Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 44
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég er loksins komin í draumahúsið og ætla aldrei að flytja aftur. Vin-ir og fjölskylda trúa mér ekki því ég flyt ansi reglu- lega. Mér þykir ekkert leiðinlegt að gera upp hús en ég er komin með nóg núna. Núna er bara að njóta,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hrím hönnunarhúss, sem flutti í Hlíðarnar ásamt fjölskyldu sinni í nóvember á síðasta ári. Þau eru búin að standa í framkvæmdum síðustu mánuði en nú er nánast allt orðið eins og þau vilja hafa það. Til stendur þó að opna frá húsinu út í bílskúr og útbúa fataherbergi eða skápapláss í svefnherbergin. Tinna sótti sér innblástur á Pinterest þegar hún var að innrétta húsið og vann svo út frá litapallettu sem hún ákvað að hafa; gull, grátt, svart og mintugrænt. Hvað stílinn varðar segir hún allt í gangi á heim- ilinu. „Þetta er norrænn stíll í bland við retro húsgögn og hluti. Þegar ég hannaði eldhúsið langaði mig að tengja múrsteininn inn í húsið og fá smá karakter inn. Ég á eftir að klára nokkur smáatriði eins og gull sökkla, gull arin og vínrekka á vegginn. Þar kemur þá smá „royal“ fílingur í þetta eins og son- ur minn myndi segja,“ segir Tinna kímin. Sólstofan er uppáhalds rýmið hennar í húsinu, enda er hún bæði björt og hlý. „Ar- ininn gerir rýmið líka extra kósí á veturna. Þegar ég skoðaði húsið fyrst þá var það sólstofan sem heill- aði mig mest. Þessa dagana held ég mest upp á hengistólinn sem ég keypti á facebook og lét yfirdekkja upplitaða blómaáklæðið í sama efni og á hinum hægindastólnum. Það er hrikalega róandi að rugga sér í honum með rauðvínsglas í hendi.“ Loksins komin í draumahúsið Tinna Brá heillaðist mest af sólstofunni þegar hún skoðaði húsið fyrst og arininn gerir rýmið einstaklega kósí á veturna. Æðislegt Nú er bara að njóta, segir Tinna Brá, sem komin er í draumahúsið í Hlíðunum. Mynd | Hari …heimili og hönnun 8 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016 Þetta er norrænn stíll í bland við retro húsgögn og hluti Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - mmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17. Lokað á laugardögum í sumar. INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.