Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 29.07.2016, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 29.07.2016, Qupperneq 16
Kosningabarátta fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum hófst formlega á fimmtudaginn. Báðir stóru flokkarnir eru laskaðir eftir prófkjörsslaginn undanfarna mánuði. Magnús Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Þó að það sé skiljanlegt að flestum finnist sem kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjun- um sé búin að vera í fullum gangi í marga mánuði hófst hún í raun ekki formlega fyrr á fimmtudaginn þegar landsfundi Demókrataflokksins lauk. Það er ekki fyrr en báðir stóru flokk- anna hafa lokið landsfundum sínum og útnefnt forsetaframbjóðendur sem hin eiginlega barátta hefst. Ástæðan er sú að þó það liggi yfir- leitt fyrir snemma vors hvaða fram- bjóðendur hafi sigrað prófkjör flokk- anna er það hlutverk landsfundar að útnefna frambjóðanda flokksins. Og fram á síðustu stundu er möguleiki á að innanflokksátök geti orðið til þess að niðurstöðum prófkjöranna sé snúið við. Nokkuð sem andstæðingar Donald Trump reyndu að gera í upp- hafi landsfundar Repúblikanaflokks- ins á mánudaginn í síðustu viku. Verða flokksformenn Í kjölfar landsfundanna taka forseta- frambjóðendurnir flokkana í raun yfir, verða andlit þeirra og leiðtogar um leið og afgangur flokksins þjappar sér saman að baki frambjóðandans. Yfirleitt gengur þetta eins og smurð vél. Innanflokksdeilur hafa verið leystar áður en komið er á landsfund- inn svo hægt sé að setja á svið glæsi- lega og snyrtilega leiksýningu þar sem öllu er tjaldað til. Framámenn flokksins jafnt sem hatrammir and- stæðingar úr prófkjörunum flykkjast upp á svið ásamt ýmsum þekktum andlitum úr fjölmiðlum eða skemmt- anaiðnaðinum, til að mæra frambjóð- anda flokksins og sýna samstöðu. Flokksmenn klappa, veifa fánum og álitsgjafar flokkanna keppast við að lýsa því hversu mikinn hljómgrunn þeir finni fyrir málflutningi frambjóð- andans meðal grasrótarinnar og al- mennra kjósenda og hversu öruggir þeir séu um sigur í nóvember. En ekki í ár. Í ár einkenndust landsfund- ir beggja flokkanna af öllu öðru en þessu. Upplausn og óvissa einkenndu landsfundi beggja flokkanna og koma þeir báðir í raun klofnir út úr fundun- um. Klofningur, baul og uppþot Stór hluti forystu Repúblikanaflokks- ins, þar á meðal þungavigtarmenn á borð við Bush fjölskylduna, hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við Trump og mikill meirihluti annarra forystumanna repúblíkana hafa gert það af hálfum hug. Landsfundurinn hófst með örvæntingarfullri tilraun andstæðinga Trump til að breyta fundarsköpum fundarins sem margir túlkuðu sem misheppnaða hallar- byltingu. En ef eitthvað er fór landsfundur Demókrataflokksins enn verr af stað. Áður en fundurinn hófst hafði Debbie Wasserman Schultz, for- maður landsnefndar flokksins, verið neydd til að segja af sér eftir að tölvu- póstar flokksins sem Wikileaks birti sýndu að meðlimir miðstjórnarinnar höfðu kerfisbundið unnið gegn Bern- ie Sanders í prófkjörunum. Reiðir stuðningsmenn Sanders héldu uppi linnulausum mótmælum og gerðu hróp að ræðumönnum á landsfundinum. Hvorki afsögn Wass- erman Schultz né tilraunir Sanders sjálfs til að hvetja til samstöðu dugðu til að sefa þessa reiði. Áður en Hillary var útnefnd frambjóðandi flokksins 16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Trump tekur forystu eftir misheppnaðan landsfund höfðu hundruð landsfundarfull- trúa gengið út af fundinum; grasrót flokksins hafði verið lofað byltingu – og grasrótin ætlaði ekki að sætta sig við frambjóðanda flokksmaskínunn- ar, innanbúðarmanneskju með sterk tengsl við peningaöflin á Wall Street eða stórfyrirtæki. Grasrót og flokkseigendur Þegar litið er yfir landsfundi flokk- anna kemur berlega í ljós að flokks- eigendafélögin eiga í vandræðum með að hemja sjálfa flokkana. Trump tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins í óþökk allra leiðtoga flokksins, sem höfðu beitt sér gegn honum í prófkjörunum. Sig- ur hans má því skoða annað hvort sem fjandsamlega yfirtöku á flokkn- um eða sem sigur grasrótarinnar yfir flokksforystunni. Í sama ljósi má skoða útnefningu Hillary sem sigur flokksforystu Demókrataflokksins yfir grasrótaruppreisn en stór hluti grasrótarinnar upplifir sig hins vegar svikna. Hvaða áhrif þessi innri klofning- ur flokkanna mun hafa á niðurstöðu kosninganna er erfitt að segja til um. En hann hefur óumdeilanlega gert að verkum að kosningar sem virt- ust fyrir ári síðan stefna í að verða frekar tíðindalitlar og óspennandi stefna nú í að verða æsispennandi og sögulegar. Fátækt og stéttastríð Það þarf líka að skoða sigur Trump, og velgengni Bernie Sanders, sem ákall almennra kjósenda flokkanna um nýja pólítík, og þó sérstak- lega endurskoðun á leikreglum efnahagskerf- isins. Trump hef u r ta lað digurbarkalega um að flytja banda- ríska iðnframleiðslu aftur heim, setja á himin- háa verndartolla eða segja upp fríverslunarsamning- um. Loforð hans um að byggja múr á landamær- um Mexíkó og vísa öll- um ólöglegum innflytj- endum úr landi á ekki síst að binda enda á at- vinnuleysi. Trump hefur einfald- lega lofað að taka forsend- ur efnahagslegrar hnatt- væðingar til róttækrar endurskoðunar. Á sama tíma lofaði Bernie að koma bönd- um á Wall Street, snúa við áratugavexti misskiptingar, þurrka út námslánaskuldir, gera háskólanám gjaldfrjálst og færa út velferðarkerfið. Ástæða þess að slík skilaboð hafa fallið í svo góðan jarðveg er sú að þó efnahagsástandið hafi batnað í tíð Barack Obama (atvinnuleysi sem var yfir 10% er nú nær 5%) hefur stór hluti þjóðarinnar orðið útundan. Sér- staklega hefur fátækt aukist meðal fólks sem tilheyrði hinni hvítu milli- stétt. Fátækt, sem lengst af var bund- in við stórborgir og sveitir hefur vax- ið hratt í úthverfum. Milli 2008 og 2012 tvöfaldaðist fjöldi úthverfafjöl- skyldna sem bjó við fátækt og um leið hefur hvítu fólki sem býr við fátækt fjölgað hraðar en fólki af minnihluta- hópum sem búa við bág kjör. Með því að virkja reiði þessa fólks tókst Trump að tryggja sér tilnefn- ingu Repúblikanaflokksins. Trump hefur óvænt náð forystu Þó að Trump hafi fljótt náð afgerandi forystu í prófkjörum Repúblíkana hefur honum gengið verr að fanga hylli almennra kjósenda og þrátt fyrir umtalsverðar óvinsældir Hillary hef- ur hann aldrei náð að taka forystuna í könnunum, þar til nú. Í kjölfar lands- fundar Repúblíkanaflokksins mælist Trump í fyrsta sinn með marktækt forskot á Hillary. Kannanameðaltal Real Clear Politics sýnir Trump með 45.7% fylgi og Hillary með 44.6% og það vakti ekki minni athygli að tölfræðigúrúinn Nate Silver spáði Trump í vikunni 57.5% líkum á að sigra, yrði gengið til kosninga í dag. Þessi fylgisaukning Trump kemur ekki á óvart. Fylgi frambjóðenda tekur nær untantekningarlaust kipp í kjölfar landsfundar. Sagan hefur líka sýnt að þessi fylgisaukning er sjaldnast var- anleg. En það eru til mikil- vægar undantekningar: Fylgisaukning Bill Clint- on í kjölfar landsfundar Demókrata 1992 gekk aldrei til baka og sama má segja um fylgis- aukningu Reagan eftir landsfundinn 1980. Sirkus fáránleikans Fylgisaukning Trump er þó ákveðin ráð- gáta fyrir þá sem fylgdust með lands- fundi Repúblikanaflokks- ins. Honum hefur verið lýst sem farsakenndu klúðri og fáránleikasirkus. Fyrir fundinn bjuggust stjórn- Stór hluti forystu Repúblikana- flokksins, þar á meðal þungavigt- armenn á borð við Bush fjölskylduna, hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við Trump og mikill meirihluti annarra forystu- manna repúblík- ana hafa gert það af hálfum hug.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.