndi
„Ég bjó hér í þrjú ár með fyrrver-
andi manninum mínum og við átt-
um saman dóttur, Jóhönnu Engil-
ráði. Þegar við svo fluttum aftur
suður saknaði ég þess mjög að vera
hérna svo við dóttir mín komum
aftur fyrir tveimur árum,“ segir
Elín sem hefur síðan gegnt starfi
hafnarstjóra í Norðurfirði þar sem
22 bátar eru á strandveiðum. Í
starfinu felst meðal annars að vigta
allan þann fisk sem kemur í land og
keyra vörur um bryggjuna á lyftara.
Þegar Elín er ekki niðri á bryggju
yrkir hún ljóð og er þjóðmenningar-
bóndi. „Þegar ég flutti hingað aft-
ur árið 2014 var fólk forvitið að vita
hvers vegna í ósköpunum ég væri
að koma aftur. Þá voru hér engir
atvinnumöguleikar, eins og eru hér
í dag, og ég var einstæð móðir og
bíllaus. Fólk var að spyrja mig og
nágranna mína hvað ég væri eigin-
lega að gera hér. Ég gat ekki svarað
því sjálf með góðu móti því ég hafði
engan titil en ég vissi samt að ég
væri að reyna að gera eitthvað. Þá
þýddi ég orðið menningarleg sjálf-
bærni yfir í þjóðmenningu en svo
vildi ég bæta við einhverri sögn svo
starfsheitið hljómaði eins og ég væri
að gera eitthvað og þannig bætt-
ist bóndi við. En svo er merking
orðsins breytileg dag frá degi svo
ég þarf ekki að standa skil á því við
neinn, enda er enginn að borga mér
fyrir að vera þjóðmenningarbóndi.“
Mikilvægast að fá fólk
Þegar Elín Agla flutti til Reykjavík-
ur fór hún í framhaldsnám í um-
hverfis-og auðlindafræði, með því
markmiði að skoða menningarlega
sjálfbærni í Árneshreppi. „Eftir á
að hyggja held ég að það hafi verið
yfirvarp til að komast hingað aftur,
en líka vegna þess að ég hef mjög
djúpa ástríðu fyrir því að reyna
að skilja hvað er að gerast hérna.
Niðurstaða meistararitgerðarinn-
ar er einfaldlega sú að ég f lutti
hingað aftur. Listamenn myndu
kannski kalla þetta gjörning en ég
kalla þetta venjulegt líf því það sem
viðheldur lifandi þjóðmenningu í
litlum samfélögum er að fólk flytji
þangað. Peningar og voðalega fínn
vegur myndu ekki gera jafn mikið
fyrir þetta svæði og fólk. Það allra
mikilvægasta er að fá hingað fólk,“
segir Elín Agla sem hefur skipulagt
vinnustofu um þorpsvitund og sút-
un skinna í samstarfi við hinn víð-
fræga Stephen Jenkins í lok júní
þar sem tekist verður á við harm-
inn sem fylgir því að sjá samfélag
hverfa en um leið verður reynt að
virkja menninguna í hversdegin-
um. (sjá nánar til hliðar) „Við vilj-
um viðhalda þessari menningu og
þessu samfélagi sem man svo langt
aftur og sem við getum lært svo
margt af. Ég hugsa um það nán-
ast á hverjum degi hvers vegna við
viljum öll að Árneshreppur lifi en
eigum samt svo erfitt með að fram-
kvæma það sem þarf til. En bestu
spurningarnar eru auðvitað þannig
að það er ekki hægt að svara þeim
á einfaldan hátt heldur glímum við
við þær eins og ráðgátu.“
Stephen Jenkins.Vinnustofan verður í Trékyllisvík
dagana 21.-24. júní.
Dóttir Elínar Öglu, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, skemmtir sér í Krossneslaug.
Við förum í sund á nánast hverjum degi allan ársins hring – hvort sem er í sól og
blíðu, snjóstormi, norðurljósum eða stjörnubjörtum vetrarkvöldum.
Meðal þess sem starf hafnarstjórans
felur í sér er að vigta allan þann fisk
sem kemur í land og keyra hann um
á lyftara.
„Listamenn myndu
kannski kalla þetta
gjörning en ég kalla
þetta venjulegt líf því það
sem viðheldur lifandi
þjóðmenningu í litlum
samfélögum er að fólk
flytji þangað.“
Kynnir:
Heimili í sólinni á Spáni
Komdu og spjallaðu við okkur á
Centerhotel Plaza
Og fáðu bæklingana okkar frítt!
11. og 12. júní
Frá kl. 10:00 til 18:00
Aðalstræti 4 – 101 Reykjavík
Skráðu þig hér: www.medlandspann.is
14 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016