Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.06.2016, Side 16

Fréttatíminn - 11.06.2016, Side 16
Myndir | Rut Í hjarta Efra-Breiðholts Í hverju hverfi má finna einn verslunarkjarna sem hefur sína sögu og hlutverk. Þangað flykkist fólk í ólíkum erindagjörðum, í naglasnyrtingu, bakaríið, fiskbúðina eða einfaldlega að heilsa upp á kaupmanninn á horninu. Hólagarður í Efra-Breiðholti iðar af mannlífi þar sem fastakúnn- ar og búðareigendur tengjast sterkum böndum. Þar eru unglingar að sækja pítsu, köttur á vappi, sjómenn á barnum og stelpur með tombólu. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Allt á 50 krónur nema Batman Vindar blása þennan eftirmiðdag svo tombólusala þeirra Bansy, Cielo og Tinnu gengur brösuglega. Þær blása reglulega til tombólu fyrir utan Hólagarð og selja dót sem þær tína til á heimilinu. „Við erum ekki búnar að selja mikið. Hérna kostar flest 50 krónur nema Batman, hann er á 300 krónur,“ segir Tinna galvösk og glöð í bragði. „Við gefum síðan allan pen- inginn,“ tjáir Cielo en þær viðurkenna að stundum renni peningurinn í eigin vasa. Verslunarkjarni #1 Skot á sjómannalínuna Á hverfisbarnum, sem heitir því skemmtilega nafni Álfurinn, sitja nokkrir sjómenn nýlega komn- ir úr túr. Þeir tefla skák yfir bjór og kalla eftir skoti á línuna. „Ég hef búið víðsvegar en mér líður alltaf best í Breiðholtinu, eft- ir að mamma flutti í hverfið þá sæki ég hingað oftar,“ segir einn sjómannanna. „Á þessum bar er alltaf sama fólkið, það er sjaldan sem maður sér ný andlit.“ Strákarnir segja lítið um uppá- komur á barnum og benda á bar neðar í Breiðholtinu. „Þar gerast hlutirnir og þangað má sækja svæsnar sögur. Hérna er afskap- lega rólegt, góður staður til að hella í sig.“ Ný í hópi fastakúnna „Ég er tiltölulega nýflutt í hverf- ið. Ég var að minnka við mig og flutti í blokkaríbúð, ég kann ágætlega við hverfið,“ segir Guðný Svava Guðjónsdóttir sem er komin í hóp fastakúnna Hólagarðs. „Bakaríið hérna er ódýrt en þó minna úrval en í Mjódd. Það er gott að hafa verslunarkjarna í göngufjar- lægð. Hér er líka Bónus sem er mun ódýrari en Nettó.“ Pítsan í ofninum „Það er ódýrara kók í Bón- us,“ tilkynnir Einar Óli Guðnason á hlaupum í búðina ásamt félaga sínum, Ezekiel Karli. „Við vorum að panta Dominos pítsu. Þar er aðeins selt tveggja lítra gos á Dominos og það er betra að kaupa hálfslítra flösku ódýrt í Bónus.“ Það er enginn tími fyrir spjall því pítsan er á leið úr ofninum og strákarnir halda á leið en þær ætla með hana heim í nágrenninu. Ein- ar og Ezekiel kaupa kók í Bónus og sækja pítsu á Dominos. Fastakúnnarnir halda í okkur lífinu „Reksturinn síðastliðinn 5-7 ár hefur verið hark. Uppistaða sölunnar er íþróttafatnaður merktur ÍR og Leikni,“ segir Bragi Björnsson, eigandi Leiksport í Hólagarði. Leiksport er verslun gamla mátans, líkt og Bragi kallar það. Hún er þríþætt og selur leikföng, íþróttafatnað og ritföng. Verslunin hefur verið starf- rækt í 26 ár en Bragi minnkaði nýverið við sig. „Ég var í búðinni hérna á móti en þetta húsnæði var að losna. Hólagarður hefur tekið miklum breytingum síðustu ár en hér er gott að vera. Fastakúnnarnir eru þeir sem halda okkur búðareigendunum uppi en ég þekki nánast hvern mann sem ber hér að garði.“ Kleinur og góður félagsskapur Sveinsbakaríið er hluti af verslun- arkjarna Hólagarðs. Þangað sækir helst fólk úr hverfinu og á hverjum degi má sjá sömu andlitin, sam- kvæmt Maríu Ganda, starfskonu bakarísins. „Sjálf bý ég hérna rétt hjá og hef unnið í nokkra mánuði, það er bara mjög fínt. Ég afgreiði mikið sama fólkið sem kemur að kaupa það sama.“ En hvað er svo vinsælast í kökuborðinu? „Kleinurnar, ég sel alltaf mikið af þeim.“ Á einu borðinu sitja feðgarnir Magnús Þór Jónasson og Sævar Þór Magnússon yfir kaffibolla og vínarbrauði. „Við erum duglegir að kíkja saman í kaffi, ýmist hing- að eða í Mjóddina. Sveinsbakaríið er ódýrt og í apótekinu er frábær þjónusta,“ segir Magnús og sonur- inn tekur undir. „Við búum báðir skammt frá og eigum þessa stund saman, feðgarnir.“ Þeir sammæl- ast um að það sé fátt betra en kaffibolli og vínarbrauð í góðum félagsskap. „Maður verður alveg pakksaddur af þessu góðgæti,“ segir Magnús áður en þeir halda í apótekið. Feðgarnir Magnús og Sævar njóta samverunnar í Sveinsbakaríi með kaffi og vínarbrauði. Guðný Svava er ný í hverfinu og er sérstaklega ánægð með hagræði þess að versla í Hólagarði. Bansy, Cielo og Tinna eru duglegar að halda tombólu í Hólagarði. Þar sem allt kostar 50 krónur, nema Batman. Bragi Björns- son rekur verslunina Leiksport sem er þríþætt og selur ritföng, íþróttafatnað og leikföng. Verslun gamla mátans, líkt og eigandinn kallar það. Starfsmenn og kúnnar Hóla- garðs sjá til þess að ómerktur köttur á vappi um gangana finni heimilið sitt aftur. „Ég hef búið víðsvegar en mér líður alltaf best í Breiðholtinu,“ segir sjó- maður og gestur hverfispöbbnum.  Fleiri myndir á frettatiminn.is Kötturinn á ganginum Á göngum Hólagarðs stendur María Sif Bergþórsdóttir, starfsmaður apóteksins, sem vegfarendur bera góða söguna. Í fanginu er hún með ómerktan og smá- gerðan kött. „Hann var á vappi um apótekið, greinilega eitthvað villst af leið, greyið,“ segir María sem hefur aldrei séð köttinn áður. „Ég ætla að koma hon- um út aftur og vona að hann rati heim til sín.“ Það eru ekki aðeins fastakúnnarnir sem kunna vel við sig í Hólagarði því ekki líður á löngu áður en kötturinn hefur fundið sér leið inn aftur. Í þetta sinn er það átta ára Óðinn Freyr sem eltir hann uppi í fylgd með pabba sínum, Pétri. „Við eigum alveg eins kött heima, hana Tásu, nema hún er miklu stærri,“ segir Óðinn sem verður starsýnt á köttinn. „Við vorum einmitt að koma úr Bónus að kaupa kattamat,“ segir Pétur sem hefur áhyggjur af því að kötturinn sé hvorki með ól né eyrnamerktur. Feðgarnir ganga því í verkið að sjá til þess að köttur- inn komist heim til sín. 16 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.