Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 29
| 29FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Rólegheit í Mengi um Versló Fyrir þá sem ekki eru á leið á einhvers konar hátíð og margra daga partí er ýmislegt í boði. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson halda til dæmis tónleika í Mengi á morgun, þar sem þau munu spila tónlist sína, auk óvæntra innskota úr öllum áttum. Ólöf og Skúli hafa bæði löngu skap- að sér nafn meðal fremstu tónlist- armanna Íslands, svo búast má við tónleikum sem fáa svíkja. Hvar? Í Mengi á Óðinsgötu Hvenær? Klukkan 21 Hvað kostar? 2.000 krónur Hvar á að gera innrás næst? Heimsókn heimildamyndagerðar- mannsins Michael Moore vakti athygli á síðasta ári, en hann heimsótti hér íslenskar konur í stjórnunarstöðum fyrir nýjustu mynd sína, Where To Invade Next. Myndin er nú komin út og verður hún sýnd í Bíói Paradís í kvöld á sérstakri Q&A sýningu, en leikstjór- inn sjálfur mun sitja fyrir svörum í gegnum netið. Auk Íslands skoðaði Moore orlof á Ítalíu, skólamötu- neyti í Frakklandi, iðnaðarstefnu Þýskalands, fangelsismálakerfi Noregs og kvenréttindastefnu Tún- is, og snýst myndin um að skoða hvaða siði annarra þjóða Banda- ríkjamenn ættu að tileinka sér. Hvenær? Í dag klukkan 16 Hvar? Bíó Paradís Beyoncé-sveifla með góðan tilgang Dansdrottningin Margrét Erla Maack boðar til opins tíma í sinni sívinsælu Beyoncé danskennslu fyrir unga sem aldna á morgun. Tilgangur kennslunnar er að styrkja Stígamót, samtök sem miða að því að aðstoða þolendur kyn- ferðisbrota. Engin forskráning og mæting í þægilegum fötum og inn- anhússkóm. Hvenær? Á morgun, laugardag, klukkan 17 Hvar? Kramhúsinu við Skólavörðu- stíg Hvað kostar? 2.000 krónur sem renna beint til Stígamóta Organisti á heimsmælikvarða Bandaríski org- anistinn Dougl- as Cleveland hefur heillast af Klais-orgeli Hallgrímskirkju og mætir nú til fundar við það í þriðja sinn um helgina, þegar hann heldur tvenna tónleika. Á tónleik- unum mun Douglas spila blöndu af gamalli og nýrri orgeltónlist sem spannar allt frá Bach til sam- tímatónskálda. Tónleikarnir eru því frábært tækifæri til að heyra all- ar hliðar hins magnaða hljóðfæris. Hvar? Hallgrímskirkju Hvenær? Á morgun, laugardag, klukkan 12 og á sunnudag klukk- an 17 Hvað kostar? 2.000 krónur á laugardagstónleikana en 2.500 krónur á tónleika sunnudagsins Vefsíðan Sandkassinn komst nýver- ið í fréttir vegna birtingar á lista yfir meinta „nýrasista“ á Íslandi. Listinn hefur vakið hörð viðbrögð þeirra sem á honum eru og hóta einhverj- ir málsókn gegn téðu háttalagi. En þá er spurningin: hvað er nýrasismi? Hugtakið er í nýrra lagi í íslenskri málnotkun og þó nýrasisma sé erfitt að merkja er hann útbreidd- ur í evrópskum samfé- lögum í dag. Nýrasistar tala ekki um ákveðna kynþætti né um yfirburði eins kynþáttar yfir öðrum heldur tala þeir um mismunandi menningarhópa. Þeirra sannfæring er að mismunandi menningarhóp- ar geti ekki búið saman í einu sam- félagi. Við þannig aðstæður muni alltaf koma til ofbeldis og átaka. Sema Erla Serdar stjórnmála- og Evrópufræðingur hefur þurft að þola nýrasisma á eigin skinni og segist daglega fá pósta og sím- töl þar sem henni er úthúðað fyrir að vera af tyrknesku bergi brotin en faðir hennar er tyrkneskur og móðirin íslensk. „Ég hef fengið sím- tal þar sem viðkomandi segir að ég þurfi að svara fyrir hryðjuverk úti í heimi, uppruna minn eða meint trúarbrögð. Ég er fædd, skírð og fermd á Íslandi en þrátt fyrir það vilja margir meina að ég sé múslimi og fái engu um það ráðið. Í þessu felst nýrasismi.“ „Ég hef líka kallað þetta menn- ingarlegan rasisma því þetta snýst í raun um fjölmenningu. Ísland er fjölmenningarsamfélag en sum- ir eru á þeirri skoðun að múslim- ar séu ekki velkomnir hingað því þeirra menningarheimur passi ekki við okkar,“ bætir Sema Erla við. Nýrasistar telji átök í fjölmenningar- legum samfélögum óhjákvæmileg og eina leiðin til að komast hjá átök- um sé að hindra þróun fjölmenn- ingarlegra samfélaga með strangri innflytjendalöggjöf og útiloka „að- komuhópa“ frá öllum félagslegum réttindum í samfélaginu. | bg „Ég hef fengið símtal þar sem viðkomandi segir að ég þurfi að svara fyrir hryðjuverk úti í heimi.“ Hvað er nýrasismi? Í nýrasisma felst menningarlegur rasismi. Sema Erla upplifir nýrasisma á hverjum degi.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.