Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 19
rískra forsetakosninga, auglýsingu Lyndon B. Johnson gegn frambjóð- anda repúblíkana Barry Goldwater í kosningunum 1964, var kjósendum sagt að valið stæði á milli Johnson eða heimsendis í kjarnorkueldi. Hillary sækir á miðjuna Á sama tíma og skilaboðin til gras- rótarinnar virðast vera að hún eigi ekki í önnur hús að venda hefur Hillary sótt af krafti inn á miðjuna. Með vali sínu á Tim Kaine, fremur íhaldssömum öldungardeildarþing- manni frá Virginíu, er Hillary að senda skilaboð til hófsamari kjós- enda Repúblikanaflokksins, þeirra sem geta ekki hugsað sér að kjósa Trump, að þeir geti með góðri sam- visku stutt hana. Valið á Kaine má skilja sem yfir- lýsingu um að það verði ekki ráðist í róttæka endurskoðun á bandarísk- um utanríkismálum eða stórfelldar kollsteypur innanlands. Haukar og frjálslyndir íhaldsmenn á borð við David Brooks dálkahöfund NYT sem sagði sig úr Repúblikanaflokknum í mótmælaskyni við ofstæki Trump, ættu því að geta kosið Hillary. Hver mætir á kjörstað? Með þessu er Hillary að taka ákveðna áhættu. Í Bandaríkjunum ráðast niðurstöður kosninga öðru fremur af því hver mætir á kjörstað. Og það kostar heilmikið umstang að kjósa í Bandaríkjunum, kosið er á virkum degi og það getur tekið bróðurpart dagsins að mæta og bíða á kjörstað. Við slíkar aðstæður þurfa fram- bjóðendur að tryggja að kjósendur þeirra séu innblásnir og fullir af eldmóð. Valið á Kaine eykur síst eldmóð þeirra sem studdu Bernie og þráðu rót- tækar breytingar. Prófkjörsbarátta Trump sannaði svo ekki verður um villst að kjós- endur hans eru innblásn- ir, svo mjög að mörgum þykir nóg um. Hvort eld- móður þeirra, og eld- og brennisteinsræður Trump duga til að hræða grasrót Demókrataflokksins á kjörstað er svo önnur saga. | 19FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 vegar verið falin í svokallaðri hunda- f lautupólítík; frekar en að segja hreint út að óvinurinn og vandamál- ið séu blökkumenn eða innflytjendur hefur þessum skilaboðunum verið komið til kjósenda undir rós. Þar til núna. Það eru ekki bara framkoma og fas, eða ræður Trump sem hafa orðið til þess að frétta- skýrendur vestanhafs hafa lýst hon- um sem hálf eða próto-fasískum, heldur hugmyndir hans og stefnu- mál. Ef árið væri 1964 Það virðist öðru fremur vera þessi mynd af Trump sem Hillary ætlar að treysta á að dugi sér til sigurs. Stór hlut grasrótar Demókrataflokks- ins er mjög ósátt við hana og þegar fólk er spurt af hverju bendir það á herskáa utanríkisstefnu hennar, stuðning við innrásina í Írak, tengsl við Wall Street, stuðning við olíu- iðnaðinn og TIPP fríverslunarsamn- inginn. En þó Trump hafi reynt að biðla til þessara kjósenda eru litlar líkur á að margir þekkist boðið um að ganga til liðs við Repúblikanaflokk- inn. Kannanir hafa sýnt að yfir 90% prófkjörskjósenda Bernie Sanders myndu ekki getað hugsað sér að kjósa Trump. Hættan fyrir Hillary er því miklu frekar að tölvuverður hluti grasrótar Demókrataflokksins sitji heima eða kjósi Jill Stein, fram- bjóðanda Græningja. Stuðningsmenn Clinton hamra á því að enginn geti leyft sér slíkan munað: Of mikið sé í húfi og Trump einfaldlega of hættulegur til að hon- um sé leyft að komast til valda. Þessi strategía, að valið sé einfalt, fram- bjóðandi þinn sé það eina sem geti komið í veg fyrir hrun siðmenningar- innar, hefur verið notuð áður með góðum árangri. Í einni frægustu sjónvarpsauglýsingu í sögu banda- Upplausn og óvissa einkenndu lands- fundi beggja flokkanna og koma þeir báðir í raun klofnir út úr fundunum. Barack Obama, Bandaríkjafor- seti, fullyrti í ræðu sinni að Hillary Clinton væri hæfasti frambjóðandi sem nokkru sinni hefði boðið sig fram til forsetaemb- ættisins. 27. til 1. ágúst Umboðsaðili á Íslandi

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.