Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Það voru allir glaðir þegar kokkurinn fór Magnús Ingi Magn- ússon veitinga- maður og fyrrverandi for- setaframbjóð- andi segir líkleg- ast að brúðhjónin séu að reyna að kúga hann til að fella niður greiðslu fyrir matinn. Þau hafi hringt og hótað honum. Matur- inn hafi hins vegar klárast í veislunni, fólk komið aftur og aftur til að fá sér og lýst yfir ánægju með matinn.“ Okkur var sagt að fólk hefði farið að æla skömmu eftir matinn en það voru allir glaðir þegar kokkurinn fór klukkan 9.” Matur „Stór hluti fjöl- skyldunnar þurfti að fara heim vegna matareitrunar í brúðkaupsveislunni okkar, á stærsta degi lífs okkar,“ segir Sigurbjörg Dís Kon- ráðsdóttir en hún og eigin- maður hennar Jón Haukur Ólafsson sömdu við Veislu- þjónustuna Mínir menn um 60 manna brúðkaupsveislu í samkomuhúsinu í Sand- gerði. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Veisluþjónustan Mínir menn er í eigu fyrrum forsetaframbjóðand- ans Magga í Texasborgurum en veislan var haldin í Sandgerði um helgina. Brúðhjónin segja matinn hafa verið vondan og ólystugan en þau hafi reynt að leiða það hjá sér til að byrja með: „Það var ekki fyrr en að fólk fór að týnast hljóðlega í burtu stuttu eftir aðalréttinn að við fór- um að spyrjast fyrir um hvað væri í gangi. Þá fengum við að vita, að stór hluti fjölskyldunnar væri far- inn heim vegna matareitrunar i brúðkaupsveislunni okkar,“ segir Sigurbjörg Dís. Hún segir að brúðkaupsdagur- inn hafi verið gersamlega ónýtur. Maturinn nánast óætur og helm- ingur gestanna hafi veikst og orðið að fara. Þetta sé mikið áfall enda hafi veislan verið lengi í undirbún- ingi og mikið lagt í hana. „Amma brúðgumans og tengdaforeldr- ar mínir þurftu að fara áður en veislan var hálfnuð. Helmingur- inn var farinn áður en farið var að dansa. Auðvitað var veislan ónýt." Haft hefur verið samband við Segja Texas-Magga hafa eyðilagt veisluna Brúðkaupsdagurinn var ónýtur hjá brúðhjónunum Sigurbjörgu Dís Konráðs- dóttur og Jóni Hauki Ólafssyni. Bjarni Benediktsson vill kjósa í haust. Mynd | Rut „Amma brúðgumans og tengdaforeldrar mínir þurftu að fara áður en veislan var hálfnuð. Helmingurinn var farinn áður en farið var að dansa. Auðvitað var veislan ónýt.“ Sjávarútvegur Kvótinn kostar 1010 milljarða Ef söluandvirði á 1600 þorsk- ígildistonnum Hafnarness VER í Þorlákshöfn er skoðað, má reikna út að andvirði kvóta á Ís- landi eru 1010 milljarðar króna. Þannig seldi Hafnarnes kvótann til HB Granda fyrir 3950 milljónir króna. Með kaupum á kvótanum fer aflahlutdeild HB Granda úr um 43.800 þorskíg- ildistonnum í um 45.400 eða úr 10,7% af heildaraflahlutdeild í 11,1%. Það þýðir að verðmæti HB Granda er 112 milljarðar króna, þar af leiðandi er heildarvirði kvótans 1010 milljarðar króna. Til saman- burðar má benda á að samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands eru eignir allra Íslendinga, að frádregnum skuldum, 2600 milljarðar. Kvótinn nemur því 39% af eignum allra Íslendinga. Við þetta má bæta að útgerðir greiða 4,8 milljarða í veiðigjöld ári. | vg Heilbrigðismál Bjarki Bjarnason oddviti VG í Mosfellsbæ segir að flokk- urinn muni aldrei styðja tvöfalt heilbrigðiskerfi en meirihlutasamtarf VG og Sjálfstæðisflokksins í Mos- fellsbæ kom ekki í veg fyrir að bærinn úthlutaði spítal- anum lóð undir 40 þúsund fermetra einkaspítala. Bjarki segir að málið hafi ekki kom- ið til kasta bæjarstjórnar heldur bæjarráðs, þar sem hann sé einung- is áheyrnarfulltrúi. Hann segist því ekki hafa greitt atkvæði enda hafi hann ekki haft atkvæðisrétt. En hvernig hefði hann greitt atkvæði? „Ég hefði auðvitað kynnt mér mál- ið miklu betur ef ákvörðunin hefði verið í mínum höndum.” Mosfellsbær hefur áður úthlutað lóð undir einkaspítala árið 2009, þá ætlaði fyrirtækið Primacare að gera út á bæklunaraðgerðir. Af þeim áformum varð ekki vegna fjárskorts. Athygli vekur að VG var einnig í þeim meirihluta sem út- hlutaði lóðinni þá. Ég hefði auðvitað kynnt mér málið betur ef ákvörðunin hefði verið í mínum höndum, segir Bjarki Bjarnason. Mynd | Rut Oddviti VG greiddi ekki atkvæði um einkaspítala Sakamál Enn er leitað að morðingja Jóns Gunnars, en lögreglan grunar tvo einstaklinga um að tengjast ódæðinu. Að minnsta kosti tveir eru grun- aðir um að hafa myrt Jón Gunnar Kristjánsson sem var stunginn 14 sinnum í Akalla í Svíþjóð mánu- daginn 18. júlí síðastliðinn. „Við erum með einn grunaðan mann í haldi, en hann er fæddur árið 1978,“ segir Mats Eriksson, fjölmiðlafulltrúi hjá lögreglunni í Stokkhólmi. Hinn handtekni hefur áður kom- ið við sögu lögreglu samkvæmt sænskum fjölmiðlum en hann er grunaður um að hafa verið í vitorði með þeim sem stakk Jón Gunnar, að því er fram kemur í svörum lög- reglunnar. Spurður hversu marga þeir telji að hafi komið að árásinni, svarar Mats: „Að minnsta kosti tveir.“ Ekki er vitað hvers vegna Jón var stunginn, en hann var 35 ára þegar hann lést. Einhverjir sjónarvottar voru á vettvangi þegar ráðist var á Jón. Sögðu þeir að morðinginn hefði sagt eitthvað um dulkóðuð gögn áður en hann stakk Jón. Að sögn lögreglu er ekkert sem Tveir viðriðnir morðið á Jóni Jón Gunnar bjó í Sví- þjóð nær allt sitt líf og stundaði um tíma nám í læknisfræði í Ungverjalandi. Hann var myrtur með hrottafengn- um hætti fyrr í mánuðinum. bendir til þess að hann hafi þekkt árásarmennina. Jón Gunnar bjó nær alla sína ævi í Svíþjóð, en faðir hans er ís- lenskur. Móðir Jóns er kínversk. Jón á tvö börn og var um tíma í læknanámi í Ungverjalandi. | vg Kannski þurfa þeir Sigmundur Davíð og Bjarni að tala saman Stjórnmál Bjarni Benedikts- son formaður Sjálfstæðis- flokksins segir að dagsetning kosninga þurfi að liggja fyrir innan skamms. Stjórn- málaflokkarnir þurfi að geta undirbúið sig með talsverð- um fyrirvara. Hann segir að ef til vill sé kominn tími til að formenn stjórnarflokk- anna ræði saman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins tel- ur sem kunnugt er að ekkert liggi á því að kjósa, ljúka þurfi mikilvæg- um málum áður en boðað verði til kosninga. Bjarni Benediktsson bendir hins vegar á að stjórnarsam- starfið hafi verið endurnýjað á þess- um forsendum. Sigurður Ingi Jóhannsson for- sætisráðherra skilur hins vegar enn dyrnar eftir hálfopnar. Hann segir ekki koma til greina að hætta við alþingiskosningar í haust nema allt fari í bál og brand í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson sagðist fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum ekki vita hversu oft hann þyrfti að svara þessari spurningu um kosningar. Stjórnarsamstarfið hefði verið endurnýjað á þessum forsendum. Það hefði ekkert breyst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spáði ofsafengnum viðbrögðum í kjölfar endurkomu sinnar í stjórn- málin en átti þá örugglega ekki við samstarfsflokkinn. Það virðist þó tæpt að hann geti komið í veg fyrir kosningar og ólíklegt að hann geti snúið aftur í ríkisstjórn nema hann endurnýi umboð sitt. | þká heilbrigðiseftirlitið og sóttvarna- lækni sem kanna málið. Sigurdís segist ósátt við viðbrögð eiganda Veisluþjónustunnar sem hafi sýnt af sér hroka og látið í veðri vaka að gestirnir hefðu veikst og ælt vegna áfengisneyslu. „Hann bauð okkur reyndar að halda tíu manna jólaveislu í sárabætur, en það kom ekki til greina að leyfa honum að eyðileggja jólin líka.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.