Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 40
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Ætli þetta hafi ekki verið tveir til þrír fermetrar af gólf-plássi í geymslu-rými bílskúrsins sem við nýttum til þess að smíða fyrstu borðin. Við unnum okkur upp í loft og út á bílaplan. Stund- um var maður búinn að olíusparsla sig út í horn og dúsaði þar á meðan plöturnar þornuðu.“ Þannig lýsa þau Guðrún Agla og Hafsteinn Helgi fyrstu mánuðum fyr- irtækisins Happie Furniture. Saman láta þau draumaborð sérhvers kúnna verða að veruleika þar sem sköpunar- gleðin ræður ríkjum. Matjurtakassar upphafið Guðrún Agla stundar nám í arki- tektúr og hefur yfirumsjón með hönnun ásamt Hafsteini sem er fram- kvæmdakrafturinn á bakvið Happie Furniture. Það er síðan engin önn- ur en Dís, átta mánaða dóttir unga parsins, sem er forstjóri fyrirtækisins. „Á vorin hef ég smíðað matjurakassa og fundið heimili fyrir þá í gegnum Facebook. Þannig varð ég kunnug- ur mætti samfélagsmiðla,“ útskýrir Hafsteinn. „Við smíðuðum okk- ur eldhúsborð og þegar gest- ir komu í heimsókn fékk borðið mikla athygli og enduðu gestirnir gjarnan á því að taka borðið með sér heim. Við smíðuðum svo nýtt og það var aftur sama sagan. Þá sáum við að það væri mögulega eitt- hvað í þessu.“ Taka einn dag í einu Á skömmum tíma hafði bílskúrinn sprungið utan af rekstrinum. Þeim stóð til boða að færa verkstæðið og deila húsnæði með Artic Surfers úti á Granda. Hafsteinn segir þau hafa hugsað málið vel. „Við vildum gæta þess að fara ekki of geyst af stað og fara fram úr sjálfum okkur. Við vilj- um stækka með fyrirtækinu og mik- il eftirspurn er aðeins lúxusvanda- mál.“ Guðrún Agla er sammála. „Það er ákveðinn sjarmi yfir því að taka bara einn dag í einu, njóta þess að smíða hvert borð fyrir sig og kynnast skemmtilegu fólki um leið. Við erum Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, gudrunveiga@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti. Lítil fjölskylda Hafsteinn og Guðrún Agla stofnendur Happie Furniture ásamt dóttur sinni Dís. Myndir | Rut Hófst allt í tveimur fermetrum bílskúrsins Hafsteinn og Guðrún Agla stofnuðu Happie Furniture þegar gestir fóru að bjóða í sérsmíðaða eldhúsborðið þeirra. Á einu ári flutti verkstæðið úr litlum bílskúr í húsnæði úti á Granda. Það er ekki aðeins reksturinn sem stækkar heldur fjölskyldan líka og byggja þau draumahúsið sitt við Hafravatn. mjög þakklát og þykir yndislegt að geta unnið við það sem við elskum að gera.“ Ástríða Hafsteins hefur alltaf ver- ið að smíða. „Alveg frá því hann var krakki,“ segir Guðrún Agla sem hef- ur mikla trú á sínum manni. „Hann hefur alltaf verið ákveðinn í að geta lært nýja hluti og verið óhræddur við að prófa sig áfram.“ Haffi segist nýta sér tækni nútímans og visku annarra. „Ég nýti mér Youtube, Google og ímyndunaraflið. Síðan er alltaf hægt að fara í næstu byggingarvöruverslun og tala við þann sem hefur unnið þar lengst, sá kann öll trikkin í bókinni.“ Byggja draumahúsið Um þessar mundir er litla fjöl- skyldan að byggja sér hús við Hafravatn, í Bláberja- brekkum eins og þau kalla það. „Það er allt morandi í bláberj- um núna,“ segir Haf- steinn. „Um leið og Dís fæddist fórum við að hugsa um hvernig heim- ili og minningar við vilj- um skapa fyrir hana. Þegar við hugsum um æskuna þá kemur náttúran upp í hugann, sumarið, úti- legur og berjamór. Í okkar huga eru það mikil forréttindi að vera í góðri tengingu við náttúruna og alast upp á svona stað hlýtur að hafa ekkert nema jákvæð áhrif.“ Fjölskyldan ætlar að gefa sér tíma í að byggja húsið og innrétta sam- kvæmt Guðrúnu Öglu. „Við ætlum að smíða húsgögnin sjálf. Við erum með sófa og stóla á teikniborðinu en við höfum ekki haft undan í rekstrin- um að smíða fyrir okkur sjálf. Við ætlum að gefa okkur tíma til að þróa nýjar vörur og njóta þessa að vera fjölskylda í Bláberjabrekkunum.“ …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2016 Við vildum gæta þess að fara ekki of geyst af stað og fara fram úr sjálfum okkur. Við viljum stækka með fyrirtækinu og mikil eftirspurn er aðeins lúxusvandamál. Ég nýti mér Youtube, Google og ímyndunarafli ð.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.