Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 11.06.2016, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 11.06.2016, Qupperneq 32
„Það langbesta við Norðurland er náttúrulega að þar er alltaf gott veður,“ segir Hrafnhild- ur Tryggvadóttir, bókasafns- fræðingur hjá Landsvirkjun, sem er uppalin í Bárðardal. Hrafnhildur flutti til Reykjavík- ur þegar hún fór í nám í Háskóla Íslands og er ekki enn farin frá Reykjavík. „Ég sakna auðvitað fjölskyldunnar, foreldra minna og systkina og óska þess oft að það væri aðeins styttra að skreppa í heimsókn. Það sem ég sakna helst að heiman er að sitja við eldhúsborðið fram eftir kvöldi.“ Hrafnhildur er mikil útivist- arkona og nýtir dalinn sinn og nærsveitir vel hvenær sem tæki- færi gefst. Eitt sem hún miss- ir alls ekki af er fjögurra skóga hlaupið. „Það er stórskemmtilegt hlaup um fjóra skóga, Þórðar- staðaskóg, Reykjaskóg, Lundskóg og Vaglaskóg. Það eru margar vegalengdir í boði, leiðin er fal- leg og svo er mjög vel að öllu staðið.“ „Ég mæli líka með útilegu í Vaglaskógi, það er sérstaklega góð fjölskylduskemmtun og gam- an að kíkja svo í göngu upp á Hálshyrnu, sem er í Fnjóskadal. Hún er rétt við tjaldstæðið og hentar vel fyrir flest allt göngu- fólk. Svo er auðvitað hægt að kíkja á Goðafoss.“ „Það er mikið af góðum sundlaugum á Norðurlandi en mín uppáhaldslaug er á Stóru- -Tjörnum í Ljósavatnsskarði, þar sem ég var í skóla. Þar sullaði maður heilmikið í gamla daga. Þetta er lítil laug en afskaplega skemmtileg, hönnuð af Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt, líkt og skólinn. Eftir sundið myndi ég svo fara í bíltúr um Bárðardal, sem er mjög fallegur, og fara að Aldeyjarfossi. Það verða allir að sjá Aldeyjarfoss með sínu fallega stuðlabergi. Svo myndi ég fá mér kaffi eða einhverja hressingu í Kiðagili.“ | hh …ferðir 8 | amk… laugardagur 11. júní 2016 Indíana Hreinsdóttir, ritstjóri Akureyrar vikublaðs, er inn-fæddur Akureyringur sem þekkir bæinn og sveitina í kring betur en hægri höndina á sér. amk fékk hana til að mæla með tíu týpískum akureyrskum hlutum sem aðkomufólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara þegar það heimsækir bæinn. 1. Fjöruferð Hér eru margar fjörur en sú besta fyrir fjölskyldufólk er fjaran við Gásir, vestan megin í Eyjafirðin- um. Það er hægt að keyra næstum alveg niður í fjöruna og svo er stutt í áhugaverðar miðaldarústir. 2. Sundlaugin á Akureyri Hefur verið ein besta sundlaug landsins um árabil og mun örugg- lega tróna á toppnum þegar fram- kvæmdum lýkur á næsta ári (alla- vega að mati okkar Akureyringa). 3. Menningarbærinn Fjöldi safna er á Akureyri og nágrenni. Nægir að nefna Flug- safn Íslands, Davíðshús, Iðnað- arsafnið, Listasafnið, Minjasafnið, Mótorhjólasafnið, Nonnahús og Safnasafnið á Svalbarðseyri. Lista- gilið stendur einnig alltaf fyrir sínu með galleríum, vinnustofum, skemmtilegum hönnunarbúðum, já eða bara hressum börum og veitingahúsum. 4. Miðbærinn Það er eitthvað við göngugötuna á Akureyri sem heillar. Grasbalinn á miðju torginu er svo tilvalinn staður til að njóta íss í brauði og fylgjast með norðlenska rúntinum, sem þó má muna sinn fífil fegurri. 5. Hvalaskoðun Eyjafjörður virðist fullur af hvöl- um og nægt er framboð er af bát- um sem bjóða upp á spennandi hvalaskoðun. Einn þeirra fer alla leið til Grímseyjar, sem er upplif- un út af fyrir sig. 6. Kjarnaskógur Hvort sem þú vilt taka göngutúr, skokk, grilla undir grillskýlinu, spila blak, busla í læknum eða leyfa krökkunum að leika sér á fjölbreyttum leikvöllum er Kjarna- skógur alltaf málið. Algjör úti- vistarparadís rétt utan við bæinn. 7. Sushi-pizza Það má enginn heimsækja Akur- eyri án þess að smakka sushi-pít- suna á Rub. Besta uppfinning í heimi. 8. Hjólabrautin Hjólabrautin í Kjarnaskógi hefur slegið í gegn. Fjölbreytt braut með allskyns óvæntum hólum og hæð- um. Brautin er fyrir þá hörðustu. 9. Lystigarðurinn Á góðviðrisdegi er fátt dásam- legra en að dvelja í Lystigarðinum en þar má finna allar plöntur sem vaxa á Íslandi og ilmurinn í garðin- um er eftir því. Ef það er verulega heitt í veðri má dýfa tánum ofan í tjarnirnar og svo er um að gera að kíkja á Café Laut sem er í miðju garðsins. 10. Sólsetur Í júní sest sólin rétt eftir mið- nætti við enda Eyjafjarðar svo þessi lengsti fjörður landsins verður rauðgullinn. Gerist ekki fallegra. Bárðardalur Aldeyjarfoss. Sundlaugin Stóru-Tjörnum. Fjögurra skóga hlaupið. Vaglaskógur. Kiðagil. Að horfa á hvali úr laug- inni í Hrísey „Ég skora á alla sem eru ferða- lagi að heimsækja Hrísey, þeir verða ekki sviknir af því,“ segir Kristín Alfreðsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Kristín ólst upp í Hrís- ey en flutti til Akureyrar árið 1989 og svo til Reykjavíkur árið 1996. Það fyrsta sem kemur upp í huga hennar, þegar hún hugs- ar til æskuslóð- anna, er sund- laugin. „Ég man ekki eftir mér öðru- vísi en í sundi. Laugin var alltaf lokuð yfir vetr- artímann en um leið og sumarið kom þá fór maður varla upp úr henni. Hún er á svo góðum stað við fjöruborðið og það er fátt betra en að liggja þar á góðum degi og horfa á fjöllin í kring eða jafnvel hvalina leika sér úti í sjó.“ „Júllabúð er hætt en Hrís- eyingar tóku sig saman og stofn- uðu hlutafélag og reka búðina áfram svo það er hægt að nálg- ast einhverjar vörur. Svo er nýr veitingastaður, Verbúð 66, þar sem hægt er að borða, rétt við tjaldstæðið. Svo eru líka söfn í eyjunni, hákarlasafn og Holt.“ „Ég fer oft heim og heimsæki vini mína. Þá fer ég í sund og svo niður í fjöruna og fylgist með fuglalífinu. Fuglaáhugafólk getur líka farið í fuglaskoðunarhúsið og fylgst þar með fuglunum. Svo er hægt að leigja far með trakt- ornum, fá að heyra af sögu eyj- unnar og kíkja svo á handverks- markaðinn niður á bryggju.“ | hh Aldeyjarfoss og kaffi í Kiðagili Þessu máttu ekki missa af á Akureyri Indíana Hreinsdóttir, ritstjóri Akureyrar vikublaðs, mælir með því að allir heimsæki Akureyri og njóti alls þess sem bærinn hefur upp á að bjóða Hrísey Sundlaugin. Fuglarnir. Handverks- markaðurinn. Veitingastað- urinn. Byggðasöfnin og traktorinn.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.