Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Brandywine Konungur tómatanna í Brennholti. Í fullkomnu jafn- vægi, hæfilega súr og sætur. Goldmedal Dísætur. Ferskju- og ananaskeimur. Yellow brandywine Melónukenndur og frískandi. Kaki Mildur tómatur með alveg sérstakan keim. Cœur de bœuf rosé Dökkur og djúpur tómatur. Fræin, eins og í Kaki , komu frá bónda á markaði í París. Cœur de bœuf Sætur og extra safaríkur höfðingi. Nokkur ættardjásn úr heita húsinu í Brennholti ir var þá fullt af vínvið sem pabbi hafði komið sér upp. Ég hringdi í ýmsa myndlistarvini mína og bauð þeim að koma og taka vínvið og nýta til víngerðar. Það stóð ekki á við- brögðum. Sjálfur hafði ég ekki áhuga á því að brugga og vildi þess í stað snúa mér að grænmetinu, að því sem ég kunni.“ „Mig langaði að fá góðar afurðir eins og ég þekkti úr æsku minni. Ég hafði saknað þess alveg svakalega. Við fórum því strax að rækta alls kon- ar afbrigði af salati. Við vorum með sextán mismunandi afbrigði þegar mest var. Undanfarin sex ár höf- um við verið að selja salat, einkum í veitingastaði.“ Skilaboð um tómata Í Brennholti í dag er tómatræktun Tómasar í raun tvíþætt. „Annars vegar eru þetta svokölluð ættardjásn (e. heirlooms). Það eru súper bragð- góðir tómatar sem að þurfa mik- inn hita og við ræktum í upphituðu gróðurhúsi. Nafnið kemur til af því að fjölskyldur hafa varðveitt afbrigð- in mann fram að manni. Hins vegar ræktum við rússnesk kuldaþolin af- brigði í óupphituðum bogahúsum. Ástæðan fyrir þeirri ræktun er lík- lega nokkuð persónulegri.“ Fyrir nokkrum árum veiktist Tómas, fékk alvarlegt krabbamein og var vart hugað líf. Baráttan hafðist og Tómas segist í framhaldi af því hafa þurft að finna tilgang í lífinu, svör við því af hverju honum væri ætlað að halda áfram. „Ég einfaldlega spurði tilveruna: „Hvað á ég að gera?“ Þá stóð ekki á svari, það kom eiginlega bara strax til baka: „Þú átt að rækta tómata úti, á Íslandi.“ Þess vegna lagðist ég í könnun á kuldaþolnum og þrjósk- um rússneskum afbrigðum af tómöt- um, afbrigðum sem vilja lifa af,“ segir Tómas. Eftir nokkurt grúsk fann Tómas mann í Minsk í Hvíta-Rússlandi sem útvegaði honum tólf kuldaþolin tómataafbrigði. Undir litlum burstum í Brennholti dafna þessar harðgerðu plöntur ágætlega, þrátt fyrir nætur- kulda snemma sumars. Tilraunirn- ar halda áfram og síberísku afbrigðin skipta nú orðið tugum. Tómaturinn er stórmerkilegt fyr- irbæri, í grunninn upprunnin frá Az- tekum í Mexíkó en aðlögunarhæfni tómatplöntunnar er ótrúleg sem aftur hefur aukið á fjölbreytni tómatanna. Tómas segir afbrigðin á heimsvísu vera að minnsta kosti fimm þús- und talsins. „Fjölbreytnin er geysi- leg. Það eru til allar stærðir og gerð- ir, allir litir og brögð og í samtökum áhugafólks um tómataræktun er fólk um allan heim sem er annt um þessa fjölbreytni. Netið dugar vel til að hafa samskipti sín á milli, miðla reynslu og svo deilir fólk fræjum afbrigðanna milli heimshluta.“ Miklir möguleikar í moldinni Tómas er á því að þessi harðgerðu tómataafbrigði séu tilvalin fyrir ís- lenskt garðyrkjufólk. Nóg sé að slá upp litlum óupphituðum húsum fyr- ir ræktunina. „Fólk á alls ekki að vera feimið við það að gera tilraunir með tómata. Þetta er svo gefandi. Við eig- um að gera miklu meiri kröfur til þess grænmetis sem við borðum og það grænmeti sem þú ræktar sjálfur verð- ur alltaf það besta.“ Tómas segir að fólk megi alls ekki vera hrætt við moldina því að þaðan sé öll okkar næring. „Við þurfum að teygja okkur aftur til baka og velta fyrir okkur matvælagerð upp á nýtt. Tengjast moldinni. Hver einstakling- ur getur ræktað grænmeti ef hann á bara smá bleðil af jörð þar sem sólar nýtur, líka hér á Íslandi.“ Fyrir Tómas Ponzi eru tilraunir með ný afbrigði tómata mikill skóli og árangurinn lætur ekki á sér standa. „Maður þarf svo lítið að hjálpa nátt- úrunni, það er nóg að vinna aðeins með henni. Hér á Íslandi eigum við að hugsa um gæði matvæla og gæði alls sem við gerum, frekar en að ein- blína alltaf bara á magn, gróða og stærðina,“ segir Tómas Ponzi innan um fallegu og fjölbreyttu tómatana sína í Brennholti í Mosfellsdal. Kirsuberjatómatarnir í Brennholti eru fjölbreyttir bæði í lit og í bragði. „Við þurfum að teygja okkur aftur til baka og velta fyrir okkur matvæla- gerð upp á nýtt. Tengjast moldinni.“ Léttar, lágværar og fyrirferðalitlar rafstöðvar fyrir sumarbústaðinn, ferðavagninn og húsbílinn. ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.