Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 32
Hinrik „Já, ég er bara að fara að vera í Reykjavík og ekki mikið fleira. Við Kári för- um örugglega á fótbolta- æfingu og síðan erum við sko í Pokémon Go. Við verðum ör- ugglega hérna á Laugaveginum en það eru fullt af Pokémonum hér!“ Guðrún „Ég ætla að heim- sækja bestu vini mína tvo á Ak- ureyri, fer með strætó þangað og fæ síðan far heim. Það er svo yndislegt fyrir norðan - tært og fallegt.“ Paul „Fjölskyldan mín verður í Stykkis- hólmi en ég verð á Flúðum að selja vör- ur frá Kenía. Ég fór þangað fyrir tveim- ur árum og það var frábært. Við seldum mikið af dóti en allur ágóði af sölunni renn- ur til skóla í heimabæ mín- um í Kenía.“ 32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Sigraðist á hræðslunni í fyrsta þætti Gerir þáttaröð um samband mannsins við dýr Þáttaröðin Örkin mun hefja göngu sína á RÚV í haust en um er að ræða nýja þáttaröð um samband mannsins við dýr - allt frá skordýrum til sela. Kolbrún Vaka sér um dagskrárgerð og safnar nú fyndnum dýravídeóum frá fólki. „Myndböndum í líkingu við Amer- icas Funniest Home Videos. Þau eru svo stórkostlega fyndin.“ Hún segir aðaláhersluna lagða á hið sérstaka samband mannfólksins við dýr og hefur því safnað sögum með einkennast af gleði, ást, sorg og hræðslu. Í einum þætti fjallar Kolbrún um samband sjálfrar sín við fugla en hún var einu sinni mjög hrædd við fugla. „Þátturinn byrjar á því að ég fer í fuglafóbíumeðferð. Ég fór sem sagt til sálfræðings í hug- ræna atferlismeðferð til að losna við hræðslu mína við fugla. Vissi að það væri sniðugt að læknast af hræðsl- unni áður en ég færi að hitta hænur og páfagauka.“ Kolbrún leyfði tökumanni þátt- anna að vera fluga á vegg með- an hún var í meðferðinni hjá sál- fræðingnum. „Þetta byrjaði á viðtali við sálfræðinginn um hvern- ig svona hræðsla virkaði - sérstak- lega í tengslum við kvíða. Þegar maður hittir dýrið spennist maður einhvern veginn upp og fer frá því. Sálfræðingurinn ráðlagði mér hins vegar að standa kyrr og það end- aði á því að ég fór í dýrabúð fulla af fuglum, sveitt og skíthrædd. Það tók mig rúma tvo tíma allt í allt að koma þar inn og leyfa dýr- inu að sitja á öxlinni minni. Ég byrj- aði að nálgast búrin hægt og rólega og endaði síðan með stóran páfa- gauk á öxlinni. Á meðan voru sál- fræðingurinn og maðurinn sem átti dýrabúðina mér við hlið og hann sagði mér alls kyns staðreyndir um fugla: hve margar fjaðrir þeir hefðu og svoleiðis. Ég tengdi þannig meira við dýrið og fannst það fallegt.“ Áður en Kolbrún vissi af hafði sat risavaxinn páfagaukur á öxl henn- ar. Og sigraðistu á hræðslunni? „Já, ég er hætt að spennast upp þegar ég hitti fugla. Get núna labb- að framhjá tjörninni og svona. Hefði ekki gert það áður. Sonur minn fjögurra ára er líka orðinn mikill fuglaáhugamaður og þetta kemur sér því allt saman vel. Þetta er mun hentugra svona,“ segir hún. Að lokum minnir hún á að fólk geti hlaðið inn sniðugum dýra- myndböndum á vefsíðu þáttarins www.ruv.is/thaettir/orkin. „Ef þau eiga erindi við almenning þá er um að gera að hlaða þeim inn á síðuna. Myndböndin verða síðan sýnd í þáttunum í haust.“ | bg Kolbrún Vaka sér um dagskrárgerð og safnar nú fyndnum dýravídeóum frá fólki. „Þátturinn byrjar á því að ég fer í fuglafóbíu- meðferð. Ég fór sem sagt til sálfræðings í hugræna atferlis- meðferð til að losna við hræðslu mína við fugla.“ Á nýjasta yfirliti yfir stjörnugjöf notenda IMDB má sjá að karlar hafa gefið myndinni Ghostbusters að meðaltali 4,7 stig, en konur 7,9. Myndin fær því í heildina 5,4 stjörn- ur. Mestur er munurinn á stjörnugjöf fólks undir 18 ára, en munurinn minnkar eftir því sem notend- ur síðunnar eldast. Ef til vill má stimpla þennan mikla mun á þá stað- reynd að konur leika öll aðalhlut- verk myndarinnar, en eins og sjá má þegar stigagjöfin er skoðuð var stór hluti einkunna sem karl- ar gáfu myndinni gefinn áður en myndin kom í kvikmyndahús. Þetta bendir til þess að munurinn á alvöru áliti kynjanna á myndinni sé minni en sýnist og svokölluðum karlkyns internettröllum sé um slæma útreið myndarinnar hjá körl- um að kenna. Þessu til stuðnings má nefna að sýnishorn myndarinnar fékk miklu fleiri „dislikes“ en já- kvæð „like“, og voru ljótar athugasemd- ir við sýnishornið á YouTube nærri alltaf tengdar kyni drauga- veiðaranna fjögurra. Ghostbusters er nú í sýn- ingu hér á landi, en hún hefur verið lofuð fyrir að ýta ekki undir staðal- myndir kynjanna, heldur þvert á móti sýna sterkar, klárar og fyndn- ar konur eins og þær eru. Konurnar hrifnari af Ghostbusters Því eldri, því minni kynjamunur 4,6 8,2 5,4 8,1 4,7 7,7 4,8 6,8 Karlmenn undir 18 Konur undir 18 Karlar 18-29 Konur 18-29 Karlar 30-44 Konur 30-44 Karlar 45+ Konur 45+ Hvert er planið um verslunarmannahelgina? Sandra „Ég verð annað hvort í göngu í Kerlingar- fjöllum eða í bænum. Ef ég verð í bænum ætla ég bara að njóta lífsins, fara í sund í góða veðr- inu og fleira.“ Kári „Ég er annað hvort að fara til Vest- mannaeyja eða vera heima. Það er miklu líklegra að við verðum bara heima samt. Ég og fjöl- skyldan.“ Vala Ég ætla að vinna alla helgina en ég er að vinna á Kleppi. Verð þar í góðum gír og við munum örugglega grilla eða eitthvað skemmtilegt svona í anda helgarinnar.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.