Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 01.07.2016, Síða 54

Fréttatíminn - 01.07.2016, Síða 54
Íslensku sumrin gæta bæði verið köld og blaut. Það er bara staðreynd sem við Ís-lendingar verðum að lifa með. Staðalbúnaðurinn í útileguna er því ekki endilega bikiní og stuttbuxur þó vissulega sé gott að hafa það með líka. En betra er að hafa varann á og hafa með hlýjar og vatnsheldar flíkur. Þær munu að öllum líkindum nýt- ast meira en þessar fyrrnefndu. Allavega ef þú ert á nokkurra daga ferðalagi og gistir í tjaldi. Það er meira að segja hægt að tolla í tísk- unni og samt klæða sig eftir veðri. Vertu töff í útilegunni Það er ekki mjög smart að vera að krókna úr kulda í útilegunni. Klæddu þig frekar eftir veðri því það kemur alltaf betur út heldur út en hitt. Ullarpeysur Þær þykja alltaf smart. Það er nefnilega hægt að prjóna í öllum stærðum og gerðum með því mynstri sem hug- urinn girnist. Ef þú kannt að prjóna eða þekkir einhvern sem kann að prjóna geturðu látið útbúa peysu alveg eftir þínu höfði og máli. Þú munt elska að klæðast þessari flík í útilegunni og tískustuðullinn þarf ekkert að falla. Ullarponsjó Tískuflík sem gott er að sveipa um sig á svölum sumarkvöldum. Kostur- inn við ponsjóið er að það getur líka nýst sem teppi. Svo kemur þessi flík bara svo einstak- lega vel út með falleg- um stígvélum. Húfa Hlý og góð húfa er oft það sem munar um til að halda almennilega á sér hita. Enda fer mikil uppgufun hita út um höfuðið. Við viljum fanga þennan hita og halda honum í líkamanum. Það er ekki töff að vera kalt. Þess vegna er alltaf flott að vera með húfu, hvernig sem hún lítur út. Regnponsjó Kannski ekki mjög falleg flík en það er yfirleitt hægt að pakka henni vel saman í poka sem fylgja með og því auðvelt að hafa hana í töskunni og taka upp þegar fer að rigna. Svo þegar hættir að rigna þá hristir maður einfaldlega bleytuna af henni og setur aftur í veskið. maður er kannski ekki töff akkúrat meðan rign- ir, en maður er heldur ekki töff hund- blautur og niðurrigndur. Stígvél Nauðsynlegt að eiga slík á Íslandi og þau koma sér vel í útilegu. Nú er meira að segja víða hægt að fá stígvél sem líta út eins og hátískuskór, fyrir þá sem það vilja. Hinir geta fengið sér skrautleg og falleg stígvél í öllum regnbog- ans litum. Það er allt leyfilegt þegar kemur að stígvélum. Það eina sem skiptir máli er að þau haldi vatni og drullu. …tíska kynningar 18 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016 Þar sem ekkert SLES er í Masterline sjampóinu þá freyðir það minna en „hefðbundin“ sjampó sem nota SLES. Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson ehf. Masterline hár- vörurnar eru allar án parabena og búið er að betrumbæta formúluna enn frekar. Áherslan er áfram lögð á góð innihaldsefni sem veita hárinu mýkt og skínandi fallega áferð. Masterline vörulínan er í hæsta gæðaflokki og framleidd á Ítalíu og rómuð fyrir gæði á góðu verði. Masterline fæst í stórmörkuðum, en vörurnar eru þróaðar í samstarfi við hárgreiðslumeistara og stand- ast fyllilega samanburð við dýrari vörur á markaði. Gæðavörur á góðu verði Við vöruþróun var einblínt á að framleiða gæðavöru með einstökum stíl. Masterline vörurnar eru afrakstur mikilla rannsókna og gæðaprófana til að tryggja notend- um vellíðan og gæði. Vörurnar eru ofnæm- isprófaðar og standa fyllilega undir merkinu – Made in Italy. Efnin skipta máli Þar sem ekkert SLES er í Masterline sjampóinu þá freyðir það minna en „hefðbundin“ sjampó sem nota SLES. Þetta þýðir alls ekki lakari gæði, heldur þvert á móti. Sífellt fleiri kjósa vörur eins og Masterline þar sem höfuð- áherslan er á mildari innihalds- efni. Sjampóin innihalda s.s. engin paraben, SLES – SLS, eða sílikon. Masterline næringin inniheldur engin paraben og ekkert Isothiazolinones. Sjampóið og næringin eru með pumpu sem er einstaklega þægi- legt og hármaskarnir koma í krukk- um sem endast lengi. Hárvörur Masterline vörulínan er í hæsta gæðaflokki og framleidd á Ítalíu og rómuð fyrir gæði á góðu verði. Sjampóin inni- halda s.s. engi n paraben, SLES – SLS, eða síliko n. Heilbrigt og fallegt hár skiptir máli Masterline hárvörurnar eru gæðavörur á góðu verði.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.