Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 01.07.2016, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 01.07.2016, Qupperneq 44
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég er loksins komin í draumahúsið og ætla aldrei að flytja aftur. Vin-ir og fjölskylda trúa mér ekki því ég flyt ansi reglu- lega. Mér þykir ekkert leiðinlegt að gera upp hús en ég er komin með nóg núna. Núna er bara að njóta,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hrím hönnunarhúss, sem flutti í Hlíðarnar ásamt fjölskyldu sinni í nóvember á síðasta ári. Þau eru búin að standa í framkvæmdum síðustu mánuði en nú er nánast allt orðið eins og þau vilja hafa það. Til stendur þó að opna frá húsinu út í bílskúr og útbúa fataherbergi eða skápapláss í svefnherbergin. Tinna sótti sér innblástur á Pinterest þegar hún var að innrétta húsið og vann svo út frá litapallettu sem hún ákvað að hafa; gull, grátt, svart og mintugrænt. Hvað stílinn varðar segir hún allt í gangi á heim- ilinu. „Þetta er norrænn stíll í bland við retro húsgögn og hluti. Þegar ég hannaði eldhúsið langaði mig að tengja múrsteininn inn í húsið og fá smá karakter inn. Ég á eftir að klára nokkur smáatriði eins og gull sökkla, gull arin og vínrekka á vegginn. Þar kemur þá smá „royal“ fílingur í þetta eins og son- ur minn myndi segja,“ segir Tinna kímin. Sólstofan er uppáhalds rýmið hennar í húsinu, enda er hún bæði björt og hlý. „Ar- ininn gerir rýmið líka extra kósí á veturna. Þegar ég skoðaði húsið fyrst þá var það sólstofan sem heill- aði mig mest. Þessa dagana held ég mest upp á hengistólinn sem ég keypti á facebook og lét yfirdekkja upplitaða blómaáklæðið í sama efni og á hinum hægindastólnum. Það er hrikalega róandi að rugga sér í honum með rauðvínsglas í hendi.“ Loksins komin í draumahúsið Tinna Brá heillaðist mest af sólstofunni þegar hún skoðaði húsið fyrst og arininn gerir rýmið einstaklega kósí á veturna. Æðislegt Nú er bara að njóta, segir Tinna Brá, sem komin er í draumahúsið í Hlíðunum. Mynd | Hari …heimili og hönnun 8 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016 Þetta er norrænn stíll í bland við retro húsgögn og hluti Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - mmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17. Lokað á laugardögum í sumar. INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.