Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Vaktabætur „Ég fékk 500 þúsund í vaxtabætur árið 2015 en ekkert núna,” segir Þorgerður Erlingsdóttir, 51 árs kona, sem hefur verið ein- stæð móðir tveggja barna, frá árinu 2001. „Það má segja að ég sé að greiða leiðréttinguna sjálf.” Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Mig hafði ekki órað fyrir því að þetta yrði svona mikil skerðing, að vaxtabæturnar færu úr 500.000 krónum niður í ekki neitt, auk þess sem barnabætur myndu lækka um helming, þar sem eldri dóttir mín sem er í menntaskóla yrði átján ára,” segir Þorgerður Erlingsdótt- ir. Hún keypti fjögurra herbergja blokkaríbúð árið 2004, á 90 pró- senta láni. Íbúðina keypti hún á 13 milljónir en hún skuldar rúma 21 milljón í húsnæðislán í dag. „Ég gæti ekki náð endum saman ef ég hefði ekki stuðning frá mömmu minni.” Þorgerður skuldaði 23,5 milljón- ir árið 2014 og fékk 500 þúsund í vaxtabætur árið 2015. Sama ár var Einstæð móðir í austurborginni missir hálfa milljón á ári í vaxtabætur Staða mín verri eftir leiðréttinguna fasteignamat íbúðarinnar hækkað úr 25 í rúmar 28 milljónir. Þá fékk hún 2.000.000 í leiðréttingu. Samtals hefur hrein eign í íbúð hennar hækkað um tæpar 6 milljón- ir. „Hærra fasteignamat nýtist mér ekki nema ég sé að kaupa eða selja. Og maður borðar ekki þessa leið- réttingu, greiðslubyrðin af húsnæð- islánunum lækkaði fyrst um 6.000 krónur en er nú komin í sömu upp- hæð. Minn veruleiki hefur því ekki breyst nema til hins verra. Núna get ég ekki notað vaxtabæturnar til að greiða niður skammtímalán- in, svo sem yfirdrátt og kortalán. Oftast á ég ekki nema 30 þúsund afgangs af laununum mínum til að kaupa mat og bensín á bílinn. Ég hef oftar en einu sinni þurft að leita til mæðrastyrksnefndar,” segir hún. „Þegar ég fór að gera skattaskýr- sluna mína og fékk bráðabirgða- útreikning, fékk ég algert áfall,” segir Þorgerður. Hún segist hafa hringt oftar en einu sinni í skatt- inn og fengið mismunandi svör, til dæmis að þeir sem hefðu feng- ið leiðréttingu Sigmundar Davíðs, hefðu afsalað sér vaxtabótunum. „Það hafði nú algjörlega farið fram Jafnmargar konur og karlar hjá Viðreisn Óli Stef orðaður við framboð Þessi leiðrétting var algert frat frá upphafi, segir Þorgerður Erlingsdóttir. Mynd | Rut Stjórnmál Formaður yfir- kjörstjórnar Viðreisnar segir að passað verði upp á kynjahlutföllin í efstu sæt- um framboðsins. Upp- stillingarnefndir eru að störfum en rætt er við frambjóðendur þessa dagana og vikurnar. Gríðarlega margir sýna efstu sætum áhuga hjá Viðreisn, enda sýna kannanir fram á mikinn stuðning. Meðal þeirra sem eru orðaðir við framboð eru Ólafur Stefánsson hand- boltakappi. Viðreisn ætlar að passa upp á kynjahlutföllin í efstu sætum framboðsins. Jórunn Frímanns- dóttir formaður yfirkjörstjórn- ar segir fyrirkomulag fléttulista eiga að tryggja hlutfall kynjanna eins og kveðið sé á um í reglum um uppstillingu sem er nýbúið að sam- þykkja. „Við ætlum líka að huga að jafnræði á öðrum sviðum svo sem varðandi aldur. Markmiðið er að frambjóðendur Viðreisnar hafi breiða skírskotun í samfélaginu. Hún segir að gríðarmikill áhugi sé á því að kom- ast á framboðslista en uppstillingarnefndir hafa tíma fram í lok ágúst til að stilla upp á lista: „Þetta er auðvitað lúxusvandamál en það er alveg ljóst að það geta ekki allir verið í fyrsta eða öðru sæti.” | þká Viðskipti Enn hefur ekki ver- ið greitt fyrir bókaverslunina Mál og menningu þrátt fyrir að þrír mánuðir séu liðnir frá því að kaupsamningur var gerður um kaupin. Ójóst er með kaup Björns Inga Hrafnssonar og viðskiptafélaga á bókabúð Máls og menningar við Laugaveginn en Fréttatíminn greindi frá því í maí síðastliðnum að hann hygðist kaupa rekstur verslun- arinnar. Þá var starfsfólki tilkynnt um fyrirætlanir Björns Inga og fé- laga, en sjálfur fór hann fyrir hópi fjárfesta. Samkvæmt heimildum Fréttatím- ans hefur hópurinn ekki enn greitt fyrir búðina þrátt fyrir að um þrír mánuðir séu liðnir síðan samkomu- lag náðist um söluna. Þegar Frétta- tíminn hafði samband við Björn Inga sagðist hann ekki vilja tjá sig um viðskipti sem væri ekki lokið. Hann bætti þó við að það væri fullur vilji til þess að fjárfesta í bókabúðinni forn- frægu sem stendur við Laugaveg 18. Að hans sögn stendur áreiðan- leikakönnun yfir og vonast hann til þess að kaupsamningurinn gangi eftir í næstu viku. Það er Arndís B. Sigurðardóttir sem á og rekur bókabúðina. Hún rak einnig Iðu við Lækjargötu, en hún seldi verslunina til Birgis Þórs Bieltvedt sem hyggst opna þar Hard Rock veitingastað. Arndís sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo komnu máli. Rekstur Máls og menningar lenti í töluverðum vandræðum skömmu eftir hrun, en verslunin varð gjald- þrota árið 2011. Arndís hefur rek- ið búðina síðustu ár og nú síðast keypti Mál og menning kaffihúsið þar sem Súfistinn var með aðstöðu. Heitir það kaffihús nú Rúblan og er nefnt eftir viðurnefni sem húsið fékk skömmu eftir að það var byggt upp úr miðri síðustu öld. | vg Óvissa um kaupin á Máli og menningu Eitthvað virðist salan á rekstri bókarbúðar Máls og menningar ganga hægt fyrir sig. „Ríkisstjórn ríka fólksins” lækkar bætur Vaxtabætur hafa lækkað mikið frá 2013, þar af um 25 prósent frá árinu 2015. Þá fækkaði þeim sem fá þær um 21 prósent. Sömuleiðis fækkar þeim sem fá barnabætur greiddar. Í fjármálaáætlun fjár- málaráðherra til næstu fimm ára er áætlað að draga enn meira úr barnabótum og vaxtabótum. Eygló Harðardóttir félagsmálaráð- herra segir að slík forgangsröðun fjármálaráðuneytisins hafi verið ástæða þess að hún setti alvarlega fyrirvara við þessa áætlun þegar hún var samþykkt í ríkisstjórn. Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir hins vegar að ríkisstjórn ríka fólksins sé stýrt með alls konar fyrirvörum síðustu lífdagana. Það sé ekki trúverðugt eða merki um stefnufestu og vönduð vinnubrögð. hjá mér. Það er ljóst að þessi leið- rétting var algert frat frá upphafi til enda og kemur verst við þá sem hafa minnst milli handanna. Með því að taka vaxtabætur af fullt af fólki í mínum sporum er hægt að borga hana upp og vel það. Ég er að greiða leiðréttinguna sjálf með þessari skerðingu og hún gæti orðið til þess að ég missti húsnæðið mitt, ef ég hefði ekki stuðning móður minnar.” Jórunn Frímannsdóttir segir mikilvægt að frambjóðendur hafi breiða skírskotun. Mynd | Rut 2015 2016 Launatekjur 4.850.479 4.970.879 2,5% á mánuði 404.207 414.240 2,5% Tekjuskattur -96.633 -99.589 3,1% á ári -1.159.596 -1.195.068 3,1% Barnabætur 507.817 230.115 -54,7% Vaxtabætur 500.000 0 -100,0% Nettóskattur -151.779 -964.953 535,8% Ráðstöfunartekjur 4.698.700 4.005.926 -14,7% á mánuði 391.558 333.827 -14,7% Vantar í budduna -57.731 Ef 2 börn 2015 2016 Launatekjur 4.929.957 4.970.879 0,8% á mánuði 410.830 414.240 0,8% Tekjuskattur -98.216 -99.589 1,4% á ári -1.178.597 -1.195.068 1,4% Barnabætur 516.138 520.238 0,8% Vaxtabætur 508.193 0 -100,0% Nettóskattur -154.266 -674.830 337,4% Ráðstöfunartekjur 4.775.691 4.296.049 -10,0% á mánuði 397.974 358.004 -10,0% Vantar í budduna -39.970 Heimilisbókhald Þorgerðar árin 2015 og 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.