Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 11.06.2016, Page 42

Fréttatíminn - 11.06.2016, Page 42
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Hin ungverska Évi Bácsi, jóga- og ketil-bjöllukennari, kom fyrst til Íslands fyrir um tíu árum og starf- aði þá meðal annars á kúabúi þar sem hún slasaðist illa. Þegar hún var að jafna sig á meiðslunum fór hún að sækja jógatíma hjá Jóhönnu Karlsdóttur í Sporthúsinu og fann mjög fljótt hvað jógað gerði henni gott. Jógað heillaði strax „Jógaði hjálpaði mér að jafna mig á meiðslunum og sársaukinn dvínaði hratt, en ég hafði verið mjög kvalin,“ segir Évi sem byrj- aði einnig að stunda ketilbjöllu- æfingar meðfram jóganu og árið 2010 fékk hún kennararéttindi í ketilbjöllum. En hún vildi læra meira og geta miðlað þekkingu sinni til annarra. Hún varð sér því út um jógakennararéttindi í Tælandi árið 2012. „Jógað heillaði mig alveg og ég hef lifað og hrærst í þessum heimi síðan ég kynnist fyrstu æfingunum.“ Síðan Évi fékk kennararéttindi hefur hún kennt jóga um allan heim, meðal annars á Íslandi fyrir nokkrum árum, en er nú komin aftur til landsins með spennandi æfingar í pokahorninu sem hún ætlar að kenna í Sporthúsinu næsta mánuðinn eða svo. Lúmskt krefjandi tímar Évi kann vel sig á Íslandi, enda á hún marga íslenska vini, eftir að hafa búið hér í sjö ár. Hún talar líka svolitla íslensku en segist þó vera feimin við það. „Það er mjög erfitt,“ segir hún feimnislega við blaðamann á þokkalegri íslensku, þegar hann hvetur hana til að æfa sig. Svo skiptum við aftur yfir í enskuna. „Þó ég sé sjálf kennari þá er ég alltaf að læra eitthvað nýtt og ég er dugleg að notfæra mér ýms- ar nýjungar í tímunum sem ég kenni. Þá nýti ég mér ýmislegt úr ketilbjölluæfingunum þegar ég kenni jóga. Ég legg áherslu á að tímarnir mínir séu krefjandi en ég vil að þeir séu það á lúmskan hátt, þannig fólk átti sig ekki á því hve erfiðar æfingarnar eru. Mér finnst líka mikilvægt að tímarnir séu skemmtilegir.“ Évi segist í raun kenna jóga með frjálsri aðferð og hún er aldrei búin að ákveða fyrirfram hvaða æfingar hún ætlar að fara í gegnum í hverjum tíma. Engir tveir tímar eru eins og fólk veit aldrei hverju á hverju það á von. „Þegar ég kem inn í salinn finn ég hvernig orkan er og les í fólkið. Ég reyni að miða æfingarnar út frá því hvernig ég upplifi fólkið á staðnum. Þess vegna skipulegg ég ekki tímana fyrirfram. Það get- ur verið mjög ögrandi fyrir fólk að vita ekki hvað það er að fara að gera, en ég vil helst fá fólk til að stíga aðeins út fyrir þæginda- hringinn sinn. Samt þannig að því líði vel. Fólk þarf bara að koma í tímana með opinn huga og sjá hvað gerist. Það er líka það sem jóga snýst um.“ Hay Max er lífrænn salvi sem hamlar því að frjókorn komist inn í nef og augu. Hay Max er náttúruleg lausn sem hentar öllum Unnið í samstarfi við Icecare Hay Max er áhrifaríkur, lífrænn og lyfjalaus frjókornatálmi fyrir þá sem þola illa frjókorn. Hann hefur fengið fjölda viðurkenninga, meðal annars frá bresku astma- og ofnæmissamtökunum. Hann er einfaldur í notkun og kemur í veg fyrir að frjókorn komist inn í líka- mann. Hay Max er framleiddur úr hágæða, vottuðum lífrænum efnum, bývaxi, ilmkjarnaolíum, aloe vera og sólblómaolíu og er vottaður fyrir grænmetisætur. Með því að koma í veg fyrir að of mikið magn frjókorna berist inn í líkamann er hægt að forðast óþægindi sem sumir verða fyrir vegna frjókorna, svo sem hnerra og kláða í augum, hálsi og eyrum. Hay Max virkar fyrir soninn „Annar tvíburinn minn var alltaf hnerrandi. Þegar við fórum í frí var hann stöðugt hnerrandi og með hor,“ segir Sonja Dögg Ólafsdóttir. „Ég ákvað að fara í apótek til að athuga hvort eitthvað væri til handa svona litlum krílum sem þyldu illa frjókorn. Ég valdi Hay Max með aloe vera. Ég bar þetta á soninn og það var eins og hendi væri veifað, hnerrinn hætti. Ég er núna alltaf með Hay Max í tösk- unni og ber á báða strákana þegar við erum úti í náttúrunni.“ Alltaf með Hay Max Jón Páll Pálmason, þjálfari í knattspyrnu, hefur góða reynslu af notkun Hay Max. „Þar sem ég er að þjálfa fótbolta er ég mikið úti á sumrin. Ég hef verið mjög pirraður í augunum þegar frjó- kornin eru sem mest í loftinu. Ég ákvað að prófa Hay Max og smurði því í kringum augun og við nasirn- ar. Það var eins og við manninn mælt, ég fann mikinn mun á mér og er núna alltaf með dósina á mér þegar ég er úti. Ég mæli hiklaust með Hay Max fyrir þá sem þola illa frjókorn.“ Lyfjalaus salvi Hay Max-salvinn er lyfjalaus sem þýðir að syfja er ekki ein auka- verkana. Hay Max hentar ófrísk- um konum, konum með barn á brjósti og börnum. Salvinn er bor- inn vandlega á svæðið umhverfis hvora nös nokkrum sinnum á dag á meðan á frjókornatímabilinu stend- ur. Einnig má setja salvann aðeins inn í nasir og í kringum augu. Eru frjókornin að trufla þig á sumrin? Hay Max: Lausn við frjókornaofnæmi. Einfaldur í notkun, salvinn er borinn á svæði umhverfis hvora nös og augu ef vill. Inniheldur hágæða lífræn efni. Vottaður fyrir grænmetis- ætur. Lyfjalaus og hentar öllum. Kemur í veg fyrir hnerra, kláða í augum, hálsi og eyrum. …heilsa kynningar 18 | amk… laugardagur 11. júní 2016 Ég legg áherslu á að tímarnir mínir séu krefjandi en ég vil að þeir séu það á lúmsk- an hátt, þannig fólk átti sig ekki á því hve erfiðar æfingarnar eru. Mér finnst líka mikilvægt að tímarn- ir séu skemmtilegir. Évi Bácsi jóga- og ketilbjöllukennari Kennir jóga með frjálsri aðferð Évi Bácsi kennir óhefðbunið jóga í Sporthúsinu í sumar. Hún kynntist jóga eftir að hafa slasað sig illa í vinnu á íslensku kúabúi Les í fólkið Évi miðar æfingarnar í hverjum tíma út frá orkunni sem kemur frá fólkinu í salnum. Mynd/Rut Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 www.veidikortid.is KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI Claudio Lopes - Gas olino - Laura M 50% afsláttur Jil Sander umgjarð ir frá: 17.500 kr. Fullt verð: 35.000 kr 50% afsláttur

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.