Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 01.07.2016, Page 14

Fréttatíminn - 01.07.2016, Page 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016 Niðurstöður Brexit-kosn- inganna í Bretlandi og þing- kosninganna á Spáni draga fram djúpstæðan klofning innan samfélaga á Vestur- löndum, sem hefur dýpkað frá efnahagshruninu 2008. Þessar kannanir kristalla ólíka afstöðu kynslóðanna til samfélagsmála. Í Bretlandi vildi meirihluti unga fólksins tilheyra Evrópusambandinu en eldra fólkið alls ekki. Á Spáni vill unga fólkið knýja á um kynslóða- og siðaskipti í stjórnmálum en gamla fólkið stendur vörð um gömlu valda- flokkana og óbreytt ástand. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Þótt hér séu tekin dæmi af þessum tveimur löndum fer því fjarri að þessi kynslóðagjá sé bundin við Bret- land og Spán. Hún hefur víða opnast á nýliðnum árum. Í Bandaríkjunum sópaði málflutningur Bernie Sand- ers til sín fylgi dómókrata undir þrí- tugu á meðan Hillary Clinton átti elstu árgangana með húð og hári. Í Vestur-Evrópu hafa kannanir sýnt meiri ótta hinna eldri við slæm áhrif innflytjenda og flóttamanna á sam- félagsgerðina en meðal hinna yngri. Þótt þjóðernissinnaðir hægri flokk- ar hafi yfirleitt lítinn stuðning með- al eftirlaunaþega sækja þeir víðast mun meira fylgi til eldri miðaldra en til yngra fólks. Að hluta til má skýra mismunandi afstöðu aldurshópanna til ólíkrar stöðu stærstu borganna og hinna dreifðari byggða, smábæja og smá- borga. Stórar og millistórar borgir eru þau efnahagssvæði sem dreg- ið hafa til sín flest fólk og þar sem mesta aflið er í atvinnulífi, samfélagi og menningu. Landsframleiðsla á mann í London og París er 20 og 25 pró- sent hærri en í Bretlandi og Frakk- landi. Og framleiðslan í borgunum vex jafnt á þétt á meðan stór land- svæði í þessum löndum hafa búið við stöðnun og hrörnun árum og áratugum saman. Landsframleiðsla á mann í Wales, þar sem meirihlut- inn vildi út úr Evrópusambandinu, er rétt um þriðjungur af því sem er í Skotlandi og Norður-Írlandi, þar sem íbúarnir kusu að vera áfram í sambandinu, og aðeins fjórðungur af því sem er í stór-London. Það er álíka mikill munur og á Íslandi og Egyptalandi. Ungir horfa fram, gamlir aftur Þótt peningar séu vissulega ekki allt gefur landsframleiðsla til kynna afl viðkomandi svæða. Það er ólíku saman að jafna að búa á svæði þar sem margt gengur upp og tímarnir virðast vera að breytast til góðs eða á svæði þar sem fátt gengur upp, fyrir- tæki draga saman framleiðslu, fólki er sagt upp, draumar komast ekki flug og flest virðist vinna á móti fólki. Þessi skil á aðstöðu fólks setja mark á afstöðu þess til samfélagsmála. Ungt fólk á vaxtarsvæðum horfir óhrætt til framtíðar og fagnar henni. Í því felst ekki að það sé sátt við allt í samfé- laginu, en það óttast ekki framtíðina. Það vill hafa áhrif á hana og gera hana helst sem ólíkasta fortíðinni. Eldra fólk á stöðnunarsvæðum hefur ekki sama tilefni til að fagna framtíðinni. Reynslan hefur kennt 18–29 ára 30–49 ára 50–67 ára 68+ ára Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Björt framtíð Píratar Skipting þingsæta miðað við niðurstöður nýjustu könnunar MMR á fylgi flokkanna frá því í byrjun mánaðarins og greiningu hennar eftir aldurshópum. Miðað við síðustu könnun MMR á fylgi flokkanna er reginmunur á afstöðu aldurs­ hópa til stjórnmálaflokkanna. Ríkisstjórn­ arflokkarnir tveir njóta þar aðeins um 24 prósent fylgis hjá fólki undir þrítugu en 51 prósent fylgis hjá 68 ára fólki og eldra. Píratar, Björt framtíð, Viðreisn og aðrir nýir flokkar utan fjórflokksins njóta um 55 prósent fylgis meðal fólks undir þrítugu en aðeins 19 prósent meðal fólks á eftirlauna­ aldri. Þegar fylgi flokkanna eftir aldri er deilt niður á þingheim koma í ljós fjögur ólík þing. Á þingi fólks undir þrítugu myndi saman­ lagður þingstyrkur Vinstri grænna og Pírata vera 39 þingmenn, öruggur meirihluti til róttækra breytinga á samfélaginu og stofn­ unum þess. Ríkisstjórnarflokkarnir hefðu þarna aðeins 17 þingmenn, meira en helm­ ingi færri en í dag og Samfylkingin myndi þurrkast út. Björt framtíð og Viðreisn hefðu samanlagt 8 þingmenn. Á þingi foreldrakynslóðanna, fólks á aldr­ inum 30 til 49 ára, næðu Píratar og Vinstri græn ekki meirihluta heldur þyrftu að taka Viðreisn inn í stjórnina til að ná 33 manna meirihluta. Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 22 þingmenn ef foreldrakynslóðin fengi að ráða og Samfylking 6. Þing fólks á aldrinum 50 til 67 ára, fólks á heimilum þar sem börnin eru flutt að heiman, myndi gefa ríkisstjórnarflokkunum 25 þingmenn. Í þessum hópi hefur Samfylk­ ingin hljómgrunn, en hann myndi skaffa Samfylkingunni 10 þingmenn. Þessi megin­ stofn gömlu flokkanna, Framsókn, Sjálfstæð­ isflokkur og Samfylking, nyti því 32 þing­ manna meirihluta á meðan nýju flokkarnir með Vinstri grænum fengju 31 þingmann. Þing ellilífeyrisþega myndi tryggja núver­ andi ríkisstjórnarflokkum 32 þingmanna meirihluta. Á þessu þingi væru Píratar fá­ mennasti þingflokkurinn, því hvorki Björt framtíð né Viðreisn næðu inn manni. Ríkisstjórnin heldur velli hjá ellilífeyrisþegum 18–29 ára 30–49 ára 50–67 ára 68+ ára Á þessum kökum má sjá aldurssamsetningu fylgjenda stjórnmálaflokkanna, samkvæmt könnun MMR. Þarna kemur fram að Samfylkingin er sá flokkur sem hlutfallslega hallar mest að eldra fólki. Um 65 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar eru 50 ára eða eldri, 60 prósent framsóknarmanna, 48 prósent sjálfstæðismanna, 45 prósent viðreisnarfólks og 43 prósent fylgj- enda VG. Það er nærri hlutfalli þessa hóps meðal kjósenda, en um 42 pró- sent kjósenda eru 50 ára eða eldri. Hjá Pírötum er hins vegar 31 prósent fylgjenda yfir fimmtugt og aðeins 20 prósent af þeim fáu sem styðja Bjarta framtíð. Um 23 prósent kjósenda eru undir þrítugu. Meðal samfylkingarfólks er þessi hópur hins vegar aðeins 7 prósent, 13 prósent meðal framsóknarfólks, 16 prósent hjá sjálfstæðismönnum og 22 prósent hjá VG, sem er sá flokkur sem speglar best aldurssamsetningu þjóðarinnar. Fólk undir þrítugu er fjöl- mennara hlutfall hjá stuðningsfólki nýju flokkanna. Hjá Viðreisn telur það 29 prósent af heildinni, 36 prósent hjá Pírötum og 40 prósent hjá Bjartri fram- tíð, en sá flokkur á eiginlega bara hljómgrunn meðal yngstu kjósendanna. Samfylkingarfólk elst allra Aldursskipting fylgjenda stjórnmálaflokkanna, samkvæmt könnun MMR. Sjálfstæðis­ flokkurinn Píratar Vinstri Græn Sam­ fylkingin Framsókn Viðreisn Björt Framtíð Ekki hægri og vinstri heldur ungir og gamlir Niðurstaða Brexit, kosninganna á Spáni og að sumu leyti forsetakosningarnar á Íslandi sýna illbrúanlega gjá milli kynslóðanna á Vesturlöndum. Ungt fólk á vaxtar­ svæðum horfir óhrætt til framtíðar og fagnar henni. Í því felst ekki að það sé sátt við allt í sam­ félaginu, en það ótt­ ast ekki framtíðina. Það vill hafa áhrif á hana og gera hana helst sem ólíkasta fortíðinni.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.