Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 11.06.2016, Page 17

Fréttatíminn - 11.06.2016, Page 17
| 17FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég vann sem blaðamaður og fréttaljósmyndari á litlu fréttablaði í Gryfow Slaski, heimaborg minni í suðvestur Póllandi, áður en ég flutti til Íslands,“ segir Marta Magdalena Niebieszczanska, ritstjóri pólsk- -íslenska fréttavefsins Iceland News Polska. „Ég var mjög ánægð í vinnunni en maðurinn minn var farinn til Íslands að vinna og þar sem ég hef alltaf elskað að ferðast ákvað ég að prófa að vera hér í smá tíma, skrifa og taka myndir á Íslandi fyrir fréttavefinn í Póllandi. Og hér erum við enn, níu árum síðar.“ „Þegar ég flutti hingað var ekki hægt að nálgast neinar fréttir, hvorki á ensku né pólsku, og því voru aðfluttir mjög einangraðir. Stundum komu einhverjar fréttir á DV-vefnum á pólsku en það voru oftast neikvæðar fréttir, eða eitt- hvað sem tengdist lögreglumálum sem fáir höfðu áhuga á,“ segir Marta sem hafði búið hér í þrjú ár þegar henni datt í hug að stofna fréttamið- il. „Pólverjar voru þá, og eru enn, stærsti hópur innflytjenda á Íslandi en gátu hvergi nálgast fréttir. Það gengur ekki upp að svo stórt sam- félag viti ekkert hvað er að gerast á staðnum sem það býr. Þetta var á árunum eftir Hrun og mikið um að vera en Pólverjar stóðu bara á gati þegar kom að upplýsingum. Ég ákvað að opna vefsíðu og setja þar reglulega inn fréttir sem ég þýddi úr íslensku. Þetta var auðvitað frekar erfitt í byrjun því þá kunni svo lítið í tungumálinu,“ segir Marta hlæj- andi, á reiprennandi íslensku. „Ég stóð mestmegnis í þessu ein til að byrja með en nú erum við fleiri.“ Í dag heimsækja rúmlega 7000 manns Iceland News Polska dag- lega en Marta og allir aðrir starfs- menn miðilsins vinna þar í sjálf- boðavinnu. Auk Mörtu skrifa þær Justyna Grosel og Ilona Dobosz á vefinn og Piotr Mikolajczak er með vikulegar útvarpsfréttir. „Rekstur- inn er erfiður svo við lifum alls ekkert á þessu,“ segir Marta sem vinnur hálfan daginn sem matráð- ur í mötuneyti auk þess að vinna sem ljósmyndari og viðburðastjórn- andi. „Lífið er gott á Íslandi. Hér er ég hamingjusöm svo ég er ekki á leiðinni neitt annað. Vinnan við fréttavefinn er öll gerð af hugsjón. Okkur finnst þetta gaman og okkur finnst eins og við séum að gera eitt- hvað sem skiptir máli. Það er það sem drífur okkur áfram.“ Safn refsinga- og réttarkerfis Skrifstofur Lögmannafélagsins Bókmenntamiðstöð Hönnunarmiðstöð + Hönnunarsafn Barnamenningarhús – Leiksvið og leikur í garði Tónlistarsafn Almenningsklósett Sviðslistasafn (leikminjar og dans) Miðstöð tjáningarfrelsis + íbúð fyrir gestarithöfunda Vaxmyndasafn Náttúruminjasafn Ekki-safnið – fyrir fólk sem fílar ekki söfn Matarmarkaður með létt-yfirbyggðu porti Gegningahúsið. Þar sem fólk er fóðrað, því brynnt og feldur snyrtur Gufubaðshús – tyrkneskt hammam + te Hótel Lundabúð Halló Hegningarhús! Í Hegningarhúsinu við Hverfisgötu er ríkisvaldið hætt að refsa fólki. Út um allan bæ kvikna hugmyndir um það hvað eigi að vera í þessu húsi sem reist var 1874. Húsið er friðlýst sem þýðir að allar breytingar þurfa samþykki hjá Minjastofnun. En hér eru hugmyndirnar: Innflytjandinn Marta Magdalena Niebieszczanska stofnaði pólskan fréttavef Marta Magdalena Niebieszczanska er konan á bak við Iceland News Polska, eina málgagn Pólverja á Íslandi. Mannúð, lög og fjölmenning Ný lög um útlendinga sem Alþingi samþykkti 2. júní síðastliðinn eru viðfangsefni næsta hádegisfundar í fundaröð Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Fræði og fjölmenning. Markmiðið með endurskoðun útlendingalaga var að tryggja að mannúð, jöfnuður og skilvirkni verði höfð að leiðarljósi við meðferð stjórnvalda á málefnum útlendinga og eru lögin afrakstur tveggja ára þverpólitískrar samvinnu. Á fundinum verður sjónum beint að áhrifum nýju laganna en ákvæði um alþjóðlega vernd voru t.a.m. endurskoðuð og mið tekið af þeirri þróun sem hefur átt sér stað á alþjóðavísu. Hvað felst í hinum nýju lögum og hvaða áhrif koma þau til með að hafa fyrir þá sem sækja um vernd hér á landi? Í upphafi fundar verður undirritaður samningur milli innanríkisráðuneytis, velferðarráðuneytis og Háskóla Íslands um heildstæða úttekt á því hvernig flóttafólki og innflytjendum vegnar í íslensku samfélagi. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. júní nk. kl. 12 til 13.15 í stofu 101 í Odda og er öllum opinn. Dagskrá Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, opnar fundinn. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, gerir grein fyrir nýjum lögum um útlendinga og markmiðum þeirra. Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, fjallar um sýn Rauða krossins á ný lög um útlendinga. Claudie Ashonie Wilson, lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Rétti, mun fjalla um áhrif laganna á réttarstöðu flóttafólks á Íslandi. Að fundi loknum verður boðið upp á hressingu. Nánari upplýsingar má finna á: www.hi.is/fraedi_og_fjolmenning FRÆÐI OG FJÖLMENNING

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.