Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Mesta vá sem steðjar að Vesturlöndum í dag er niðurbrot mannúðar. Að stórum hluta er vax- andi andmannúð arfleið liðinna þrjá- tíu ára, tímabils þar sem svokölluð nýfrjálshyggja mótaði samfélagsum- ræðuna. Nýfrjálshyggja er safnhaug- ur gamalla hugmynda, sem flestar má rekja til félagslegs Darwinisma sem átti sinn blómatíma milli stríða. Samkvæmt kenningunni er það æðsta skylda samfélagsins að styðja þá sterku, ríku og voldugu og halda niðri þeim sem eru veikir, fátækir og valdalausir. Hugmyndin gengur út á að stuðningur við hina veiku veiki heildina og skaði samfélagið á með- an að samfélagið eflist því meir sem frekar er púkkað undir ríka og vold- uga. Nýfrjálshyggjan, eins og hún birtist sem stjórnmálastefna, hafnar í raun samfélaginu. Hún hafnar sjálfstæð- um samfélagslegum gildum. Sam- kvæmt kenningunni er samfélagið aðeins summa einstaklinganna. Við getum ekki elt samfélagsleg markmið við uppbyggingu samfélagsins heldur getum við aðeins aukið möguleika einstaklinganna á að sækjast eftir sín- um markmiðum. Ef einstaklingarnir sækjast hver eftir sínum markmið- um mun rísa upp á millum þeirra hið allra besta samfélag. Ómögulegt er að skilgreina hið góða samfélag út frá sameiginlegum hagsmunum fjöldans. Nýfrjálshyggjan hafnar því að hinn fátæki sé fátækur vegna þess að sam- félagið haldi honum niðri eða tæki- færi hans séu takmörkuð. Kenningin segir að hinn fátæki sé fátækur vegna þess að hann sé ekki nógu góður. Ef hinn fátæki væri betur lukkaður væri hann varla fátækur. Á sama hátt er því haldið fram að hinn ríki væri varla ríkur nema fyrir þær sakir að hann er betur gerður en aðrir menn. Þótt nýfrjálshyggjan sé pökkuð inn í slitrur í hagfræðikenningum þá á manngildishugmynd hennar og samfélagssýn rætur í félagslegum Darwinisma. Hinn veiki ber sjálfur sök á veikri stöðu sinni og sterk staða hinna voldugu og ríku er sprottin af styrk þeirra. Samfélaginu ber að styrkja þá sem eru sterkir en halda hinum veiku niðri svo að það byggist upp af styrkleika mannsins en ekki veikleika. Á sínum tíma var félagslegum Darwinisma stillt upp gegn sósíalísk- um hugmyndum og annarri mann- úðararfleifð frönsku stjórnarbyltingar- innar. Félagslegur Darwinismi fékk byr meðal almennings og ríkulegan stuðning frá hinum ríku og voldugu og náði að mestu að stöðva framþróun mannúðar á Vesturlöndum á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu ára- tugum þeirrar tuttugustu. Af þeim sökum unnu andstæðingar þrælahalds þrælastríðið en töpuðu friðnum. Lífskjör svartra í Suður- ríkjunum skánuðu ekki fyrr en með endurvakningu mannúðar eft- ir seinna stríð. Svipaða sögu er að segja af kvenfrelsisbaráttu. Hún fór í gegnum langt stöðnunartímabil eftir öfluga vakningu um þarsíðustu aldamót. Mannvirðing jaðarsettra sjúklingahópa og fatlaðra óx á nítj- ándu öld en átti undir högg að sækja á fyrri hluta síðustu aldar. Þetta átti ekki aðeins við um Þýska- land nazismans heldur öll Vesturlönd. Nazisminn skaut rótum á tímabili andmannúðar í okkar heimshluta. Uppgangur hans hefði verið óhugs- andi ef Vesturlöndum hefði auðnast að rekja sig áfram eftir þráðum mann- úðar og mannvirðingar. Sá þráður fannst ekki fyrr en í stríðslok þegar gjaldþrot félagslegs Darwinisma, ofurtrúar á hinn sterka og fyrirlitning gagnvart hinum veiku, blasti við öllum. Seinna stríð var skil- greint sem stríðið um mannúðina og mannúð fékk á ný að marka stefn- una í samfélagsmálum. Kvenréttindi og önnur borgararéttindi efldust, mannréttindi ýmissa sjúklingahópa og undirsettra samfélagshópa fengust viðurkennd og mannvirðing styrktist. Eftirstríðsárin eru gullöld Vestur- landa. Það var ekki aðeins tímabil vaxandi mannúðar heldur líka tímabil aukinnar hagsældar og vax- andi jöfnuðar. Samlífi mannúðar og hagsældar er ekki tilviljun. Hagsældin er afleiðing mannúðar. Besta leiðin til að auka hagsæld í samfélaginu er að bæta lífskjör hinna verst settu. Og besta leiðin til að bæta hag hinna verst settu er að auka mannúð og efla mannvirðingu í samfélaginu. Þetta höfum við lært af þrjátíu ára tímabili nýfrjálshyggjunnar. Aukin andmannúð og vaxandi misskipting hefur dregið þrótt úr Vesturlöndum, bæði efnahagslega og siðferðislega. Við þær aðstæður hefur skap- ast jarðvegur fyrir stjórnmálamenn sem vilja taka á öllum vanda að hætti heigla. Mæta ógn með ofbeldi og of- beldi með stríði. Horfast aldrei í augu við eigin veikleika né ágalla samfé- lagsins heldur fordæma þá sem ekki eru sama sinnis eða búa við aðrar að- stæður. Öfugt við það sem talsmenn and- mannúðar halda fram einkennist hún fyrst og fremst af slíkum heigulshætti. Það þarf hugrekki til að mæta vanda með mannúð. Það þarf kjark til að verða að manneskju. Það getur hins vegar hvaða hugleysingi sem er orðið að óttafullri skepnu. Vandi Vesturlanda liggur ekki í sjónarmiðum andmannúðar heldur í hversu veikt mannúðin hefur stað- ið lengi. Hið illa vex í fjarveru hins góða, segir gömul trúarspeki. Það á við í samfélaginu. Til að verjast vax- andi andmannúð þurfum við að efla með okkur mannúðina. Ekki skamm- ast svo mikið yfir talsmönnum and- mannúðar, heldur efla mannúðina millum okkar svo orð þeirra njóti minna hljómgrunns í samfélaginu. Gunnar Smári MEIRI MANNÚÐ Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. á Tenerife með GamanFerðum! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS ALICANTE f rá 9.999 kr.* BARCELONA f rá 9.999 kr.* BERLÍN 7.999 kr.* LONDON f rá 7.999 kr.* *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. AMSTERDAM f rá 7.999 kr.* VERTU MEMM! sept . - nóv. ágúst - nóv. sept . - nóv. ágúst - nóv. sept . - nóv. lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.